Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 landsins er frábært rekstrarfólk, frumkvöðlar og hugsjónafólk. Þessu fólki þarf að gefa rými til athafna og gæta þess að innviðir og stuðningskerfi nýsköpunar sé samhæft raunverulegum aðstæðum. Til að nýsköpun nái flugi þarf íslenskur landbúnaður svo að vera spekisegull á fjölbreyttari þekkingu, s.s. skapandi greinar, matvælafræði, líftækni, upplýsingatækni og verkfræði og taka mið af tækifærum og ógnunum. Skynsamleg landnýting, innleiðing tækninýjunga, uppbygging ímyndar á grundvelli alúðar fyrir umhverfinu og framleiðsla afurða sem byggja á aðgangi að hreinu vatni er drifkraftur til vaxtar og þróunar íslensks atvinnulífs og samfélags. Nýsköpun er forsenda jafnvægis í framleiðslu Jafnvægi í framleiðslu þýðir ekki að framleiðsla sé ávallt eins. Þvert á móti. Jafnvægi eftirspurnar og framleiðslu næst einungis fram með vöruþróun sem tekur mið af væntingum og þörfum neytenda. Vöruþróun hefur líka áhrif á umhverfisálag framleiðslu, sem í grundvallaratriðum er margfeldi mannfjölda, neyslu á mann og umhverfisáhrifa á framleidda einingu. Okkur fjölgar og neysla á mann eykst í heiminum (þar eru Íslendingar framarlega í flokki). Á móti þessu þarf að vinna með nýsköpun og bættri nýtingu auðlinda, til að valda minni umhverfisáhrifum á framleidda einingu og draga úr sóun. Frábær dæmi um slíka nýsköpun eru að nýting á þorski sé nærri 80% í dag og að íslensk fiskveiðiskip noti um 40% minni olíu í dag en 1990. Þetta er hægt! Með vísindalegu áhættumati er hægt að stýra eftirliti í átt að mikilvægum eftirlitsstöðum og miðla með skýrum hætti til samfélagsins hver áhætta af neyslu og framleiðslu matvæla er. Út frá áhættumati er mögulegt að taka ákvarðanir um hvað skuli leyfa og hvað skuli banna eða takmarka (t.d. innflutning á hráu/fersku kjöti). Í sumum tilvikum getur takmörkuð áhætta verið ásættanleg, ef t.d. markmiðum um aukna sjálfbærni matvælaframleiðslu er náð. Án áhættumats er slík áhættustjórnun hinsvegar illframkvæmanleg og þar með dregið úr möguleikum til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni. Dæmi um slíkt er að nýting hráefna sem skilgreind hafa verið sem úrgangur (e. waste) er með öllu óheimil til matvælaframleiðslu. Tilraunir íslenskra frumkvöðla og Matís með notkun skordýra til fóðurframleiðslu hafa steytt á skeri m.a. vegna slíkra reglna. Í þessum efnum þurfum við að hugsa út fyrir kassann og horfa til þess hvernig við sameiginlega stefnum að fullnýtingu hráefna með verðmætasköpun um allt land að markmiði, án þess þó að stefna heilsu fólks í óásættanlega hættu. Þekking er forsenda nýsköpunar Til að landbúnaður á Íslandi geti þróast og raunverulega lagt sitt lóð á vogarskálar í átt að aukinni sjálfbærni þarf hann að vera spekisegull. Skapa þarf aðstæður sem kalla öflugt fólk til bústarfa, uppskeru og vinnslu, vöruþróunar, markaðssetningar og nýsköpunar almennt. Í þessu samhengi spila reynsla bænda og menntakerfið, sem í dag er alþjóðlegt, lykilhlutverk. Framleiðsluhugsun 20. aldar er á undanhaldi vegna lýðfræðilegra breytinga og umbyltinga í tækni. Hlutverk framtíðarbóndans verður ekki síst að tileinka sér og beita nýrri þekkingu og tækni, til að bæta aðstæður sínar, meðhöndlun hráefna, meðferð lands og koma til móts við þarfir neytenda. Það er engin ástæða til íhaldssemi í þeim efnum, nærtækara er að rækta samband framtíðarbóndans og annarra samfélagsþegna með aukinni áherslu á uppruna hráefna, handverk og samspil ímyndar matvælalandsins Íslands og ferðamannalandsins Íslands. Samhengi verður að vera í ræktun lýðs og lands. Slæm meðferð á landi og mengun eru ógnun við framleiðslu heilnæmra matvæla, næringaröryggi og orðspor Íslands. Slíkt stuðlar að verri lýðheilsu og þar af leiðandi auknum kostnaði við heilbrigðiskerfið og mun til framtíðar sliga skattborgarana. Þess vegna má ekki spara eyrinn en kasta krónunni þegar kemur að ákvörðunum um nauðsynlega fjárfestingu í nýsköpun matvælaframleiðslu, bændum og Íslendingum öllum til heilla. Guðjón Þorkelsson, ráðgjafi og forstöðumaður menntasamstarfs Matís Hrönn Ólína Jörundsdóttir, sviðsstjóri mæliþjónustu og innviða Matís Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís nýsköpunar. Myndin sýnir nokkrar af þeim tengingum, en unnið er að því að skilgreina frekar nauðsynlegar tengingar. GÓÐUR VINNUFÉLAGI Volkswagen Caddy www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi er Volkswagen Caddy. Hann er áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum - hefðbundinni lengd og lengri gerð (Maxi). Caddy má fá með fjórhjóladrifi sem eykur enn við öryggi og aksturseiginleika bílsins. Fjórhjóladrifinn Caddy hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður og eykur til muna notkunarmöguleika Caddy, hvort heldur er í snjó, hálku eða erfiðu færi. Volkswagen Caddy kostar frá 2.590.000 kr. (2.072.000 kr. án vsk)EIGUM NOK KRA 4x4 TIL AFHEND INGAR STRAX FÆST FJÓRHJÓLADRIFINN Við látum framtíðina rætast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.