Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Twist – snúningssokkar Þessir sokkar eru skemmtilega stílhreinir og frekar einfaldir að prjóna. Ekki skemmir fyrir að í marsmánuði er Drops Delight og Drops Fabel með 30% afslætti svo þá er tilvalið að skella í skemmtilega sokka, vettlinga eða sjöl. Þeir sem ekki eiga heimangengt í verslunina geta verslað garnið í netversluninni okkar á www.garn.is. Stærð: 35/37 - 38/40 - 41/43. Lengd fótar: ca 22 - 24 - 27 cm Garn: Drops Fabel 100 gr í allar stærðir litur nr 602, silfur refur Sokkaprjónar nr 2,5 – eða sú stærð sem þarf til að 24L og 32 umf í sléttu prjóni = 10x10 cm. ÚRTAKA (á við um hæl): Prjónið þar til 2L eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2L slétt saman, prjónamerki, takið 1L óprjónaða, 1L sl, steypið óprjónuðu L yfir. VINSTRI SOKKUR: Fitjið upp 56-60-64 lykkjur. Prjónið 2 umf slétt. Prjónið nú stroff þannig: *Prjónið 1L sl, 3L br*, endurtakið frá *-*. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónað áfram þannig: Setjið 1 prjónamerki í 1. L og 1 prjónamerki í 25.- 29.- 33. L. Haldið áfram með stroff 1 sl, 3 br, JAFNFRAMT í hverri umf er fækkað um 1L eftir fyrsta prjónamerki og aukið út um 1L á undan seinna prjónamerki þannig að stroffið færist til. Fækkið lykkjum með því að taka 1L óprjónaða við prjónamerki, prjónið 1L, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir og aukið út með því að slá uppá prjóninn á undan seinna prjónamerki – uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt eða brugðið í næstu umf og jafnóðum inn í stroff. Lykkjufjöldinn er alltaf sá sami. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 17-18-19 cm. Prjónið nú inn lausan þráð yfir síðustu 31L á prjóninum, (eins og þegar merkt er fyrir þumli), lykkjur fyrir hæl. Haldið nú áfram með stroff yfir 25-29-33 L ofan á rist, en slétt yfir restina á lykkjunum. Haldið áfram með snúninginn eins og áður, en þær lykkjur sem aukið er út eru hér eftir prjónaðar með sléttu prjóni, fjöldi lykkja í stroffi fækkar, fjöldi lykkja með sléttu prjóni eykst. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 11-13-16 cm frá lausa þræðinum (= ca 5 cm til loka, allar lykkjur eru nú prjónaðar með sléttu prjóni). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 28-30-32 L ofan á rist og 28-30-32 L undir il. Prjónið nú slétt prjón yfir allar lykkjurnar, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað við tá hvoru megin við bæði prjónamerkin. Fellið af á undan prjónamerki 1L sl, 2 sl sm, og á eftir prjónamerki prjónið 1L sl, 2L snúið slétt saman. Fellið af á hvorri hlið í annarri hverri umf alls 7 sinnum og síðan í hverri umf 3 sinnum = 16-20- 24 lykkjuur eftir á prjónunum. Í næstu umf eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2. Klippið frá og dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. HÆLL: Dragið út lausa þráðinn og skiptið lykkjunum hvoru megin við þráðinn á sokkaprjóna nr 2,5 = 62L. Byrjið frá hlið og prjónið þannig: Prjónið yfir 31L undir hæl, prjónið upp 2 nýjar lykkjur frá hlið, prjónið yfir 31L aftan við hæl og prjónið upp 2 nýjar lykkjur frá hlið = 66L. Setjið 1 prjónamerki á milli 2 nýrra lykkja á hvorri hlið. Prjónið sléttprjón, JAFNFRAMT er fækkað á hvorri hlið í annarri hverri umf alls 10 sinnum – LESIÐ ÚRTAKA! = 26L eftir á prjóninum. Prjónið 1 umf yfir allar lykkjurnar. Fellið af. Saumið saman hæl með lykkjuspori, við affellingarkantinn. HÆGRI SOKKUR: Fitjið upp og prjónið eins og vinstri sokkur, nema þegar stroffið færist til er það gert þannig: Setjið 1 prjónamerki í 1. L og 1. prjónamerki í 29.- 33.- 37. L. Haldið áfram með stroff 1 sl, 3 br, JAFNFRAMT í hverri umf er aukið út um 1L á eftir fyrsta prjónamerki og fækkað um 1L á undan öðru prjónamerki þannig að stroffið færist til. Aukið út með því að slá uppá prjóninn á eftir fyrsta prjónamerki, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt eða brugðið í næstu umf og jafnóðum inn í stroff. Fellt er af á undan öðru prjónamerki þannig: Prjónið lykkju með prjónamerki og lykkju á undan slétt saman. Haldið áfram eins og á vinstri sokk. Prjónakveða Mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 6 7 1 2 9 5 1 7 5 3 4 3 4 7 6 5 1 6 8 9 4 8 3 5 2 9 2 5 1 3 8 9 2 3 6 4 Þyngst 8 3 5 1 7 4 2 4 8 6 3 9 4 1 2 8 7 4 4 7 1 9 4 5 6 8 2 9 3 6 1 4 1 8 5 5 7 6 4 2 1 3 9 4 8 6 8 1 4 2 3 9 7 8 4 8 2 5 3 2 5 9 1 1 4 6 3 8 7 9 9 5 7 3 6 4 1 Jákvæður söngfugl Isabella Ásrún er jákvæður söngfugl sem er hjálpsöm við að baka kökur. Hún er einnig dugleg að passa hvolpana og að aðstoða í fjárhúsunum. Nafn: Isabella Ásrún. Aldur: 6 ára. Stjörnumerki: Krabbi. Búseta: Gilsbakka í Öxarfirði. Skóli: Öxarfjarðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Smíðar. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Köttur og hundur. Uppáhaldsmatur: Pitsa. Uppáhaldshljómsveit: Legó (hljómsveitin hans pabba). Uppáhaldskvikmynd: Mamma mia. Fyrsta minning þín? Þegar við fórum í Astrid Lindgren-garðinn í Svíþjóð. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi á píanó og syng mikið heima. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ballerína. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Vera á hesti án þess að halda mér í. Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt á þessu ári? Fara til Svíþjóðar og hitta litla frænda eða frænku. Næst » Isabella Ásrún skorar á bróður sinn, Carl Mikael, að svara næst. HANNYRÐAHORNIÐ FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.