Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2018 27 Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum: Óhagstæðasta sumarið í 20 ár – Sóknarmöguleikar fyrir hvít- og kínakál Sigrún Pálsdóttir í Garðyrkjustöð Sigrúnar segir uppskeruhorfur vera sæmilegar í besta falli, en þau Þröstur Jónsson, maður hennar, eru aðallega með hvítkál í sinni ræktun og hafa verið á undanförnum árum. Um 150 tonn af hvítkáli er skorið upp í meðalári á þessum árstíma hjá Sigrúnu, en útséð er með að það náist þetta árið vegna vætutíðar. „Útplöntun seinkaði um tíu daga og svo má segja að við höfum misst júlí eiginlega alveg út. Það seinkar því allri uppskeru og hún verður mun minni þar sem allt vex hægar. Góðir dagar í ágúst hafa bjargað því sem bjargað verður,“ segir Sigrún. Útiræktun stendur tæpast undir sér Garðyrkjustöð Sigrúnar er ein fárra garðyrkjustöðva sem eftir eru á Íslandi sem helgar sig eingöngu útiræktun á grænmeti. „Útiræktun hefur dregist saman á síðustu árum, enda stendur hún tæpast undir sér á Íslandi nema bændurnir geti gert nánast allt sjálfir. Afurðaverð til bænda hefur staðið nokkurn veginn í stað. Afkoman hjá okkur hefur verið svipuð á undanförnum árum, enda höfum við bara þurft að vinna meira sjálf þegar aðstæður – til dæmis á markaði eða tíðarfar – hafa verið okkur óhagstæðar,“ segir Sigrún en þau hafa stundað ræktun á Flúðum í um 20 ár. Hvítkál ekki bara til kjötsúpugerðar „Við höfum aðeins verið að auka við okkur í kínakálinu, þar sem nokkrir stórir ræktendur hafa hætt eða dregið saman ræktun á undanförnum misserum. Neysla á kínakáli hefur hins vegar aðeins dalað á kostnað annarra salattegunda, þannig að það hefur ekki verið mikið svigrúm til vaxtar í þeirri ræktun. Held það mætti hins vegar alveg sækja fram í markaðssetningu á kínakálinu, því notkun á því í matreiðslu er frekar einhæf hér á landi og það er nánast eingöngu notað til að blanda saman við salat af ýmsu tagi. Það sama má segja með hvítkálið – það býr yfir miklu fjölhæfari matreiðslu- möguleikum en bara til kjöt súpugerðar. Við sjáum að erlendis er hvítkálið notað á mjög fjölbreyttan hátt í matreiðslu. Ekki von á rauðkálsuppskeru Síðan erum við með grænkál, spergilkál, blómkál og rauðkál – en þó talsvert minna af þessum káltegundum en hinum. Reyndar er rauðkáls stykkið okkar enn vel blautt og við gerum okkur ekki von um mikla uppskeru af því. Það má líklega segja að þetta hafi verið versta sumarið sem við höfum upplifað í okkar ræktun,“ segir Sigrún. /smh Varahlutir og viðgerðarþjónusta fyrir JCB traktorsgröfur S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Storm Orka undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Mat á umhverfisáhrifum er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð nr. 660/2015. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt tölulið 3.02 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Mati á umhverfisáhrifum er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar og eru gögnin aðgengileg á vef Storm Orku ehf., www.stormorka.is. Frestur til athugasemda er frá 6. september til 21. september 2018. Allir hafa rétt til að kynna sér drögin að tillögu að mats- áætlun og leggja fram athugasemdir. Að auglýsingatíma loknum verða drögin, ásamt þeim athugasemdum sem berast, send Skipulagsstofnun til umfjöllunar. Hægt er að koma ábendingum eða athugasemdum til Sigurðar Eybergs hjá Storm Orku eigi síðar en 21. september 2018. Athugasemdir er hægt að senda með tölvupósti á sigurdurj@stormorka.is eða skriflega á Storm Orka ehf., Hróðnýjarstöðum, 371 Dalabyggð, merkt: „Vindorkugarður í landi Hróðnýjarstaða”. Opinn kynningarfundur verður haldinn í Dalabúð miðvikudaginn 12. september kl. 20:00. Drög að tillögu að matsáætlun80 - 130 MW vindorkugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. RHFhjól ehf. Sími: 555 0595 Tilvalið fyrir Rafmagnshjól Íslendinga Lamb Inn Öngulsstöðum boðar til: Málþings 16. - 18. nóvember fyrir fólk sem starfaði í félagsmálum bænda og afurðastöðva á árabilinu 1980 til 2010 Helgarprógramm með heimsóknum til bænda, móttöku hjá afurðastöðvum á svæðinu og málstofu um stöðu landbúnaðar á Íslandi í dag og að sjálfsögðu glens og gaman. Samantekt úr málstofunni verður komið á framfæri við Bændasamtökin. Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Geir Sigurgeirsson í síma 892 8827 og í auglýsingu í næsta Bændablaði. Sigrún og Þröstur hafa aðeins verið að auka hlut sinn í kínakálsræktuninni, en hvítkálsræktunin er ennþá langmest. Sigrún Pálsdóttir. Myndir / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.