Fóstra - 01.10.1931, Blaðsíða 28

Fóstra - 01.10.1931, Blaðsíða 28
26 Fóstra. 1. hefti. I. ár. sem þeir kenna, hver um sig. Munu þeir fara þess á leit, að foreldrar eða forráðamenn barnanna komi við og við til viðtals við þá i skólanum, og ræði sameiginleg vandamál. Heimili og skóli hafa sameiginlegt verkefni að vinna, uppeldi barnanna. Sameiginleg ábyrgðar- tilfinning hlýtur að tengja þessa tvo aðila til vinsam- legrar samvinnu. Foreldrar! Ef þið eruð óánægð með eitthvað í skól- anum, þá munið, að við, sem hjer störfum erum fús til samvinnu, og talið því fremur um það við okkur en aðra, og þó síst við börnin. Það er ekki víst, að við verð- um altaf sammála að samtalinu loknu, en við getum sjálfsagt oft lært mikið hvorir af öðrum. Athugið þetta vandlega — vegna barnanna ykkar. Sig. Thorlacius. Háttprýði. „Hún var kvenna vænst og hann var drengur góSur“, svo lýsa sögur vorar glæsiraennum fornaldarinnar. Nú heyrast raddir um það, að íslendingar sjeu álappalegir i framkomu og agalitið fólk. Það er ilt til þess að vita, ef þetta er satt og erfitt að sætta sig við svo þungan dóm. En það tjáir eigi um að fárast. Mannlegra er að reka af sjer ámælið. Þjóðin okkar á svo glæsilega gullaldarsögu, að hún getur ekki sætt sig við einkenni ættlerans, hvorki um þetta nje annað. Hún unir því ekki að hafa átt hetjur og göfugmenni, hún þarf þeirra ekki síður nú en þá. En hver eru þá ráðin til bóta og hvar á að byrja? Það á að byrja á barninu og þvi sem allra yngstu. Reynslan hefir sýnt, að það gefst best. Sjerhvert barn er gætt ákveðnum þroskamöguleikum, en það e'r þó svo háð utanað- komandi áhrifum, að það getur orðið hvers manns hugljúfi eða hverju barni hvumleiðara, mikið eftir þvi hverskonar áhrif- um það mætir og hvað því er tamið, þvi að „fjórðungi bregð- ur til fósturs“. Maðurinn er svo mikið barn vanans, að góða gát verður að hafa á því, að það eitt sje gert að vana, sem

x

Fóstra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.