Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 „Verkefnið gengur ótrúlega vel, allar tilraunir og allt sem fylgir svona nýjung hefur komið ótrúlega vel út. Ef allt gengur að óskum þá vonast ég til að drykkurinn geti farið á markað eftir nokkra mánuði,“ segir Pétur Pétursson mjólkurfræðingur. Hann er að þróa 18% rjómalíkjör úr íslenskri mjólk með ethanol úr íslenskri ostamysu á markað. Pétur fékk styrk frá verkefninu „Mjólk í mörgum myndum“ á síðasta ári við að vinna að hugmynd sinni. Verkefnið er á vegum Auðhumlu og Matís sem veitir nýsköpunarstyrki til að þróa nýjar vörur úr mjólk. Drykkur Péturs heitir Jökla sem yrði fyrsti íslenski rjóma líkjörinn unninn úr íslenskri mjólk og með ethanol úr íslenskri ostamysu frá Heilsuprótein ehf. „Jökla er alfarið hugmynd mín þar sem hann nýtir sérþekkingu mína á sviði mjólkurframleiðslu og áratuga reynslu af sölu á landbúnaðarvörum til bænda,“ segir Pétur stoltur og ánægður með nýja rjómalíkjörinn. /MHH Áfengur rjómadrykkur úr íslenskri mjólk – Framleiddur með ethanoli úr íslenskri ostamysu Beint frá býli, félag heima- vinnsluaðila, hefur samið við Matís um að sinna efna- og örverumælingum fyrir félagsmenn sína, samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til smærri aðila í heimavinnslu matvæla. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, formaður Beint frá býli, segir að ekki sé verið að herða reglurnar um þessar mælingar. „Þetta snýst um að freista þess að fá þessa þjónustu á betra verði þar sem umfang framleiðslunnar er svo lítil að hún ber ekki endilega mikinn aukakostnað. Það þarf að senda inn talsvert af sýnum úr hverri vöru og oft á tíðum er magn framleiðslunnar mjög lítið.“ Að sögn Þorgríms þarf að fylgjast með nokkrum þáttum framleiðslunnar. Það þarf að taka vatnssýni, gera þrifapróf, mæla magn næringarefna og síðan athuga hvort óeðlilega mikið sé af sýklum eins og E.coli og listeria, eða öðru sem ekki á að vera í vörunum. Þetta er bara partur af gæðastjórnun,“ segir Þorgrímur. /smh Beint frá býli semur við Matís: Hagkvæmari efna- og örverumælingar Akureyri: Metanstrætó reynist vel FRÉTTIR Þeir sem hafa fengið að smakka rjómalíkjörinn hjá Pétri segja hann ótrúlega góðan enda er hann vinsælasti starfs- maðurinn í MS Selfossi þessar vikurnar því prófanir á drykknum fara m.a. þar fram. Drykkurinn er 18% af styrkleika. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rannsókn hafin á Írlandi á meintu kjötsvindli: Ótti við að kjöt af sýktum og sjálfdauðum skepnum hafi verið selt til manneldis Ráðuneyti landbúnaðar, matvæla og sjávarútvegs á Írlandi hefur hafið rannsókn til að komast til botns í ásökunum um að fölsuð hafi verið vottorð á miklu magni af kjöti af sjúkum og sjálfdauðum skepnum sem hafi verið unnið í ónefndri eyðingarstöð (knackery) á Írlandi og sagt selt til manneldis. Breska blaðið Sunday Times greindi frá þessu í fyrri viku. Þar kemur fram að kjöt af dýrum sem ekki var hæft til manneldis var ekki úðað með sérstöku litarefni til að tryggja að það færi ekki til manneldis. Talið er að þess í stað hafi þetta kjöt verið eldað, hakkað og pakkað í mismunandi umbúðir og selt til neyslu. Sérstakt rannsóknarteymi á vegum ráðuneytisins mun hafa verið sett í málið. Í gegnum tíðina hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á því hvort kjöt sem óhæft var til neyslu hafi verið selt á milli manna á svörtum markaði og inn á veitingastaði. Hingað til hefur ekki tekist að staðfesta slíkt. Er