Fóstra - 01.10.1931, Blaðsíða 8

Fóstra - 01.10.1931, Blaðsíða 8
6 Fóstra. 1. hefti. I. ár. vegna þess, að enginn staður á landinu er jafnilla hús- aður og höfuðborgin í hlutfalli við fólksfjölda, svo að stærsta hús bæjarins rúmar n. 1. %0 af íbúunum. En hvernig væri að skifta borginni i smáhverfi, þar sem hver deild væri undir stjórn góðs foringja. Yæri þá léttara fyrir hvern og einn að skygnast um sína sveit og sjá hvar skórinn kreppir. Gætu svo foringjarnir komið saman og gert heildarályktanir og ráðstafanir. Þessu er slegið hjer fram til umhugsunar. Spái jeg þvi, að þessi fjelagsskapur eigi eftir að myndast og vinna ómetanlegt gagn, en hve fljótt það verður, er undir fólk- inu sjálfu komið. En án sliks fjelags getur ekki skóh og heimili starfað á rjettan hátt. Foreldrar, reynið að kynnast af eigin sjón og raun skólanum. Það er staður, þar sem barn ykkar dvelur allmikinn hluta af dýrmætustu árum æfinnar, i þeim tilgangi að geta orðið sjer og öðrum að sem mestu gagni og gæfu. Gerið ykkur ómak, til þess að kynnast kennara barnsins, og hjúkrunarkonu. Komi þau heim á heimili ykkar, þá munið, að þau koma sem vinir, til þessaðvinnagottverk.Fylgiðmeðáhuga öllu skólastarfi barnsins. Þið eigið heimtingu á að fá að vita um alla aðbúð þess, líkamlega, andlega og siðferðilega, úti og inni. Leyfið engum að tala illa um skólann i viðurvist barnsins. Dragið að leggja dóm á starf skólans, þar til þjer hafið ýtarlega kynt yður málavexti af eigin sjón og raun. Ef eitthvað er að, þá komið þegar með það til kennara, skólastjóra eða eftirlitsmanns. Ætlið barninu stað og tíma til heimanáms, svo að það geti stundað það óhindrað. Jeg veit að húsnæðis- vajidræðin eru hjer Ijón á veginum. Úr þessu má oft

x

Fóstra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.