Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Vaxandi umræður eru um þá ógn sem hafinu og lífríki þess stafar af mengun af mannavöldum og þá ekki síst af plastmengun. Er svo komið að plast í ýmsu formi finnst nú um öll heimsins höf og finnst það einnig sem örplast sem svifdýr, skeldýr og aðrar lífverur innbyrða. Fram til þessa hafa menn ekki viljað gera mikið úr plastmengun í hafinu og greinilegt að langlíf er sú hugmynd að lengi taki sjórinn við. Það er helst að sýnilegt plast sem rekið hefur á fjörur hafi verið að pirra fólk, eins og í friðlandi Hornstranda og víðar. Nú virðast menn þó vera að vakna við þann vonda draum að mengunin sé mögulega komin á mun alvarlegra stig en menn héldu. Örplast er nú farið að finnast í drykkjarvatni manna víða um heim, ekki síst þar sem vatn er hreinsað í vatnshreinsistöðvum. Þá er örplast farið að menga grunnvatn eins og komið hefur í ljós í Bandaríkjunum. Nú eru vísindamenn farnir að óttast áhrif örplasts á heilsu manna, m.a. við neyslu á plastmengaðri fæðu og vatni. Jafnvel hafísinn á norðurslóðum er ekki lengur laus við plastmengun. Kannski er þetta ekki skrítið. Þetta undraefni sem plastið annars er hefur leitt til mikillar þróunar og framfara í margs konar iðnaði, því er framleiðslan á því orðin gríðarleg. Það skýtur því mjög skökku við í þessari umræðu að fólk sem kallar sig umhverfissinna skuli nú ganga í fararbroddi fyrir því að nota fatnað úr gerviefnum, fremur en að nýta skinn og önnur náttúruleg efni. Um leið afneitar það reynslu og þekkingu sem nýst hefur án mikils skaða fyrir náttúruna allt frá því mannskepnan fór að hafa vit á að klæða af sér kuldann. Firring þessara flíspeysudúðuðu íbúa borgarsamfélagsins, sem afneita náttúrulegum gildum og reynsluheimi fortíðar í nafni náttúruverndar, er því greinilega komin á ansi súrt raunveruleikastig. Um 7 milljarðar tonna af plasti í ruslið Á árinu 1950 var heimsbyggðin að nota um 1,5 milljónir tonna af plasti í ýmsu formi. Árið 2016 var verið að nota yfir 300 milljón tonn af plasti í heiminum. Samkvæmt skýrslu sem birt var í Science Asvance í júlí 2017 var búið að nota 9 milljarða tonna af plasti frá árinu 1950 til 2015. Sú framleiðsla er því væntanlega komin vel yfir 10 milljarða tonna í dag. Sumt af þessu plasti er vissulega endurnýtt en á árinu 2015 var það þó ekki talið vera nema um 9% af heildarumfanginu. Síðan er um 12% eytt með bruna eða með öðrum hætti. Eftir stendur um 79% af öllu plasti sem framleitt hefur verið, eða um 7 milljarðar tonna. Því plasti hefur verið hent með öðru sorpi frá 1950 og hefur endað í landfyllingum eða annars staðar úti í umhverfinu. Oftar en ekki endar stór hluti af því plasti svo hafinu. Allt að 13 milljónir tonna af plasti í hafið á hverju ári Rannsóknarteymið sem vann skýrsluna áætlaði árið 2015 að á milli 5 og 13 milljónir tonna af plasti endi í hafinu á hverju ári. Nú væri plast að finna í öllum heimshöfum. Skýrslan var unnin af rannsóknarteymi skipuðum fulltrúum úr Kaliforníuháskóla, Háskólanum í Santa Barbara og Georgíuháskóla í Bandaríkjunum. Einnig rannsakendum frá Sea Education Association. Við úttekt á þessum tölum nýttu skýrsluhöfundar sér gögn um framleiðslu á hreinu polymer grunnefni (resin) sem úr er framleitt margvísleg afbrigði af plasti. Byggt var á