Fóstra - 01.10.1931, Blaðsíða 22

Fóstra - 01.10.1931, Blaðsíða 22
20 Fóstra. 1. hefti. I. ár. Heim og aö heiman. Svo er það kallað, að börnin sjeu í skólanum frá því þau fara að heiman þar til þau koma heim. Þetta er ekki allskostar rjett. Þess ber að gæta að nokkur tími af dvöl þeirra að heiman, fer i ferðalag frá og til skól- ans. Börnin eru ekki í skólanum nje undir handleiðslu hans, þann tíma, sem fer í þessi ferðalög. Jeg hefi oft orðið þess var, að óeðlilega langur tími fer í heimför- ina oft og einatt, hjá sumum hverjum, og þar skeður oft margt það, sem veldur hugarangri og jafnvel tár- um. — Þegar heim er komið verður þá sviðinn oft sár- ari ef um meiðsli er að ræða, eða skrámur. Og jafn- vel þó að það sje ekki nema að föt hafi rifnað eða höfuð- fatið týnst. Oft er svo skólanum kent um þetta. Það er þó ekki rjettmæt ásökun á skólana. Eða sje barnið á ábyrgð skólanna á veginum heim, er það einnig á ábyrgð heimilis og aðstandenda þess þar. Foreldrar! Leyfið börnnm yðar ekki að slæpast á leiðinni frá og til skólans. Þeim er hollara í alla staði að hverfa heim úr skólanum þegar í stað, fá sjer hress- ingu og koma öllu á sinn stað, en skreppa síðan út. Heimili og skóli verður að taka höndum saman, um að kenna börnum svo fljótt sem auðið er að gæta var- kárni á götu, hlýða settum umferðareglum og ganga hratt. Gangur á götu í borg verður að vera greiður. Börnunum verður að lærast að ferðalagið heim og að heiman er nauðsynlegt líkamlegt starf, sem verður að framkvæma hiklaust til að ná ákveðnum áföngum og settu markmiði. Arngr. Kristjánsson.

x

Fóstra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.