Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 11
Brýnt er að fest verði í lög ákvœði um stjórnun aðgerða á vettvangi. Slökkviliðin gegna lykilhlutverki við fyrstu viðbrögð. Frá
mengunaróhappinu á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar sl. vor. - (Mynd: Motivmynd Jón Svavarsson)
ríkisins. Þessi nefnd hefur skilað áliti
til Guðmundar Bjarnasonar, umhverf-
isráðherra, og ég veit að hann hefur
mikinn hug á að koma þessum málum
í betra horf. Menn hafa uppiifað
ýmislegt á undanförnum mánuðum og
misserum og nægir þar að nefna
strand Víkartinds og hreinsun Háfs-
fjöru.
- Tillaga nefndarinnar er sú að
sett verði samræmd löggjöf um varnir
og viðbrögð við mengunaróhöppum
og að ekki verði í löggjöf greint á milli
óhappa er gerast á landi, í lofti og á
legi.
- í dag er alltof mikið í lausu lofti í
þessum málaflokki. Það vantar t.d.
skilgreiningar á ýmsum þáttum s.s.
um flutning eiturefna og hættulegra
efna, um meðferð þeirra og merkingar
og viðbrögð við slysum eða óhöppum.
Enn fremur skortir tilfinnanlega í lög
skilgreiningar á eftirlitsaðilum og hver
skuli stjórna á vettvangi. í dag annast
og stjórna slökkviliðin aðgerðum í
tengslum við mengunaróhöpp á landi
án þess að fyrir liggi nein lagafyrir-
mæli þar um. Það eru fyrst og fremst
hagkvæmnisástæður sem hafa leitt til
þessa. Óljóst er um skyldur hins opin-
bera og óljóst er hver ber ábyrgð á
hreinsun, hvernig skuli farið með
skaðabótareglur, tryggingar o.s.frv.
Einnig vantar reglur um tilkynninga-
skyldu og um samræmingu aðgerða
s.s. um gagnabanka.
Stjórnun á slysstað.
- Einnig er brýnt að fest verði í lög
ákvæði um stjórnun aðgerða á vett-
vangi. Slökkvilið og lögregla fá oft
fyrstu tilkynningu um mengunar-
óhöpp. í framhaldi af því ætti þannig
að vera búið að lögum að þeir gerðu
ákveðnum ábyrgum aðilum viðvart
s.s. heilbrigðiseftirlit viðkomandi
svæðis, Hollustuvernd ríkisins, Vinnu-
eftirliti ríkisins og jafnvel Aimanna-
vörnum ríkisins sé málum þannig
háttað.
- Slökkviliðin gegna lykilhlutverki
við fyrstu viðbrögð og finnst mörgum
því eðlilegt að slökkviliðsstjóri fari
með stjórnun á mengunarstað t.d. við
hreinsun með sama hætti og hann fer
með nokkurs konar allsherjarvald á
brunastað.
Evrópsk hugmynafræði
- Vissulega tengist væntanleg
lagasetning og viðhorfsbreytingar lög-
gjafans hér á landi því alþjóða-
samstarfi sem ísland tekur þátt í. í
norrænu samstarfi höfum við fallist á
að samræma norræna löggjöf á þessu
sviði eftir því sem unnt er og hag-
kvæmt þykir og um gagnkvæma
tilkynningarskyldu.
- Sama er að segja um Evrópu-
samstarfið þ.e.a.s. EES- samninginn og
ESB- löggjöfina. Þar höfum við reyndar
skuldbundið okkur til að innleiða þá
hugmyndafræði sem er grunnur
Evrópulöggjafar á sviði umhverfis-
mála. Því er ekki að neita að Evrópu-
samstarfið og aðild okkar að evrópsku
efnahagssvæði hefur ýtt og flýtt fyrir
framgangi umhverfislöggjafar hér á
iandi. Sem dæmi um umfang Evrópu-
sambandsreglna vil ég nefna að um
70% þeirra laga og reglna sem Holl-
ustuvernd ríkisins starfar eftir „koma
frá Brussel", en Hollustuverndin sinnir
matvælamálefnum, mengunarvarna-
málefnum, bæði á sjó og landi,
eiturefnamálum sem og rannsóknum
sem því tengjast.
- Þær tilskipanir og reglur sem
Hollustuverndinni ber að framkvæma
og “koma frá Brussel” eru um 400.
Áður var stuðst við nokkrar megin-
reglugerðir s.s. heilbrigðisreglugerð,
mengunarvarnareglugerð, eiturefna-
reglugerð og matvælareglugerð. Þetta
sýnir hvérsu flókið kerfið er orðið og
felur í sér tilhneigingu til skrifræðis.
Kostirnir eru hins vegar töluverðir en
hugmyndafræðin byggir á vernd
umhverfis og þess lífs sem í því þrífst.
Neytendavernd er og annar grunn-
tónninn í hugmyndafræðinni.
Með stuðningi almennings
- Vissulega er hætta á árekstrum í
svo viðkvæmum málaflokki. Um-
hverfisráðuneytið hefur einsett sér að
vinna náið með atvinnulífinu sem og
neytendum, s.s. frjálsum félagasam-
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN