Bændablaðið - 06.09.2018, Side 23

Bændablaðið - 06.09.2018, Side 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2018 23 AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Það kom fólki á óvart hversu mikið rusl reyndist vera á svæðinu. Mikið var um plast en einnig fúaspýtur, eldhúsáhöld, rúmdýna og meira að segja eitt stykki baðkar sem hafði verið skilið eftir á víðavangi. Myndir / Norðurorka Starfsfólk Norðurorku stofnaði „grænan her“: Ógrynni af rusli tínt upp við höfuðstöðvarnar Starfsfólk Norðurorku tók sig til eftir vinnu einn góðan veðurdag í sumar og breytti sér, mökum og börnum í „grænan her“ sem heldur betur tók til hendinni og safnaði saman rusli í nágrenni vinnustaðarins. Á vorin bíða ýmis verkefni en eitt af þeim er að fegra umhverfið með því að tína upp rusl sem finna má á víð og dreif eftir veturinn. Því miður er það svo að rusl fýkur út um víðan völl og að því komst ruslatínslufólk Norðurorku fljótlega. Það kom fólki á óvart hversu mikið rusl reyndist vera á svæðinu, ekki síst plast en einnig fúaspýtur, eldhúsáhöld, rúmdýna og meira að segja eitt stykki baðker sem hafði verið skilið eftir á víðavangi! Á tveimur tímum var ógrynni af rusli safnað saman. Umhverfismál hafa fengið aukið vægi Umhverfismál hafa á undanförnum árum fengið aukið vægi hjá Norðurorku og rímar þetta rusla- söfnunarátak vel við umhverfis- stefnu Norðurorku. Fyrirtækið leggur áherslu á virðingu við náttúruna og jákvætt kolefnisfótspor en í því felst m.a. að draga úr losun gróðurhúsa lofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif. Í þessu sambandi má geta þess að um þriðjungur þjónustubíla Norðurorku gengur fyrir vistvænum orkugjöfum, ellefu metangasbílar og einn rafmagnsbíll. Slíkur rusla hreinsunar- dagur Norðurorku hefur ekki verið árviss viðburður en í ljósi þess hversu mikið rusl safnaðist á aðeins tveimur tímum í gær var hið vaska ruslatínslufólk sammála um að þetta þyrfti að hafa sem fastan lið á hverju vori. Að loknu góðu dagsverki var sjálfboðaliðunum að sjálfsögðu boðið upp á pitsu. /MÞÞ Að loknu góðu dagsverki var sjálfboðaliðunum að sjálfsögðu boðið upp á pitsu. Makar og börn starfsfólks Norðurorku mynduðu „grænan her“ sem heldur betur tók til hendinni og safnaði saman rusli í nágrenni vinnustaðarins. Var þeim að sjálfsögðu umbunað með ýmsu góðgæti að verki loknu. Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Vogue fyrir heimil ið bíður uppá alhl iðalausn fyr i r hótelherbergið eða gist iheimi l ið. Fundurinn hefst föstudaginn 5. október, kl. 14:00 með venjulegum aðalfundarstörfum. Að venju verður málþing og áhugaverð erindi flutt um málefni skógræktarinnar. Árshátíð skógarbænda verður haldin laugardagskvöldið 6. október. Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst á fundinn og í gistingu hjá Hlyni Gauta Sigurðssyni, framkvæmdastjóra LSE, í síma 775 1070 eða á netfangið hlynur@skogarbondi.is. Nánari upplýsingar er að finna á skogarbondi.is. AÐALFUNDUR LANDSSAMTAKA SKÓGAREIGENDA Haldinn á Hótel Stracta, Hellu, dagana 5. og 6. október 2018

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.