Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Side 17

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Side 17
Landsmót LSS í g í Grafarholti Sjöunda Landsmót LSS í golfi fór fram á Grafar- holtsvelli Golfklúbbs Reykjavíkur þann 15. ágúst s.l. Sextíu og tveir þátttakendur tóku þátt í mótinu þ.a. 10 gestir. Næsta landsmót verður haldið á Akureyri í ágúst 1998. Mótið hófst kl 10.30 með því að fyrstu kepp- endur voru ræstir út og luku þeir síðustu keppni um 19.30. Fjölgun byrjenda er sérstakt ánægju- efni enda eitt af aðalmarkmiðum mótsins að fá sem flesta til þátttöku. Allar aðstæður voru hinar bestu, þokkalega hlýtt, væg gjóla og vottaði fyrir sólarglennu. Verðlaunaafhending fór síðan fram í Slökkvi- stöðinni við Tunguháls. Eftir velheppnað mót var boðið uppá góðan pottrétt með öllu tilheyrandi áður en til verðlaunaafhendingar kom. í móts- nefnd að þessu sinni sátu Jón Fr. Jóhannsson og Lárus Petersen Reykjavík og Stefán Halldórsson f.h. stjórnar LSS. ÖIl framkvæmd mótsins var með miklum ágætum og eru nefndinni færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Viðar Þorleifsson formaður deildar LSS Akureyri tilkynnir boð Akureyringa þess efnis að nœsta landsmót LSS verði haldið á Akureyri. Frá vinstri Jón Fr. Jóhannsson, Viðar Þorleifsson, Stefán Halldórsson og Lárus Petersen. Næsta mót Næsta Landsmót LSS mun fara fram á Akureyri í ágústmánuði 1998. Afar góður rómur hefur verið gerður að þeirri fyrirætlan og eru slökkvi- liðsmenn nú hvattir til að taka strax frá helgina eftir verslunarmannahelgi 1998 því „ekki er ráð nema í tíma sé tekið“. Þegar er hafinn undir- búningur og munu eftirtaldir skipa næstu móts- nefnd: Viðar Þorleifsson og Jón Knudsen Akureyri og Einar M. Einarsson f.h. stjórnar LSS. TAPAÐ - FUNDIÐ Á landsmótinu tapaðist golfkylfa, 9 járn. Ef ein- hver hefur fundið kylfuna er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigurð Sveinsson Slökkvistöðinni í Reylqavík s. 5702040. Hér hampa Skagamenn bikar glaðbeittir á heimleið. Valdimar Sólbergsson, Jóhann Karl Engilbertsson, Rúdolf Jósepsson, Leó Ragnarsson, Efri röð frá vinstri: Gísli Gíslason, Þráinn Ólafsson, Steinn Helgason, Haukur Þórisson, Gissur Agústsson, Björn Þórhallsson og loks gamla kempan Þorsteinn Þorvaldsson. Sveitakeppni án forgjafar: 1. sæti A-sveit Akraness á 275 höggum Sveitina skipa: Björn Þórhallsson, Leó Ragnarsson og Gissur Ágústsson. 2. sæti B-sveit Keflavíkurflugvallar á 283 höggum Sveitina skipa: Eiínborg Sigurðardóttir, Gunnar Þórðarson og Rúnar Þórmundsson. 3. sæti A-sveit Keflavíkurflugvallar á 288 höggum Sveitina skipa: Kristján Björgvinsson, Jón E. Árnason og Björn Ólafsson. Sveitakeppni með forgjöf: 1. sæti B-sveit Keflavíkurflugvallar á 213 höggum 2. sæti A-sveit Reykjavíkur á 234 höggum 3. sæti A-sveit Keflavíkurfiugvallar á 236 höggum A-sveit Reykjavíkur skipa: Stefán Halldórsson, Jón Fr. Jóhannsson og Þuríður Söivadóttir í kvennaflokki með forgjöf: 1. sæti Elínborg Sigurðardóttir Keflavíkurflugv 72 höggum 2. sæti Þuríður Sölvadóttir Reykjavík 78 höggum 3. sæti Sigríður Kristjánsdóttir Keflavíkurflugvelli 80 höggum Einstaklingskeppni án forgjöf: 1. sæti Leó Ragnarsson Akranesi 86 höggum 2. sæti Kristján Björgvinsson Keflavíkurflugvelli 89 höggum 3. sæti Stefán Halldórsson Reykjavík 91 höggi 4. sæti Halldór Guðnason Flúðum 91 höggi Einstaklingskeppni með forgjöf: 1. sæti Gunnar Þórðarson Keflavíkurflugvelli 70 höggum 2. sæti Rúnar Þórmundsson Keflavíkurflugvelli 71 höggi 3. sæti Helgi Guðmundsson Flúðum 74 höggum Þessar konur slökkviliðsmanna hömpuðu verðlaunum í mðtslok. Elfnborg Sigurðardóttir, Sigríður Kristjánsdóttir og Þuríður Sölvadóttir. SLÖKKVILIÐSM AÐURI N N 17

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.