Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Síða 13

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Síða 13
grasplötum (Novapan), spónaklæðningu o. s. frv. Einnig er ekki óalgengt að sjá ýmiskonar áhættu- sama starfsemi svo sem ýmsan iðnað, verkstæði og vörugeymslur, rekna í stórhýsum án nokkurra eldvarnarkerfa (t. d. vatnsúðunarkerfa), eldvarn- araðvörunarkerfa eða eldtraustra skilrúmsveggja ásamt þar til gerðum öryggisútbúnaði. í ofan- greindum tilfellum finnst mér að þeir aðilar sem hönnuðu og sáu um efnisval og framkvæmdina hafi brugðist sínu hlutverki í þvi að hugsa um hagsmuni kaupandans til framtíðar hvað snertir eldvarnir, en oftast má fá lítt reykmyndandi og htt brennanleg efni til þessara hluta framkvæmd- anna fyrir lítið ef nokkuð meira verð en það efni sem fyrir valinu varð. Hvað snertir eldvarna- og eldaðvörunarkerfi, sem hafa mikið öryggisgildi og eru í sumum tilfellum að mínu mati ómissandi vegna áhættunnar sem oft fylgir starfseminni á staðnum og hægt er að fá þau fyrir tiltölulega hagkvæmt verð sé gert ráð fyrir slíkum kerfum við hönnun byggingarinnar og uppsetningu þeirra fari fram jafnt öðrum framkvæmdum. Nauðsynlegt er i hvert sinn sem um eldsvoða er að ræða að reyna til hlítar að komast að hvað íkveikjunni olli, til að fyrirbyggja að slíkt endur- taki sig. Rannsókn eldsupptaka hverju sinni er bæði tímafrek og mikil nákvæmnisvinna sem krefst mikillar kunnáttu þeirra sem hana annast, ef vel á að vera, svo að hægt sé að byggja á nið- urstöðum þeirra. Ég bendi á þetta vegna þess að niðurstöður um upptök og orsakir eins bruna geta oft leitt til mjög kostnaðarsamra breytinga á öðr- um stöðum til að fyrirbyggja svipuð óhöpp og er Þá nauðsynlegt að gengið sé út frá rökstuddum forsendum, en ekki ágiskunum, en því miður er skýringin æði oft sú að kviknað hafi í út frá rafmagni, en ekki greint nánar frá því hvað raunverulega orsakaði eldsupptökin sem er þó nauðsynlegt öðrum til aðvörunar. Nú til dags finnst vísir að slökkviliði í nær öll- um bæjar- og sveitarfélögum landsins, og hefur þeim fjölgað ört á undanförnum árum og er sú þróun mjög í rétta átt. Hverju bæjar- og sveitar- félagi er jafnnauðsynlegt að halda nppi eldvörn- um eða kaupa sér aðgang að þeim frá öðrum, og að hafa rafveitu og vatnsveitu, en það er lítið gagn að því að hafa þessar stofnanir aðeins að nafninu til. Þær þurfa að þjóna sínum tilgangi. Tilgangur nútíma slökkviliðs er ekki aðallega að slökkva eld eins og þó flestir virðast álíta, heldur ætti verk- svið þeirra að vera fyrst og fremst að vinna að eldvörnum í þeim tilgangi að fyrirbyggja eldsupp- tök og þar með eldsvoða. Þvi er það nauðsynlegt að þeir menn sem gefa sig til starfa í slökkviliði geri sér það ljóst að það er ekki nóg að gerast slökkviliðsmaður aðeins að nafninu til, heldur þarf hugur að fylgja þar máli hvað snertir vilja til verksins að gerast virkur slökkviliðsmaður. Þessi árangur næst eingöngu með mikilli vinnu, vilja til sjálfsmenntunar og fórnfýsi fyrir samborgar- ana. Nútíma slökkviliðsmaður, sem vill rísa undir nafni, situr ekki að tafli né spilum daglangt og bíður þess að á hann verði kallað eingöngu til þess að slökkva eld, en álítur að allt annað sé utan hans verkahrings. Slíkir menn tilheyra fortíðinni eða hinum svokölluðu „Brunaliðum“. Nútíma slökkviliðsmaður hefur hins vegar menntað sig í starfi sínu með öllum tiltækum ráðum, vinnur heilshugar að eldvörnum og fyrirbyggjandi að- gerðum, með uppfræðslu meðal samborgara sinna um eld og eldvarnir, svo sem með sýnikennslu og fyrirlestrum á fundum hjá hinum ýmsu félögum, skólum og á stærri vinnustöðum með raunhæfu eldvarnareftirliti ásamt ráðleggingum um fyrir- byggjandi aðgerðir. Hann notar hvert tækifæri til að upplýsa almenning og sannfæra hann um nauðsyn og í hverju starf stofnunar þeirrar er hann þjónar er fólgið, gerir sér grein fyrir því að án skilnings almennings á þessum efnum er ekki mikils af honum að vænta. Það er mjög veigamikill þáttur hvers slökkviliðs að halda uppi samskiptum við borgarana, stofn- uninni til framdráttar og aukins skilnings borgar- anna á nauðsyn hennar. Þessu markmiði má ná með ýmsu móti. Víðast hvar erlendis er haldin árleg eldvarnarvika, þar sem sérstök áhersla er lögð á almenna uppfræðslu um brunavarnir, sýni- kennslu í skólum og á vinnustöðum, fræðsluþátt- um í fjölmiðlum og með kynningarstarfsemí á slökkvistöðvum með opnu húsi fyrir almenning og sýningum á tækjabúnaði og notkun hans. Mér hefur dottið í hug að hægt væri að koma slíkri starfsemi á hérlendis með því að slökkvilið kæmu sér saman um einn dag á ári hverju, þar sem þau myndu kynna almenningi starfsemi sína hvert í sínu umdæmi. Einnig ætti að nota daginn sérstak- lega til að reka áróður fyrir brunavarnir á sem víðtækastan hátt, t. d. með heimsóknum slökkvi- liðsmanna í skóla, fyrirlestrum slökkviliðsmanna á vinnustöðum og með fræðsluþáttum í fjölmiðl- um. Til að örva áhuga slökkviliðsmanna á slíkri starfsemi sem hér að ofan greinir, þyrfti að stofna til samkeppni þeirra á meðal í einhverri mynd og veita þeim viðurkenningu sem að dómi sérfróðra manna hafa lagt mest að mörkum. Ef slökkviliðs- menn almennt, hvort sem þeir eru sj álfboðaliðar eða fastlaunaðir starfsmenn bæjar- eða sveitar- félaga, sýndu í verki áhuga sinn í því að sinna einhverjum af ofangreindum verkefnum, þá yrði þess ekki langt að bíða að hugarfarsbreyting yrði hjá almenningi og ráðamönnum hvað snertir slökkviliðin, sem yrði án efa þeim til framdráttar. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN H

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.