framleiðslutölum frá 1950 til 2015 sem gefnar voru út af Plastics Europe Market Research Group og gögnum um framleiðslutölur á plasttrefjum frá 1970 til 2015 sem birtar voru af The Fiber Year and Tecnon OrbiChem. Tölur um plast sem hent er eru frá Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna, Plastics Europe, Alþjóðabankanum og árbók um hagtölur í Kína. Örplastið var ekki talið ýkja hættulegt fyrir örfáum árum Það er ekki ýkja langt síðan menn fóru að hafa verulegar áhyggjur af þessu. Sem dæmi þá var opinberuð rannsókn á vegum Alfred-Wegener stofnunarinnar í Þýskalandi og Helmholtz Centre for Polar and Marine Research (AWI) í desember 2014. Þar kom fram að þótt örplast fyndist í lífverum hafsins þá væri það líklega ekki að hafa áhrif á meltingu og innri líffæri dýra. Þar greindi dr. Lars Gutow frá því að vísindamenn hafi einnig sýnt fram á að svifdýr (isopods) yrðu ekki fyrir langtíma skaða þótt þau væru fóðruð í sex til sjö vikur með fæðu sem innihélt örplast úr polyethelyne og polyacryl. Engar breytingar hafi verið sjáanlegar á viðkomu og vöxt svifdýranna í samanburði við þau sem fengu fæðu sem ekki innihélt neitt örplast. Gæti þó verið slæmt fyrir dýrin ofar í fæðukeðjunni Í umfjöllun um rannsóknina er þó bent á að í fyrri rannsóknum sem framkvæmdar voru af dr. Angela Köhler, að skeldýr sýndu greinileg viðbrögð ef þau innbyrtu örplast í miklum mæli. Dr. Lars Gutow taldi því að örplast hefði mismunandi áhrif á mismunandi stærðir sjávardýra. Hafrannsóknastofnun ekki með skipulagðar rannsóknir á örplasti Hjá Hafrannsóknastofnun fengust þær upplýsingar að þar er ekki byrjað að gera beinar rannsóknir á því hvort örplast sé farið að hafa áhrif á lífríki hafsins. Vísindamenn stofnunarinnar hafa þó skráð og mælt plast og önnur efni sem fundist hafa í maga fiska og annarra sjávardýra í rannsóknarleiðöngrum við landið. Stofnunin hefur hins vegar ekki yfir að ráða tækjabúnaði til að rannsaka örplast í lífverum hafsins. Þar á bæ eru menn þó að reyna að átta sig á því með hvað hætti slíkar rannsóknir verði best gerðar þannig að þær séu samanburðarhæfar við rannsóknir sem aðrar þjóðir í kringum okkur kunna að gera. Nú er búið að sameina ferskvatnssviðið eða gömlu Veiðimálastofnun við starfsemi Hafrannsóknastofnunar svo plastmengun sem mögulega fer í ár og vötn er komin undir sama rannsóknarhatt. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Samkvæmt skýrslu sem birt var í Science Asvance í júlí 2017 var búið að nota 9 milljarða tonn af plasti frá árinu Ekkert hafsvæði er óhult fyrir plasti. Sterkir hafstraumar sjá til þess. Plast finnst nú í í öllum heimshöfum og þá hverfa tískurisarnir frá notkun náttúrulegra efna á borð við minkaskinn: Hanna tískufatnað úr plastefnum „til að vernda náttúruna“ – Helstu viðskiptavinir sagðir „mjög umhverfisvænir og meðvitaðir um náttúruna“ Hér er því sem kallað er „Vegan tískubylting” stillt upp gegn framleiðslu á ullar- og leðurfatnaði. Nokkur tískuhús og að nota náttúrulegt loðskinn í sínar vörur. Þess í stað hyggjast þau nota það sem á fínu máli er kallað „Faux fur“, Segjast þau gera þetta vegna þess að stór hluti viðskiptavina þeirra sé mjög umhverfisvænn og meðvitaður um bera svo mjög hag fyrir brjósti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.