Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 25
Hrólfur Ölvisson formaður brunamálastjórnar:
Þarf að efla
brunavarnir
Vantar tugmilljónir af lögskipuðum tekjum til
brunavarna - Ahyggjur af öryggismálum í
Hvalfjarðargöngum
Brunamálastjórn 1997. Fremri röð frá vinstri: Drífa Sigfúsdóttir, Hrólfur Ölvisson
formaður og Inga Hersteinsdóttir. Efri röð frá vinstri: Bergsteinn Gissurarson, Hilmar
Pálsson og Guðmundur Vignir Óskarsson.
glöggt dæmi um það.
Sameiginleg krafa faghópa innan
BSRB á þinginu i vor byggði í fyrsta
lagi á þeirri nauðsyn sem orðin er á
því að breyta innbyrðis hlutföllum
fagstéttarfélaga og blandaðra starfs-
mannafélaga innan stjórnar banda-
lagsins eftir þær félagslegu breytingar
sem orðnar eru ellefu árum eftir að
lögunum var breytt. í öðru lagi byggði
krafan á mikilvægi þess að auka um-
ræðu á vettvangi samtakanna ss. um
fagleg málefni og gildi menntunar. Ekki
reyndist vera nægjanlegur vilji til að
mæta þessu mikilvæga sjónarmiði
fagfélaganna sem of oft hafa átt undir
högg að sækja innan samtakanna, þ.e.
áherslur og sjónarmið ekki notið
nægjanlegs skilnings eða verið að fullu
virt.
Ekkert skipulagsform er eilíft.
Skipulag verkalýðshreyfingarinnar
hvort heldur um er að ræða stéttar-
félögin sjálf, sérsambönd eða heildar-
samtök eiga að vera í stöðugri mótun
og taka mið af þróun á vinnumarkaði
svo og umbreytingum á þjóðfélags-
gerðinni. Mikilvægi samstöðu launa-
manna í stórum sem smáum málum
hefur ekkert minkað frá því sem áður
var. Smærri samningseiningar kalla
enn frekar á öflugt heildarsamstarf
með skilvirku þjónustuhlutverki. Við
verðum að horfast í augu við að
verkalýðshreyfingin er í ákveðnum
tilvistarvanda. Ég gæti vel hugsað mér
allsherjar uppstokkun verkalýðs-
hreyfingarinnar á íslandi.
Spurningin um hvar LSS sé best
borgið skipulagslega snýst ekki aðeins
um það hvað gagnast okkur best í
kjara- og réttindalegri baráttu heldur
einnig hvar fagleg málefni slökkvi-
liðsmanna fá best notið sín jafnhliða
því að geta sótt og veitt stuðning og
styrk í samfélagi stéttarfélaga. Grund-
vallaratriði í samstarfi félaga er að þau
sjónarmið sem hvert og eitt stéttar-
félag fer með séu virt sem slík, að
gagnkvæm virðing ríki. Þannig heildar-
samtökum tel ég að slökkviliðsmenn
vilji tilheyra til framtíðar litið. Nýr
samstarfsvettvangur faghópa innan
BSRB hefur farið vel af stað og verður
látið fullreyna á það. Ég bind miklar
vonir við að takast megi að styrkja
stöðu faghópa innan bandalagsins
þannig að þau njóti sannmælis sem
slík jafnhliða því að takast megi að
koma á betra jafnvægi innan sam-
takanna fagfélögunum og ekki síst
BSRB til heilla.
Það þarf að stórefla starfið innan
Brunamálastofnunar, segir Hrólfur
Ölvisson nýr formaður brunamála-
stjórnar í samtali við Slökkviliðs-
manninn.
- Það er sárt að horfa til þess að
mikilvægum málaflokkur sem snertir
öryggi borgaranna, eins og bruna-
varnir gera, skuli verða af um 20
miljónum króna vegna þess að
ríkiksvaldið ráðstafar því fjármagni til
annarra og óskyldra mála. Bruna-
málagjaldið sem lagt er á fasteignir
landsmanna til að fjármagna bruna-
varnir nemur yfir 90 milljónum króna,
en þar af fara einungis um 70 miljónir
til hins lögskipaða verkefnis.
- Þetta er þeim mun verra mál þar
sem okkur sárvantar sérmenntað
starfsfólk inn á Brunamálastofnun, s.s.
verkfræðinga, til að sinna verklefnum
sem bíða úrlausnar.
- Jú, Brunamálaskólinn er afar
mikilvægur og við leggjum mikla
áherslu á að koma menntunarmál-
unum í betra horf. Skólinn fær einungis
um 8 milljónir króna en þyrfti 16
miljónir.
- Hin nýja stjórn hefur vissulega
viljað koma öryggismálum í Hvalfjarð-
argöngunum í betra horf, hins vegar
eru menn ekki búnir að fá það á hreint
hvort brunavarnir í göngunum heyra
undir forræði Brunamálastofnunar þó
við teljum svo vera. Brunamálastjóri
hefur ritað viðkomandi ráðuneyti um
málið og óskað eftir skýrari
niðurstöðu um það hver beri þar
ábyrgð, - Brunamálastofnun eða aðrir.
Ég neita því ekki að innan stjórnar-
innar hafa menn lýst yfir áhyggjum
sínum vegna þessa máls, segir Hrólfur
Ölvisson formaður brunamálastjórnar
að lokum.
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
25