Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Qupperneq 9
Stór verkefni á döfinni
Auka þarf enn frekar virkni félags-
manna og styrkja starfið í deildum LSS
svo og fjölga fundum á landsbyggð-
inni, stuðla að markvissri og skjótri
uppbyggingu Brunamálaskólans, koma
í framkvæmd fyrsta kjarasamningi
fyrir hlutastarfandi landsbyggðar
slökkviliðsmenn, bæta menntunar -
og réttindastöðu slökkviliðsmanna á
Keflavíkurflugvelli það á einnig að
nokkru leyti við félagsmenn starfandi
hjá flugmálastjórn. Stuðla þarf að
styrkari stöðu landsbyggðarslökkviliða
m.a. með því að þrýsta á setningu
reglugerðar um starfsemi slökkviliða
og verksvið slökkviliðsstjóra, knýja á
um að sjúkraflutningar verði alfarið á
vegum slökkviliðanna í landinu, efla
samstarf fagfélaga innan BSRB (og
annarra samtaka) með breytta fram-
tíðarsýn verkalýðshreyfingarinnar að
leiðarljósi. Þá þarf LSS að ganga form-
lega frá tengslum og samstarfi við
Landssamband sjúkraflutningamanna
eins og lengi hefur staðið til en
félagsmenn Landssambands slökkvi-
liðsmanna sinna nær 80% allra sjúkra-
flutninga í landinu. Auk þessa bíður
vinna að framkvæmd á þeim bókunum
er fylgja nýgerðum kjarasamningum
og ber þar einna hæst bókun um
starfslok slökkviliðsmanna, en krafa
LSS er að þau verði við 55 ára aldur.
Koma þarf á bættum og skipulegri
tengslum nýja fagstéttarfélagsins við
sambærileg samtök erlendis. Fylgja
þarf eftir niðurstöðu nefndar um-
hverfisráðherra um mengunaróhöpp
og stöðu slökkviliðanna þ.a.l. Þá eru
miklar væntingar bundnar við vinnu
starfshóps Sambands íslenskra sveit-
arfélaga og LSS um bættar fjár-
mögnunarleiðir vegna starfsemi
slökkviliða en fagna ber þeim góða
áfanga sem endurgreiðsla á virðis-
aukaskatti er af tækjabúnaði slökkvi-
liða.
Fjölbreyttara félagsstarf
Allt frá upphafi samtaka slökkvi-
liðsmanna hafa þeir rekið félagsstarf
sitt á breiðum grundvelli og af miklum
stórhug. Mikil og aukin áhersla er lögð
á sameiginlegar stundir fjölskyldna
slökkviliðsmanna. Við höfum alla tíð
verið meðvitaðir um mikilvægi þessa
eins og sjálfur stofnfundurinn í Mun-
aðarnesi vitnar um, en hann var
jafnframt nokkurskonar fjölskyldu-
hátíð.
A sínum tíma fóru slökkviliðsmenn í
hópferðir til útlanda. Við höfum
mikinn hug á því að efna á ný til
fjölmennrar hópferðar félagsmanna
erlendis um sumarmál að ári. Þá er og
vilji til þess að fagstéttarfélagið standi
fyrir veglegri ráðstefnu um fagleg
málefni starfsins og væri það til-
hlýðilegt á þeim tímamótum sem
félagstarfsemin stendur nú á.Þá er og
á döfinni að efna á ný til þinghalds
utan höfuðborgar til að skapa góðan
félagsanda og stemmningu.
Þannig nær félagsandi slökkviliðs-
manna lengra en eingöngu að starfinu
sjálfu. Það sýnir mikil gróska og
samheldni við íþróttaiðkun og fleira í
frístundum. Nýverið hefur verið tekin
sú ákvörðun að næsta landsmót LSS í
golfi fari fram á Akureyri í ágúst-
mánuði 1998 en í þetta sinn var það
haldið á Grafarholtsvelli. Mun það
vera í sjöunda sinn sem LSS-mótið er
haldið og hefur það notið mikilla
vinsælda frá upphafi 1991.
Bjart framundan
Á þeim fimm árum sem fagstéttar-
félagið hefur verið starfandi má sjá
mikinn árangur á flestum sviðum
starfsins en eindrægni og samstaða
slökkviliðsmanna hefur fyrst og síðast
skapað árangurinn.Það er alltaf jafn
ánægjulegt þegar nýir félagar bætast í
hópinn nú síðast frá Grindavík, Þórs-
höfn og á næstunni slökkviliðsmenn
frá Stöðvarfirði og úr Rangárvallar-
sýslu. Jafnframt er fyrirhuguð fundar-
ferð fulltrúa LSS til Vestmannaeyja í
haust í sama tilgangi.
Það var viðamikið og í raun áhættu-
samt verkefni að ráðast í stofnun nýs
stéttarfélags því þar liggur m.a. kaup
og kjör manna undir og fyrir lá að slíku
ferli fylgdi óhjákvæmilega langt
óvissutímabil. Tiltrú þurfti því að
skapast á málinu, markmiðin urðu að
vera skýr en fullur vilji var til að ráðast
í félagsstofnunina með öllum þeim
tröllauknu verkefnum sem henni
fylgdu. Það að stéttarfélagsgjöld
slökkviliðsmanna rynnu áfram á
annað ár til fyrri starfsmannafélaga
kom ekki í veg fyrir áformin en
afleiðingar þessa voru óhjákvæmilega
rekstarhalli á félaginu sem nú er unnið
markvisst að að rétta við. Þá var
orlofsaðstöðu slökkviliðsmanna fórn-
að en nú er hafin enduruppbygging
hennar.
Faglegur metnaður slökkviliðs-
manna hefur skilað sér í öflugri og
góðri þjónustu slökkviliðanna.
Slökkviliðsmenn, það er bjart fram-
undan! Uppskera áratugalangrar
vinnu hefur verið að skila sér. Þeim
slökkviliðsmönnum sem valist hafa til
trúnaðarstarfa er hér með sérstaklega
þakkað giftusamlegt starf og ekki má
gleyma að minnast á þá frumherja sem
lagt höfðu grunninn m.a. með stofnun
fagfélagsins árið 1973. Slökkvi-
liðsmenn halda fullir bjartsýni og
áræðni inn í tuttugustu og fyrstu
öldina tilbúnir til að takast á við þau
verkefni er framtíðin ber í skauti sér
sameinaðir undir merkjum Lands-
sambands slökkviliðsmanna.
77/ hamingju með 5 ára afmœlið
Guðmundur Vignir Óskarsson
formaður LSS
Bruni í Þingholtum. Slökkvilið að störfum með fjölbreyttum tœkjabúnaði. - (Mynd
Júlíus Mbl.)
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
9