Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Page 5

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Page 5
an, til að stuðla nægilega vel að hagsmunamálum sínum. Flestir þeir slökkviliðsmenn sem skipaðir eru í slökkvilið víðsvegar um landið, hafa slökkvi- starf ekki að aðalatvinnu og hafa þess vegna ekki haft tíma né aðstöðu til að fylgjast með fram- kvæmd mála um kaup og kjör á hverjum tíma. Slökkviliðsmenn eru flestir afar illa launaðir og þau dæmi finnast að þeir séu ólaunaðir. Jafn- framt eru þeir afar illa tryggðir, ef miðað er við aðra launþega. Fæstir gera sér grein fyrir þeim hættum er slökkvistarfi fylgja, og margir telja starfið litið og löðurmannlegt. Fólk vill gleyma t>ví, að mesti eyðingarmáttur j arðkringlunnar er eldur. íslendingar hafa verið heppnir hve lítið manntjón hefur verið í eldsvoðum, en aðra sögu er að segja um brunatjón á eignum. Ef við lítum aðeins aftur til ársins 1968, þá eru íslendingar með eitthvert hæsta eignatj ónshlutfall vegna elds i heiminum, er skýrslur sýna, ef miðað er við fólks- fjölda, en þessar tölur hafa lækkað mikið síðustu 2—3 árin, og það tel ég mest að þakka starfi Brunamálastofnunar ríkisins. En betur má ef duga skal. Það dugir ekki lengur sem áður var, að fá fólk til að drífa að, ef elnsvoða bar að höndum, til að handlanga skjóður i eldinn. í dag eru slökkvitæki orðin það fullkomin og margþætt, að einungis er hægt að notast við vel þjálfaða slökkviliðsmenn til slökkvistarfa ef árangur á að nást. Tel ég höfuðnauðsyn að komið verði upp skóla fyrir slökkviliðsmenn og, að ekki verði ráðnir aðrir til starfa en þeir, sem lokið hafa prófi, við viðkomandi skóla (eins og tíðkast víða erlendis). Tilgangur og markmið Landssambandsins er: ai Að sameina í eitt samband alla slökkviliðs- menn, með það sem höfuðmarkmið, að vinna að hagsmunamálum þeirra. b) Að gangast fyrir stofnun aðildarfélaga á öllu landinu. Þau félög, sem fyrir eru, halda sér óbreytt. c) Veita félögum alla þá aðstoð, sem Sambandið getur í té látið, og halda uppi sem nánustum tengslum við þau, og gefa út fréttablað minnst einu sinni á ári. d) Sambandið mun koma fram af hálfu aðildar- félaganna, í samskiptum við önnur heildar- samtök og opinber yfirvöld. Að vinna að auk- inni starfsmenntun slökkviliðsmanna, svo og annarri starfsþjálfun, meðal annars með því að gangast fyrir hvers konar fræðslustarfsemi, í samráði við opinbera aðila, svo sem Bruna- málastofnun rikisins, Almannavarnir, Flug- málastjórn, Bæjar- og sveitarfélög o. fl. e) Að beita sér fyrir aukinni fræðslu almennings í eldvörnum, með því meðal annars, að gefa út eða stuðla að útgáfu blaða, bóka og ritlinga, og láta flytja í fréttamiðlum skýrslur, fréttir, ritgerðir og greinar, er samtökin varða. Eins og fram hefur komið frá opinberum aðil- um, er slökkviliðsmönnum lagt á herðar að gæta öryggis allra landsmanna, ef neyðarástand brýst út í einhverri mynd. Þar af leiðandi teljum við það skyldu hvers bæjar- og sveitarfélags, að sýna í verki, að störf slökkviliðsmanna séu virt, með því að þeim sé greitt kaup í samræmi við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Eins og að framan getur, er tilgangur Lands- sambandsins margþættur og því eðlilegt, að al- menningur í landinu stuðli að uppbyggingu Sam- bandsins eftir bestu getu. Eitt höfuðmarkmið sambandsins er, að fá lagfært það misræmi, er átt hefur sér stað hjá slökkviliðsmönnum, því staðreyndin er, að „þvi betur uppbyggt slökkvilið, því meira öryggi landsmanna“. Guðmundur Haraldsson. Tryggingar Tryggingar slökkviliðsmanna hafa verið mjög óljósar undanfarin ár. Gefnar hafa verið upp ýmsar tölur, sem svo ekki hafa staðist. Stjórn L.S.S. sendi Tryggingastofnun ríkiSins fyrirspurn og óskaði eftir upplýsingum um trygg- ingamál slökkviliðsmanna. Okkur barst eftirfar- andi svar: Tryggingar slökkviliðsmanna koma undir lið e) 29. gr. laga um almannatryggingar. Þessi liður hljóðar þannig, miðað við 1. febr. 1972: Ekkja hins látna hlýtur mánaðarlega upphæð í 8 ár frá dauða maka. Sú upphæð er nú kr. 12.245,00 á mánuði. Þessar bætur greiðast með öllum öðrum tegundum bóta og falla ekki niður, þó ekkja giftist að nýju. Með hverju barni hins látna, undir 17 ára aldri, greiðist barnalífeyrir, sem nú er kr. 5.001,00 á mánuði. Foreldri hins látna fær lágmark 153.044,00 í dánarbætur og allt að kr. 459.132,00, eftir því, að hve miklu leyti hinn látni veitti þeim stuðning. Sama gildir um barn hins látna yfir 16 ára aldri, sem er öryrki og þáði aðstoð föður. Miðað við 100% örorku fær hinn slasaði greidd- an fullan örorkulífeyri, sem nú er kr. 9.772,00 á mán. Einnig fær hann barnalífeyri með börnum sínum undir 17 ára aldri, eins og að ofan greinir. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 3

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.