Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Page 21

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Page 21
Hvað eru ALMANNAVARNIR ? Ef við lítum nánar á uppbyggingu almanna- varnanefndanna, kemur í ljós, að við val nefnd- armanna er einmitt gert ráð fyrir slíkri heildar- samhæfingu, þar sem í þær eru valdir þeir aðilar, sem eru yfirmenn hins opinbera afls sveitarfé- laganna. Meginhlutverk Almannavarna nú, er, að vinna að slíku samhæfingarskipulagi um allt land, þann- ig að tryggt verði í framtíðinni, að hvenær sem vá ber að dyrum, verði unnt að virkja neyðar- þjónustuna hratt, og tryggja að allir þættir henn- ar vinni samtengdir sem ein heild. Þggar slík áætlanagerð er framkvæmd, er byrj- að á því, að gera víðtæka könnun á viðkomandi umdæmi, á tveimur meginþáttum: í fyrsta lagi eru kannaðar þær hættur sem hugsanlega gætu kimið upp á svæðinu. í öðru lagi er leitað upplýsinga um það afl sem til staðar er, og beita má við neyðarþjónustuna. Þegar hættusviðin eru könnuð, kemur nokkur uiismunur í ljós, eftir landshlutum og legu sveit- arfélaganna. Á meðfylgjandi töflu er þessi mismunur skýrð- ur, og tekið er mið af sex mismunandi sveitarfé- lögum á landinu, og er krossinn merki þess, að viðkomandi hættusvið eiga hugsanlega þar við: ‘H > cS s <D u *o u :0 £7 yi T3 H '>» § »rt > rt 4rt cá (rt cS \o >» d) 44 Cj xh '3 «trt cá tí C/3 w > w W Hópslys X X X X X X Veitubilanir X X X X X X Mengun eiturefna X X Mengun geislavirkni X X X X X X Stórbruni X X X X X Flóð X X X X X X Aurskriður X X X Flugslys í þéttbýli Jökulhlaup X X X X Sprengingar X X X X X X Snjóskriður X X X Fárviðri X X X X X X Hraunrennsli X X X Eldgos (í nágrenni) X X X X Jarðskjálftar X X X X Hernaðarátök X X X X X X Samkvæmt venju og í framtiðinu mun verða sagt: „Slökkvilið barðist við eldana, lögregla ann- aðist umferðarstjórn og löggæslu, björgunarmenn björguðu fólki af hættusvæðum og sjúkraþjónusta annaðist þá slösuðu". Þá mun fólk spyrja: „hvar voru Almannavarnir þá?“ Hér komum við að kjarna hugtaksins „Al- mannavarnir". Almannavarnir eru ekki og munu aldrei verða stofnun, sem kemur með tæki sin og mannafla, og tekur við öllu hjálparstarfi á neyðarstundu. Almannavarnir eru afl þjóðarinn- ar á hættunnar stund. Eða með öðrum orðum, hið sameinaða afl hennar. Hinn almenni borgari, öll tæki þjóðarinnar og stofnanir eru sameiginlegar Almannavarnir, sam- eiginlegt risavaxið afl okkar allra, beitt að einu verkefni, að bjarga og verja líf og eignir. Ef við látum hugann reika og gerum okkur ljósa mynd þess þjóðfélags, sem við lifum í, sjáum við að starfræktar eru á vegum ríkis og bæja, fjöl- margar stofnanir, sem allar miða að því, að þjónusta þjóðfélagið i heild, skapa öryggi, þæg- indi og betra mannlíf. Allar þessar stofnanir taka til sín mikið fjármagn, og hafa gnótt tækja og mannafla, sem vinnur stöðugt að hinum fjölmörgu þáttum daglegs lífs. Það er þetta mikla afl þjóðfélagsins, sem eru almannavarnir þess og það er stofnunin Almanna- varnir, sem virkjar það á hættunnar stund, og samræmir nýtingu þess. Slökkviliðsmenn munu halda áfram að berjast við eldana, ekki síður á neyðartímum en daglega. En afl þeirra verður margfaldað, ef bruni er meg- inþáttur neyðarinnar. Hliðstætt því munu slökkvi- liðsmenn virkjaðir til annarra starfa en bruna- varna, ef neyðin felst í einhverri annarri vá, sem beita má tækjum og mannafla slökkviliðsins við. Það er hryggileg staðreynd, ekki síður hér á landi en annars staðar, að oft tapast mannslíf og verðmæti vegna óskipulagðra vinnubragða og lé- legrar samhæfingar neyðarþjónustu, og kemur slikt aldrei eins berlega í ljós, og þegar neyðin er stærst, en sem betur fer hefur ekki enn sem komið er orðið meiriháttar neyðarástand á íslandi, þótt Vestmannaeyjagosið hafi tvímælalaust verið nokkuð stórt á okkar mælikvarða. Því er mjög mikilvægt, að einhver aðili hafi ávallt yfirumsjón með heildarmynd neyðarþjón- ustunnar, og í því liggur hlutverk Almannavarna. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 19

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.