Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Síða 24
Af námskeiði nr. VI
»
Brunamálastofnun ríkisins hélt námskeið í
brunavörnum fyrir slökkviliðsstj óra og slökkviliðs-
menn dagana 25. marz til 3. apríl sl. Námskeiðið
var haldið á Akureyri, og er það nýlunda, því öll
önnur námskeið stofnunarinnar hafa verið hald-
in í Reykjavík.
Námskeið þetta sátu menn af Norður- og Aust-
urlandi aðallega, þó voru tveir menn frá Súg-
andafirði og einn frá Selfossi.
Bjarni Einarsson bæjarstjóri, setti námskeiðið.
Hann lýsti ánægju sinni með það, að Akureyri
hefði orðið fyrir valinu. Sagði hann að í ráði væri
að byggja nýja slökkvistöð á Akureyri, og hefðu
heimamenn fullan hug á að efla brunavarnir í
héraðinu.
Þá tók til máls Bárður Daníelsson, brunamála-
stjóri. Hann sagði, að á þessu námskeiði yrði sú
breyting gerð, að draga nokkuð úr hinu talaða
orði, en auka í þess stað verklega kennslu. Bárður
ræddi aðallega starfsemi og verksvið brunamála-
stofnunarinnar sem og um starfssvið og skyldur
slökkviliðsstj óra.
Stjórnendur námskeiðsins voru Gunnar Péturs-
son, Guðmundur Guðmundsson og Tómas B.
Böðvarsson, varaslökkviliðsstjóri á Akureyri. Við
kennsluna aðstoðuðu varðstjórarnir á Slökkvistöð
Akureyrar, þeir Guðmundur, Þorkell og Gunnlaug-
ur, ennfremur Vikingur, eldvarnaeftirlitsmaður og
Gísli Lorenzson. Hafþór Jónsson kynnti starfs-
semi Almannavarna ríkisins og Óskar Hallgríms-
son Rafmagnseftirlit ríkisins.
Sú nýbreytni að auka verklegu æfingarnar á
kostnað fyrirlestra mæltist vel fyrir meðal nám-
skeiðsmanna, og virtist gefa góða raun.
Reykköfun fór fram i bragga á flugvellinum.
Æfingar í að slökkva oliuelda fóru einnig fram
á flugvallarsvæðinu. Munnleg fræðsla var á Hótel
Varðborg. Bátur til að æfa slökkvitækin með milli-
froðu var settur upp við Glerárósa.
Öll samvinna við Slökkvilið Akureyrar var með
ágætum.
Starfsmenn Brunamálastofnunar ríkisins senda
öllum slökkviliðsmönnum á landinu bestu kveðjur
og þökkum við þeim ánægjulegt samstarf.
Guðmundur Guðmundsson.
Þátttakendur á námskeiði B.M.S.R., er haldið
var á Akureyri dagana 25. marz til 3. apríl 1974,
voru þessir:
Selfoss Húsavik Grímur Sigurðsson Vigfús Hjálmarsson Gunnar B. Salómonsson Halldór Bárðarson
Kópasker Fáskrúðsfjörður Dalvík Reyðarf j örður Blönduós Barði Þórhallsson Björgvin Baldursson Valur Harðarson Bjarni Garðarsson Þorleifur Arason
Suðureyri Guðjón Jónsson Lárus Hagalínsson
Seyðisfjörður Hofsós Egilsstaðir Reykj adalur Guðjón R. Sigurðsson Óttar Skjóldal Sigurður Clausen Snæbjörn Kristjánsson
Þórshöfn Kristján Karlsson Kristján Ragnarsson
Sauðárkrókur Vopnafjörður Siglufjörður Landhelgisgæslan Guðbrandur Frímannsson Bragi Dýrfjörð Marteinn Jóhannesson Helgi Hallvarðsson
Akureyri Bjarni Gestsson Bjarki Þ. Baldursson Vernharð Sigursteinsson Gunnlaugur Búi Sveinsson Sigurður Gestsson Þórir Björnsson Víkingur Björnsson Tómas Böðvarsson Gísli Lorenzson
Akureyrarflugvöllur Örn Ragnarsson.
22 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN