Fóstra - 01.10.1931, Blaðsíða 23
Fóstra. 1. hefti. I. ár.
21
Barnið, kennarinn, hesmilið.
20. öldin hefir oft verið nefnd öld barnanna, fyrst og
fremst vegna þess, að á engu tímabili i sögu mann-
kynsins hefir verið jafnmikið ritað, rætt og fram-
kvæmt til heilla börnum.
Afdrif þjóða og einstaldinga eru að miklu leyti undir
því komin, hvernig rækt er lögð við kynslóð morgun-
dagsins, börnin og æskulýðinn. Þetta er nú orðin stað-
reynd, viðurkend, ekki einungis af einstökum útvöld-
um, heldur af öllum almenningi flestra hinna ment-
uðu þjóða. Þá hafa menn og lært að meta betur en áð-
ur listrænt gildi æskunnar, yndisþokka hennar og
kraft.
Bernskan er undirbúningur undir fullorðnisárin, en
hefir auk þess sinn tilgang í sjálfri sjer. Hún er glæsi-
legasta tímabil mannsæfinnar, og hefir rjett til að fá
að njóta sín vegna sín sjálfrar.
Það þykir ef til vill kaldhæðnislegt að kalla 20. öld-
ina öld barnanna hjer á landi, þar, sem harnafræðslan
er í jafnmikilli niðurlægingu og raun ber vitni um.
Þar, sem skólafyrirkomulagið er enn þann dag í dag
sniðið að miklu leyti eftir dönskum miðaldafyrirmynd-
um. Þar, sem launakjör kennaranna, leiðtoga barn-
anna, eru verri en flestra eða allra annara starfs-
manna þjóðarinnar og þar, sem kröfur um mentun
barnakennara eru aðeins % eða jafnvel ekki nema %
af því sem tíðkast meðal flestra menningarþjóða.
Grundvallarþátturinn í þessu máli er mentun og kjör
kennaranna. Maðurinn er langflóknasta fyrirbrigði,
sem við þekkjum, hvort sem átt er við likama eða sál.
Hann er tiltölulega nýlega orðinn rannsóknarefni