Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 26
Óskar Guðmundsson og Jón Guðlaugsson tóku saman - Myndir: Heimir Stígsson
Þetta var sjálfsögð
þegnskýlda
Viðtal við Margeir Jónsson í Keflavík sem var slökkviliðsstjóri í 20 ár
og hóf störf i slökkviliðinu á Suðurnesjum árið 1935!
Frá frumbýlingsárum til fjölbreyttra brunavarna
Margeir Jónsson athafna-
maður með meiru á að baki
merka sögu af þátttöku sinni
í slökkviliðinu í Keflavík.
Tíðindamenn Slökkviliðs-
mannsins, undirritaður og
Jón Guðlaugsson slökkviliðs-
maður í Keflavík, tókum hús
á Margeiri á dögunum og
þýfguðum hann um söguna.
- Ég var 13 ára þegar ég kom til
bæjarins úr Innri-Njarðvík árið 1929 og
þá var komið slökkvilið í Keflavík. Ég
var enn á unglingsaldri er ég hóf störf
í slökkviliðinu árið 1935 þá 17 ára
gamall. Búnaður slökkviliðsins var
ósköp bágborinn. Hér var lítil hand-
dæla sem var þannig að koma þurfti
vatninu í dæluna. Menn báru vatnið í
strigafötum í dæluna og það þurfti
fjóra til að dæla vatninu upp í slöng-
urnar. Þessi dæla er enn til og var á
sýningu fyrir nokkrum árum.(Jón segir
að dælan hafi verið prófuð og reynst
ennþá í góðu lagi!).
Stóri bruninn í Samkomu-
húsinu
- Meðal fyrstu verka sem ég lenti í
með slökkviliðinu var við stóra brun-
ann í samkomuhúsinu í Keflavík. Þetta
var mikill eldur sem kviknaði á jóla-
trésskemmtun og oft verið um fjallað
enda fórust þar tíu manns. Sá bruni
skildi eftir sig ömurleg sár hér í
bænum og hefur líklega leitt til þess að
bæjarbúar hafa tekið brunamál alvar-
lega frá fyrstu tíð.
Utköllin fóru lengi þannig fram að
einn úr brunaliðinu hafði það sem
sérverkefni að hlaupa með lúður um
þorpið og handsnúa lúðri. Þannig var
þetta lengi vel en um það leyti sem ég
hóf störf var komin sýrena á Raf-
stöðina sem heyrðist um alla Keflavík.
Iðnaðarmenn eftirsóttir
Frá upphafi voru 24 menn í
slökkviliðinu. Þeir þurftu ekki að upp-
fylla nein sérstök skilyrði. Iðnaðar-
menn urðu helst fyrir valinu, - og
vélstjórarnir úr frystihúsunum voru
sérlega eftirsóttir sem vélamenn við
dælurnar þegar véldæla kom til sög-
unnar. Menn báru dæluna á kjálkum á
milli sín út að sjó og þaðan var
pumpað upp vatni.
Astæða þess að iðnaðarmenn urðu
sérstaklega fyrir valinu var sú að þeir
voru alltaf á staðnum, en ekki var hægt
að reiða sig á að sjómennirnir væru í
landi þegar bruni varð. Þá skipti
handlagni og verklagni auðvitað miklu
máli við slökkvistörf. (Þá eins og nú,
skýtur Jón inn í.)
Skipaður slökkviliðsstjóri
- Ég varð slökkviliðsstjóri um þetta
leyti árið 1940, var þá með reið-
hjólaverkstæði í miðbænum og þótti
heppilegur í þetta. Samt var ég ekki
nema rúmlega tvítugur. Ég fékk skip-
unarbréf frá sveitarstjórninni og ég
minnist þess ekki að það hafi hvarflað
að manni að andæfa gegn því, skylda
var skylda.
- Ég minnist þess ekki heldur að
mínir menn væru ósáttir við að ég
væri svo ungur gerður að slökkvi-
liðsstjóra. Þetta voru allt elskulegir
menn og enginn með derring út af því
að ég væri yngri.
- Jú, brunarnir voru færðir inn í
dagbækur, en ég veit ekkert hvað varð
af þeim. (Jón upplýsir að bækurnar
séu allar ennþá til og hafi verið færðar
Vatnið var borið íþessa handdœlu með strigaskjóðum. Þessi dœla var í brúki þegar
Margeir kom til starfa í slökkviliðinu, - og enn er hún í nothæfu ástandi.
26
SLOKKVILIÐSMAÐURINN