Bændablaðið - 06.09.2018, Síða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2018 41
Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík
Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is
STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI
MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA
VÍKURVAGNAR EHF.
RAFMAGNSBÚNAÐUR
BREMSUR
BEISLI
DEKK
LJÓS
LED LJÓS
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR
588 80 40
www.scanver.is
RAFMÓTORAR
Auglýst eftir umsækjendum
um stuðning til söfnunar ullar
Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum um stuðning til
söfnunar ullar samkvæmt reglugerð nr. 1183/2017 um stuðning
við sauðfjárrækt (III. kafli).
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Matvælastofnunar á sérstökum
eyðublöðum sem stofnunin lætur í té eigi síðar en tveimur vikum
eftir birtingu auglýsingar.
Stuðningur til söfnunar ullar er háður því að umsækjandi
uppfylli eftirfarandi skilyrði:
1. Aðili skal vera reiðubúinn að taka við allri vinnsluhæfri ull af
öllum framleiðendum sem þess óska.
2. Aðili þarf að sækja ull heim til bænda eða taka á móti ullinni
á móttökustöð sem ekki er lengra frá hverjum einstökum
seljanda ullar en 100 km.
3. Að minnsta kosti 30% allrar ullar sem aðili móttekur skal
þvegin hér á landi og jafnframt unnið úr þessari sömu ull
band, lopi eða samsvarandi vara hérlendis.
Umsóknarfrestur er til 25. september næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir búnaðarstofa Matvælastofnunar.
Netfang: mast@mast.is.
Mótorar og varahlutir á lager
Hröð og góð þjónusta
Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON
á ÍSLANDI
MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS
Internorden er norrænn samráðsvettvangur um sauð- og geitfjárrækt:
Áhersla á sauðfé af stuttrófukyni
Miðvikudaginn 22. ágúst var
haldinn Internorden-fundur
á Hótel Sögu, en það er sam-
ráðsvettvangur Íslands, Græn -
lands, Færeyja, Noregs, Sví þjóðar
og Finnlands um sauð- og geit-
fjárrækt.
Að sögn Eyjólfs Ingva Bjarna-
sonar, sauðfjár ræktar ráðunautar hjá
Ráðgjafar miðstöð landbúnaðarins,
sem hafði umsjón með fundinum,
skiptast þjóðirnar á að halda þessa
fundi sem eru haldnir annað hvert
ár. Síðast var fundað í Internorden
á Íslandi árið 2002.
„Á þessum fundum er fjallað um
flest það sem snýr að sauðfjárrækt.
Í ár settum við sérstaklega áherslu á
sauðfé af stuttrófukyni og umfjöllun
um þau í hverju landi fyrir sig,“ segir
Eyjólfur.
Alls staðar lágt verð fyrir
sauðfjárafurðir
Að sögn Eyjólfs bar afkoma
sauðfjárræktarinnar aðeins á góma
– en löndin eigi það sameiginlegt
að alls staðar er lágt verð fyrir
sauðfjárafurðir. „Staðan er kannski
hvað verst hér á landi en einnig slæm
í Noregi. Hin löndin eru mörg hver að
flytja inn kjöt til að dekka þá neyslu
sem er á kindakjöti í viðkomandi
landi, en þó ber að hafa í huga að
neysla sauðfjárafurða í þessum
löndum er mjög lítil samanborið
við aðrar kjöttegundir.
Fundarformið er blanda af
fyrirlestrum og umræðu meðal
þátttakenda en síðan er alltaf farið
í vettvangsferð þar sem bú eru
heimsótt í hverju landi fyrir sig,“
segir Eyjólfur. Hann segir ekki
hafa tíðkast að gefa út samantekt
á niðurstöðum fundanna, meira sé
lagt upp úr mannlegum samskiptum
á þessum fundum. /smh
Frá fundinum á Hótel Sögu.
Eyjólfur Ingvi Bjarnason hafði umjón með fundinum. Myndir / smh