Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2018 41 Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Auglýst eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar samkvæmt reglugerð nr. 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt (III. kafli). Umsóknum skal skilað á skrifstofu Matvælastofnunar á sérstökum eyðublöðum sem stofnunin lætur í té eigi síðar en tveimur vikum eftir birtingu auglýsingar. Stuðningur til söfnunar ullar er háður því að umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði: 1. Aðili skal vera reiðubúinn að taka við allri vinnsluhæfri ull af öllum framleiðendum sem þess óska. 2. Aðili þarf að sækja ull heim til bænda eða taka á móti ullinni á móttökustöð sem ekki er lengra frá hverjum einstökum seljanda ullar en 100 km. 3. Að minnsta kosti 30% allrar ullar sem aðili móttekur skal þvegin hér á landi og jafnframt unnið úr þessari sömu ull band, lopi eða samsvarandi vara hérlendis. Umsóknarfrestur er til 25. september næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir búnaðarstofa Matvælastofnunar. Netfang: mast@mast.is. Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS Internorden er norrænn samráðsvettvangur um sauð- og geitfjárrækt: Áhersla á sauðfé af stuttrófukyni Miðvikudaginn 22. ágúst var haldinn Internorden-fundur á Hótel Sögu, en það er sam- ráðsvettvangur Íslands, Græn - lands, Færeyja, Noregs, Sví þjóðar og Finnlands um sauð- og geit- fjárrækt. Að sögn Eyjólfs Ingva Bjarna- sonar, sauðfjár ræktar ráðunautar hjá Ráðgjafar miðstöð landbúnaðarins, sem hafði umsjón með fundinum, skiptast þjóðirnar á að halda þessa fundi sem eru haldnir annað hvert ár. Síðast var fundað í Internorden á Íslandi árið 2002. „Á þessum fundum er fjallað um flest það sem snýr að sauðfjárrækt. Í ár settum við sérstaklega áherslu á sauðfé af stuttrófukyni og umfjöllun um þau í hverju landi fyrir sig,“ segir Eyjólfur. Alls staðar lágt verð fyrir sauðfjárafurðir Að sögn Eyjólfs bar afkoma sauðfjárræktarinnar aðeins á góma – en löndin eigi það sameiginlegt að alls staðar er lágt verð fyrir sauðfjárafurðir. „Staðan er kannski hvað verst hér á landi en einnig slæm í Noregi. Hin löndin eru mörg hver að flytja inn kjöt til að dekka þá neyslu sem er á kindakjöti í viðkomandi landi, en þó ber að hafa í huga að neysla sauðfjárafurða í þessum löndum er mjög lítil samanborið við aðrar kjöttegundir. Fundarformið er blanda af fyrirlestrum og umræðu meðal þátttakenda en síðan er alltaf farið í vettvangsferð þar sem bú eru heimsótt í hverju landi fyrir sig,“ segir Eyjólfur. Hann segir ekki hafa tíðkast að gefa út samantekt á niðurstöðum fundanna, meira sé lagt upp úr mannlegum samskiptum á þessum fundum. /smh Frá fundinum á Hótel Sögu. Eyjólfur Ingvi Bjarnason hafði umjón með fundinum. Myndir / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.