Fóstra - 01.10.1931, Blaðsíða 20

Fóstra - 01.10.1931, Blaðsíða 20
18 Fóstra. 1. hefti. I. ár. berast þaðan um líkamann, og valda sjúkdómum. Tann- skemdir eru auk þess herfileg líkamslýti meðal sið- aðra nútímamanna. Yafalaust á óhentugt fæði sök á tannátunni — of lítið harðmeti, nýmjólk, jarðepli og ávextir, en of mikið sætindaát. Auk þess kemur til greina ljeleg hreinsun og hirðing á tönnunum. Um allan heim er nú uppi rík hreyfing, til þess að sporna við tannskemdum skólabarna, og lækna þær. 1 Barnaskóla Rvíkur fá börnin ókeypis tannlækning, og ættu foreldrar að stuðla að því, að börn þeirra verði að- njótandi þessarar dýrmætu hjálpar. Öll skólabörn eiga að hirða vel tennur sínar; skola rækilega munninn eftir máltíðir, og helst bursta tenn- ur á kveldin. Þetta er einfalt og sjálfsagt hreinlætismál. Best að hreinsa tennurnar rækilega að kveldinu til. Þær haldast þá hreinar til næsta dags. Borðið harðfisk! Hann styrkir tennurnar, og er holl fæða að öðru leyti. SVEFN. Skólabarnið þarf vitanlega lengri svefntíma, ------- en menn á fullorðinsaldri. Það mun vera stríð, sem seint linnir, að koma börnunum snemma í háttinn, ekki síst hjá svo agalitlu fólki sem íslendingum. En foreldrar verða að fylgja þessu fast fram — barnanna vegna. HREINLÆTI. Óþrifnaður hefir löngum verið talinn ------------ þjóðarlöstur hjer á landi. Hreinlæti hef- ir þó aukist að miklum mun á siðari árum, og er varla nú orðið, rjettmætt að ónotast svo mjög við íslendinga, öðrum fremur, um þetta. En í einu atriði er snyrtimensku skólabarna hjer í bænum mjög áfátt, og reyndar tekur þetta líka til

x

Fóstra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.