Fóstra - 01.10.1931, Blaðsíða 9

Fóstra - 01.10.1931, Blaðsíða 9
Fóstra. 1. hefti. I. ár. 7 bæta með því, að barnið fái að lesa með bekkjarbróð- ur eða systur í nógrenninu. Reynið að koma þeirri venju á, að barnið beiti hug- anum öllum og óskiftum að náminu. Varist mest af öllu að nauða og skipa. En reynið að vekja áhuga með vin- gjarnlegu og skemtilegu umtali um námsefnið og skólastarfið. Því miður er það til, að barn er látið hanga yfir bók- inni tímunum saman, og að það er engu nær eftir en áður. Smábörn ættu ekki að lesa lengur en 5—10 mínútur í einu, nema þau biðji um það, og eldri börn ættu aldrei að þurfa að lesa lengur en hálfan til heil- an klukkutíma í einu. Það nám, sem nemandanum er þröngvað til, er langtum verra en ekkert nám, vegna þess að það skap- ar slæmar námsvenjur. Fátt hjálpar barninu eins mik- ið við nám og það, að eitthvað af hinum fullorðnu, helst foreldrar eða eldri systkini, fylgist með námi þess, viti hvað það er að læra, hverju það afkast- ar og hvernig það hepnast. Lofa það jafnan fyrir góða viðleitni, hversu barnalega sem því tekst, en benda jafnframt á ráð til að gera betur næst. Starfið verður að vera svo erfitt, að nokkur þraut sje að leysa það af hendi, en jafnframt svo Ijett, að barninu geti tekist það. Það eitt að hepnast, magnar starfsgleðina, en hún er skilyrði heilsu, vaxtar og þrifa. Kennið barninu að gera eins vel og það getur. Of mörg börn þjóta hugsunarlítið yfir námsefnið, og halda svo að þau hafi gert þvi góð skil. Að venjast á hundavaðsaðferðir er hinn mesti glötunarvegur. En góðar námsvenjur eru meira virði en öll sú fræði, sem lögð er á minnið. Til dæmis er það ágæt venja, að

x

Fóstra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.