Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 1
5. tölublað 2018 ▯ Fimmtudagur 8. mars ▯ Blað nr. 510 ▯ 24. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Búnaðarþing 2018:
Samningum við ESB um tollfrjálsa kvóta
fyrir landbúnaðarafurðir verði sagt upp
Á nýafstöðnu Búnaðarþingi
Bændasamtaka Íslands komu fram
miklar áhyggjur af tollasamingum
sem gerðir voru við ESB á árunum
2007 og 2015. Búnaðarþing
2018 krefst þess að ríkisstjórn
Íslands og Alþingi taki stöðu með
innlendri matvælaframleiðslu með
því að styrkja tollvernd íslensks
land búnaðar.
Í tillögu um þessi mál, sem
samþykkt var á þinginu, er þess
jafnframt krafist að magntollar
á búvörur verði uppreiknaðir til
verðlags dagsins í dag. Þá verði
samningum við ESB um tollfrjálsa
kvóta fyrir landbúnaðarafurðir frá
2007 og 2015 sagt upp með vísan til
breyttra forsendna. Enn fremur verði
leitað allra leiða til að nýta heimildir
til að leggja tolla á innfluttar
búvörur sem einnig eru framleiddar
hér á landi. Þá verði innflutt kjöt
umreiknað í ígildi kjöts með beini
þegar um beinlausar og unnar afurðir
er að ræða, við útreikninga á nýtingu
gildandi tollkvóta. Í greinargerð með
tillögunni segir:
„Á síðustu árum hefur orðið
gríðarleg aukning í innflutningi á
landbúnaðarvörum. Á sama tíma eru
bændur innanlands að takast á við
metnaðarfullar aðbúnaðarreglugerðir
til að bæta aðbúnað sem er vel. Til að
fara í þær fjárfestingar er mikilvægt
að breytingar í ytra umhverfi
landbúnaðarins séu ekki of miklar.
Því miður á enn eftir að meta
hvaða áhrif tollasamningur við
ESB frá 2015 og nýfallinn EFTA-
dómur mun hafa á innlenda
búvöruframleiðslu. Því er
nauðsynlegt að ræða við stjórnvöld
um tollverndina og hvernig hún
kemur til með að þróast á gildistíma
núverandi búvörusamnings. Í þeim
viðræðum verði horft til þeirrar
staðreyndar að framleiðsluskilyrði
hér á landi eru allt önnur en þeirrar
búvöru sem er verið að flytja
inn, þegar horft er til stærðar
framleiðslunnar og kostnaðar við
aðföng. Sá aðdragandi sem var að
tollasamningum sem gerðir voru
við ESB bæði 2007 og 2015 gefur
fullt tilefni til að ná fram skýrari
stefnu stjórnvalda í tollamálum,“
segir í tillögunni sem samþykkt var
á Búnaðarþingi. /HKr.
Búnaðarþing 2018
31–34
Stjórn Bændasamtaka Íslands sem kjörin var á Búnaðarþingi þriðjudaginn 6. mars. Talið frá vinstri: Gunnar Kr. Eiríksson, bóndi í Túnsbergi, Eiríkur Blöndal, bóndi á Jaðri, Einar Ófeigur Björnsson,
bóndi í Lóni II, Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti, sem kemur ný inn í stjórnina og Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti, sem var endurkjörinn formaður samtakanna. Mynd / HKr.
Búnaðarþing 2018 ályktaði um fjölmörg mál er varða bændur, þróun matvælaframleiðslu, uppgræðslu, skógrækt,
Mynd / HKr.
Búnaðarþing 2018
Hér
á ég
heima
Ungir bændur vilja koma
að stefnumótun fyrir
íslenskan landbúnað
26
Sjálfbærni í minkarækt
er algjört lykilatriði
28–30