nú reynt að rekja feril á öllu kjöti sem borist hefur í eyðingarstöðina. Ónothæft kjöt í gegnum „kjötþvott“ til manneldis Í Sunday Times er vísað í rannsakendur sem telji að í sumum eyðingarstöðvum sem meðhöndla sjálfdauða og sýkta gripi og annað kjöt af dýrum sem ekki má nýta til manneldis, hafi einnig verið unnið kjöt af dýrum sem eyrnamerki hafa verið skorin af og eru talin stolin. Það hafi þannig verið „hreinþvegið“ í stöðvunum, líkt og þekkist í peningaþvætti, og sent þaðan inn á kjötmarkaðinn. Einnig er rannsakað hvort slíkt kjöt hafi verið selt í beinni sölu hús úr húsi. Á vefsíðu Farm Ireland, var greint frá málinu 26. febrúar og þar var bent á að írskar eyðingarstöðvar eru ekki undir beinu eftirliti opinberra dýralækna ólíkt því sem gerist með kjötvinnslustöðvar. Matvælaöryggisyfirvöld á Írlandi (Food Safety Authority of Ireland - FSAI) hafi í fyrra greint frá áhyggjum sínum yfir gæðamálum sumra írskra eyðingarstöðva. Hafi FSAI bent á að ekkert regluverk væri til að koma í veg fyrir að dýr sem drepist höfðu af völdum sjúkdóma rötuðu til manneldis eða í fóður dýra. Einnig kom í ljós að dýr höfðu verið skotin á færi af óreyndu starfsfólki og miklir annmarkar væru á að það stæðist kröfur um meðferð dýra til matvælaframleiðslu. Í einu vinnslufyrirtæki fannst verulegt magn af dýraafurðum pökkuðum í plastpoka og geymdar í frystigámum. Voru þær án nokkurra merkinga um hvaðan kjötið var upprunnið. Engin úttekt af hálfu ESB í fjölda ára Landbúnaðarráðuneyti Írlands gefur út vinnsluleyfi fyrir eyðingarstöðvar. Það hefur staðfest að engin úttekt eða endurskoðun hafi farið fram á írskum eyðingarstöðvum af hálfu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eða nokkurra annarra ESB-stofnana í fjölda ára. /HKr. eyðingar stöðvum. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bak við búðarborðið á Erpsstöðum. Metanbílar í eigu Akureyrarbæjar og Norðurorku. Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, segir á heimasíðu Akureyrarbæjar að stigið hafi verið stórt skref í þá átt að gera allan strætóflotann umhverfisvænan. „Í umhverfis- og samgöngustefnu bæjarins segir að stefnt skuli að því að allir strætisvagnar bæjarins noti umhverfisvæna orkugjafa fyrir árið 2020 og það er alls ekki óraunhæft að svo verði. Hins vegar er ómögulegt að segja hvort fjórði vagninn verði metanvagn eða eitthvað annað því þróunin er svo ör í þessum málum,“ segir Ingibjörg. /MÞÞ Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra: Sjötíu milljónir í styrki Styrkir voru veittir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu Húnaveri í Húnavatnshreppi. Alls bárust 107 umsóknir þar sem óskað var eftir 200 milljónum króna í styrki. Sjötíu styrkir voru veittir til 54 aðila að upphæð tæpar 55,6 milljónir króna. Við sama tækifæri voru einnig veittir styrkir úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. Níu umsóknir bárust þar sem óskað var eftir 73 milljónum króna í styrki. Styrkir voru veittir til þriggja aðila, samtals að upphæð 14,6 milljónir króna. Umsóknir um styrki voru fjölbreyttar og mörg áhugaverð verkefni. Styrkupphæðir eru frá 150 þúsund krónum til 6,8 millj. kr. Alls var úthlutað 32 milljónum króna í menningarhluta Uppbyggingarsjóðs og 38 milljónum króna til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna. Fjármagn beggja sjóðanna er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2015 til 2019. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.