Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201836 Rauðrófur eru náskyldar syk ur- rófum en minni að vexti. Rauð- rófna er neytt sem rótargrænmetis en sykurrófur eru aðallega ræktaðar til að að framleiða sykur. Um er að ræða ólík yrki sömu tegundar. Áætluð heimsframleiðsla á sykurófum árið 2016 var 277.23 milljón tonn. Rússar eru stærstu framleiðendur sykurrófna í heiminum og framleiddu árið 2016 tæp 51,7 milljón tonn. Frakkar voru í öðru sæti með 33,8 milljón tonn og Bandaríki Norður-Ameríku í því þriðja með 33,5 milljón tonn. Framleiðsla á sykurrófum í Þýskalandi 2016 var 25,5 milljón tonn og í Tyrklandi tæp 19,5 milljón tonn. Í kjölfarið koma Úkraína, Pólland, Egyptaland, Kína og Bretlandseyjar með framleiðslu frá 14 niður í 5,7 milljón tonn. Mest fór heimsframleiðslan á sykurrófum í rúm 309 milljón tonn árið 1990. Eitthvað er ræktað af rauðrófum hér á landi, bæði í heimaræktun og til framleiðslu, en tölur um magn liggja ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt inn 228 tonn og 94 kílóum betur af ferskum rauðrófum til Íslands árið 2017. Langmestur var innflutningurinn frá Hollandi, rúm 191,5 tonn. Því næst frá Frakklandi, 15,6 tonn. Auk þess sem talsvert er flutt inn af pækluðum og niðursoðnum rauðrófum. Sama ár var flutt inn tæp 1287 tonn af sykurrófum þar af rúm 1286 tonn frá Danmörku. Auk þess sem flutt voru tæp 2,9 tonn af hráum rófusykri og rúm 4,9 tonn af sykurrófufræjum. Ættkvíslin Beta Ættkvíslin Beta er af ætt Skrauthala. Innan ættkvíslarinnar er að finna plöntur sem eru ein-, tví- eða fjölærar og oft með gilda stólparót. Ein þessara plantna er villt strandbeðja eða strandrófa, Beta vulgaris ssp. maritima, sem fjöldi yrkja eru kominn af. Má þar nefna beðju eða blaðrófu B. vulgaris ssp. vulgaris var. cicla, rauðrófu Beta vulgaris ssp. rapacea var. conditiva, og sykurrófu, B. vulgaris ssp. vulgaris var. altissima. Rauðrófur Rauðrófur eru tvíært rótargrænmeti. Á fyrra vaxtarári myndast rótar- ávöxtur en seinna árið myndar plantan fræ. Blöðin 5 til 40 sentímetra löng á löngum stilk. Mjólensulaga, heilrennd eða lítillega skörðuð, dökkgræn með áberandi blaðæðum. Á öðru ári vex upp af hnöttóttri eða gulrótarlagaðri forðarótinni eins til tveggja metra hár og beinn blómstöngull sem greinist í toppinn. Blómin lítil, tvíkynja, með fimm grænum eða rauðleitum krónublöðum í röð á efstu greinum blómstöngulsins. Vindfrjóvgandi. Fræin rauðbrúnglansandi og óregluleg að lögun, tveir til þrír millimetrar að stærð. Rauðrófur eru ræktunarafbrigði strandbeðju/-rófu sem vex villt meðfram ströndum í Norður-Evrópu og Miðjarðarhafsins. og var notuð til lækninga og rauðrófur eins og við þekkjum þær í dag eru einar af fáum nytjaplöntum sem eiga uppruna í Norður-Evrópu. Rauðrófur finnast ekki villtar. Fjöldi afbrigða, yrkja og landsorta eru til af rauðrófum og þrátt fyrir nafnið eru til rauðar, hvítar, gular og tvílitar rauðrófur. Yrkið 'Albino' er hvítt, 'Bull's Blood' er rautt en 'Chioggia' í dönsku fánalitunum, rautt og hvítt, og 'Touchstone Gold' er gult. Gömul nytjajurt Talið er að forveri rauðrófunnar hafi verið nýttur til átu í Evrópu í allt að 6000 ár. Leifar af rauðrófum hafa fundist í Sakkara-pýramídunum í Egyptalandi sem byggðir voru rúmum 2600 árum fyrir upphaf okkar tímatals. Grikkir og Rómverjar ræktuðu þær í pottum sem blaðkál en talið er að plantan hafi borist til landanna við botn Miðjarðarhafs með Persum þegar veldi þeirra stóð sem hæst. Gríski náttúrufræðingurinn Theophrastus, sem stundum er kallaði faðir grasafræðinnar, líkir rauðrófum við radísur í riti sínu Historia Plantarum sem hann skrifaði í kringum 300 fyrir Krist. Elsta ræktunarafbrigði rauðrófu sem þekkist og líkist rauðrófum nútímans kallast rómversk rófa, B. romana, og er fjallað um hana í bók frá 1587 og kallast Historia Generalis Plantarum. Afbrigðið kemur frá Rómverjum en þeir borðuðu blöðin en nýttu rótina til lækninga. Talið er að afbrigðið hafi borist til Þýskalands árið 1558 og þaðan til annarra landa í Evrópu. Það er ekki fyrr en plantan berst til Mið- Evrópu að farið er að nýta rótina til matar og varð hún á skömmum tíma mikilvæg fæða í Mið- og Austur-Evrópu og Skandinavíu. Rauðrófur sem rótargrænmeti eru því tiltölulega nýjar á matseðlinum. Viðvarandi fæðuskortur í Evrópu í og eftir heimsstyrjöldina fyrri varð til þess að fólk lagði sér til munns það sem að kjafti kom. Fjöldi fólks hélt sér og sínum lifandi á fóðurrófum en langvarandi neysla þeirra leiddi til einkenna sem kölluðust mangelwurzel-sýking, eða fóðurrófusýking. Rauðrófuyrkjum er yfirleitt skipt í blaðrófur, fóðurrófur, mat- eða garðrófur og sykurrófur sem eru algengastar og mest ræktaðar. Sykurrófur Rauðrófur hafa hátt sykurmagn, um níu grömm í hverjum hundrað grömmum. Sykurrófur eru ræktunarafbrigði rauðrófu. Sykurrófur eru líkar rauðrófum í útliti nema hvað forðarótin er ljós og stærri en forðarót rauðrófna, 1,5 til 2,5 kíló, og með hærri sykurprósentu. Árið 1747 einangraði þýski efnafræðingurinn Andreas Marggraf sykur úr rauðrófum og ræktun á rauðrófum í Evrópu til sykurframleiðslu hefst í Þýskalandi í lok 17. aldar. Frá Þýskalandi breiðist ræktun þeirra út um Evrópu. Fyrsta sykurrófuverksmiðjan var stofnsett í Slesíu árið 1802 af Franz Karl Achard, nemanda Marggraf, og fjármögnuð af Frederick William III Prússakonungi. Napoleon Bonaparte setti innflutningsbann á sykur frá Englandi árið 1806 vegna stríðsins HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Rauðrófur eru tvíært rótargrænmeti. Fyrra árið myndast rótarávöxtur en seinna árið blómstrar plantan og myndar fræ. Rauðrófur í öllum regnbogans litum. Rauðrófur þurfa góðan stað í garðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.