Fóstra - 01.10.1931, Blaðsíða 15

Fóstra - 01.10.1931, Blaðsíða 15
Fóstra. 1. hefti. I.- ár. 13 Stundvísi. íslendingurinn á að kunna stundvísi eins og aðrir menn, sem siðaðir teljast. Hann á að læra hvaða tími er hentugastur til svefns. Hann á að láta alt hafa sinn ákveðna tíma. Og hann kemst ekki hjá því að verða að þekkja á klukkuna. Sá, sem gengur um Reykjavík seint á kveldi, sjer hingað og þangað börn á götum úti. Þau vita ekki hvað tíma liður, og fullorðna fólkið hefir gleymt að gæta á klukkuna. Sum börnin híma, önnur ærslast. Borgargötur eru illar uppeldisstöðvar. En verstar eru þær, þegar kveldskuggarnir taka völdin. Vegfaranda dettur i hug, að betur sje þeim mörgu börnum borgið, sem góðir og stjórnsamir foreldrar og aðstandendur hafa vanið á að ganga snemma til hvildar, en vesalingunum, er úti flækjast. Öll börn þurfa að hátta snemma og hafa nægan svefn. En sjerstaklega verða þau börn að fara tíman- lega í rúmið, sem árla eiga að sækja skóla. Foreldr- um og aðstandendum er skylt að sjá börnum sín- um fyrir nægum svefni. Börn, sem verða að koma i skóla klukkan 8 og 9 á morgnana, þurfa að sofna snemma á kveldin, og þvi fyr, sem yngri eru. Mörg börn eiga svo vitra og góða aðstandendur, að þau fá að sofna nægilega snemma á hverju kveldi. Þau börn vakna útsofin á morgana og koma stundvís- lega í skólana. Önnur hörn eiga ekki við þessa sjálfsögðu reglu og stjórnsemi að búa. Það er ekki vakað yfir þeim sem skyldi. Ber margt til þess, og eiga ýmsir sökina. —

x

Fóstra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.