Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Side 29

Slökkviliðsmaðurinn - 01.08.1974, Side 29
Millifroða Froðutala 60—200 Notkun millifroðu og léttfroðu hefur rutt sér mjög til rúms á undanförnum árum, bæði erlend- is og hérlendis. Víðtækar rannsóknir og tilraunir hafa verið gerðar á notkun hennar og við það komið fram bæði jákvæð og neikvæð atriði. Við tilkomu nýrra slökkviefna hafa menn haft tilhneigingu til að gera of mikið úr slökkvimætti þeirra, oft haldið að hér væri komið hið eina og sanna efni sem allan vanda leysti. Á þessu hefur talsvert borið bæði í sambandi við milli- og létt- froðu og létta vatnið svokallaða. Því miður, svo er ekki. Gamla, góða vatnið er enn það slökkviefni sem best er treystandi. Hins vegar hafa þessi slökkviefni yfirburði við vissa tegund elda. Þetta verður mjög að hafa í huga og dæma notagildi þeirra út frá því. Millifroða er blanda froðuvökva og vatns í á- kveðnum hlutföllum. Froðuvökvi millifroðunnar er samsettur úr tilbúnum efnum sem minna á sulfosápu. Froðuvökvi er framleiddur víða um heim og er hann sennilega nokkuð mismunandi að gæðum, allavega er talsverður verðmismunur á honum. Ekki skal þó lagður dómur á það hér hver þeirra er bestur. Hinir ýmsu framleiðendur hafa hver sína aðferð við gerð vökvans og er hann að meira eða minna leyti framleiðsluleynd- armál. Þeir eiginleikar sem helst er sótst eftir, eru: Viðloðun froðunnar og að hún standist hita, ryk og gastegundir sem best. Froðutala: Með froðutölu er átt við hlutfall vatns/froðuvökva og froðumyndunar. Froðutalan 60 þýðir að 1 lítri vatns/froðuvökva verða að 60 lítrum af froðu og að sama skapi froðutalan 200 að 1 litra vatns/froðuvökva verða að 200 lítrum af froðu. Hlutfall froðuvökvans er mjög lítill eða um 1—6% eftir því á hvaða tölu froðublöndung- urinn er stilltur. Mismunurinn á froðutölu (létt- leika froðunnar) næst með stillingu blöndungsins og þrýsting vatnsins. Eiginleikar froðunnar fyrir slökkvistarf eru Tryggvi Ólafsson, varðstjóri, Slölckviliðinu í Reykjavík. fyrst og fremst kæfandi, þó eru kælandi áhrif hennar einnig nokkur vegna vatnsyfirborðs loft- bólanna. Millifroðutrektir eru til af nokkrum gerðum og stærðum. Eru þær ýmist svokallaðar vellutrektir, þar sem froðan veltur út og sem kasttrektir þar sem lögun trektarinnar er þannig gerð að kasta má froðunni nokkra vegalengd, ca. 8—15 m. Myndun froðunnar fer fram á þann hátt að vatninu, undir talsverðum þrýstingi, 100—180p.s.I. — 7-12 kg/lm2, er dælt í gegnum froðublöndung- inn. Hann er tengdur með slöngu í froðubrúsa. Vinnur hann líkt og þannig að við hraða vatnsins ssm streymir í gegnum hann myndast undirþrýst- ingur í blöndungnum og froðuvökvinn sogast upp úr brúsanum og blandast vatninu. Stilla má magn froðuvökvans eftir tölum á blöndungnum. Töl- urnar sýna prósentumagn vökvans er blandast vatninu, t. d. 1 þýðir 1% og 6 að sama skapi 6%. Vatns/froðublandan þrýstist síðan inn í trektina um örsmá göt og sogar jafnframt með sér loft inn um loftinntakið aftan á trektinni. Þessi blanda streymir fram í net sem myndar loftbólurnar. Hærri froðutala en ca. 200 næst þó ekki vegna SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 27

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.