Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2018 23 AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Það kom fólki á óvart hversu mikið rusl reyndist vera á svæðinu. Mikið var um plast en einnig fúaspýtur, eldhúsáhöld, rúmdýna og meira að segja eitt stykki baðkar sem hafði verið skilið eftir á víðavangi. Myndir / Norðurorka Starfsfólk Norðurorku stofnaði „grænan her“: Ógrynni af rusli tínt upp við höfuðstöðvarnar Starfsfólk Norðurorku tók sig til eftir vinnu einn góðan veðurdag í sumar og breytti sér, mökum og börnum í „grænan her“ sem heldur betur tók til hendinni og safnaði saman rusli í nágrenni vinnustaðarins. Á vorin bíða ýmis verkefni en eitt af þeim er að fegra umhverfið með því að tína upp rusl sem finna má á víð og dreif eftir veturinn. Því miður er það svo að rusl fýkur út um víðan völl og að því komst ruslatínslufólk Norðurorku fljótlega. Það kom fólki á óvart hversu mikið rusl reyndist vera á svæðinu, ekki síst plast en einnig fúaspýtur, eldhúsáhöld, rúmdýna og meira að segja eitt stykki baðker sem hafði verið skilið eftir á víðavangi! Á tveimur tímum var ógrynni af rusli safnað saman. Umhverfismál hafa fengið aukið vægi Umhverfismál hafa á undanförnum árum fengið aukið vægi hjá Norðurorku og rímar þetta rusla- söfnunarátak vel við umhverfis- stefnu Norðurorku. Fyrirtækið leggur áherslu á virðingu við náttúruna og jákvætt kolefnisfótspor en í því felst m.a. að draga úr losun gróðurhúsa lofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. Í þessu sambandi má geta þess að um þriðjungur þjónustubíla Norðurorku gengur fyrir vistvænum orkugjöfum, ellefu metangasbílar og einn rafmagnsbíll. Slíkur rusla hreinsunar- dagur Norðurorku hefur ekki verið árviss viðburður en í ljósi þess hversu mikið rusl safnaðist á aðeins tveimur tímum í gær var hið vaska ruslatínslufólk sammála um að þetta þyrfti að hafa sem fastan lið á hverju vori. Að loknu góðu dagsverki var sjálfboðaliðunum að sjálfsögðu boðið upp á pitsu. /MÞÞ Að loknu góðu dagsverki var sjálfboðaliðunum að sjálfsögðu boðið upp á pitsu. Makar og börn starfsfólks Norðurorku mynduðu „grænan her“ sem heldur betur tók til hendinni og safnaði saman rusli í nágrenni vinnustaðarins. Var þeim að sjálfsögðu umbunað með ýmsu góðgæti að verki loknu. Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Vogue fyrir heimil ið bíður uppá alhl iðalausn fyr i r hótelherbergið eða gist iheimi l ið. Fundurinn hefst föstudaginn 5. október, kl. 14:00 með venjulegum aðalfundarstörfum. Að venju verður málþing og áhugaverð erindi flutt um málefni skógræktarinnar. Árshátíð skógarbænda verður haldin laugardagskvöldið 6. október. Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst á fundinn og í gistingu hjá Hlyni Gauta Sigurðssyni, framkvæmdastjóra LSE, í síma 775 1070 eða á netfangið hlynur@skogarbondi.is. Nánari upplýsingar er að finna á skogarbondi.is. AÐALFUNDUR LANDSSAMTAKA SKÓGAREIGENDA Haldinn á Hótel Stracta, Hellu, dagana 5. og 6. október 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.