Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Síða 27
Margeir Jónsson var reiðhjólasmiður á unga aldri og gekk til liðs við slökkviliðið
árið 1935. Hann var slökkviliðsstjóri frá 1940-1960. Síðarfórhann út í útgerð og rak
frystihús og fiskverkun. Hann var i ritstjórn Faxa og bœjarfulltrúi var hann um
nokkurt skeið. Enn í dag er Margeir í fullu fjöri og rekur gistiheimili íRöst.
byggðasafninu og höfðu áður verið
geymdar í bankahólfi.) Það var ekki
lögð mikil vinna í skrásetningu eða
úrvinnslu eftir bruna, enda voru menn
lengst af í öðrum störfum og urðu að
sinna þeim eftir getu.
Borgarleg þegnskylda
- Jú, þetta voru alger aukastörf og
enginn atvinnumaður fyrstu ára-
tugina. í þá daga var talað um borgara-
lega skyldu og þegnskyldu okkar
slökkviliðsmanna. Það var ekkert
minnst á peninga. Hreppsnefndin skip-
aði alla liðsmenn í slökkvilið.
- Ég var ekkert að hugsa um hættur
á þessum árum, þetta var þegn-
skyldan. Á árunum milli tvítugs og
þrítugs er maður líka til í hvað sem er.
Og ég man ekki til þess að neinir
kvörtuðu undan því að starfið væri
erfitt. Þetta var ljúf og sjálfsögð
þegnskylda.
Vatnsskortur og vatnsdælur
- Það var Iöngum skortur á vatni
hér í Keflavík. Hér voru tjarnir, ís-
tjarnir þar sem Flughótelið er núna og
þær gátum við notað á svæðinu þar í
kring. Annars vorum við á bryggjunum
eða annars staðar við sjó við að dæla
með véldælunni. Brunnarnir sem
notaðir voru til neysluvatns voru of
djúpir fyrir þessa dælu.
Vatnsveita kemur ekki fyrr en milli
1950-60, þ.e. að brunahanar koma ekki
fyrr í gagnið. Áður var vatnsveita
þannig að vatni var dælt upp úr
brunnunum til einkanota, en það kom
slökkviliðinu ekki að notum.
Þegar kallið kom
- Það var enginn sérstakur bún-
ingur fyrir slökkviliðsmenn. Menn
voru bara í sínum eigin vinnufötum
við slökkvistörfin. Hins vegar fylgdi
sérstök vatnskápa sem sumir fóru í ,
sérstaklega þeir sem voru við slöng-
urnar.
Við stukkum bara upp úr rúmunum,
úr vinnu eða úr veislu, allt eftir því
hvernig stóð á og í þeim fötum sem við
vorum í þegar kallið kom. Síðan var
reynt að slökkva eldana.
- í slökkviliðinu hafa verið alla tíð
24 liðsmenn. Liðinu var skipt í deildir
eftir störfum; þeir sem rifu þökin, við
slöngurnar, stútana, sumir að bera út
úr húsunum og loks vélamenn.
Allur búnaður hjá slökkvi-
liðsstjóra
Slökkviðlisstöðin var eiginlega í
nokkrum skúrum til að byrja með en
svo þar sem rafstöðin var við Hafnar-
götuna.
- Auðvitað var þetta nokkuð
strembið verkefni og tækin léleg. Það
var ekkert skemmtilegt að koma að
logandi húsum og geta ekki komið
tækjunum í gang.
- Breytingarnar eru gífurlegar frá
þessum tíma. Ég velti þvi stundum
fyrir mér þegar ég geng framhjá
slökkvistöðinni í dag hversu mikil
umbylting þetta er. Umbúnaðurinn
allur er svo gjörbreyttur.
- í minni tíð fylgdi allur umbúnaður
og útbúnaður slökkviliðsstjóranum.
Hann varð að sjá um að vélarnar væru
til staðar og um allt væri hugsað og
allt væri í lagi. Hann hafði einnig
umsjón með því að sótað væri í
bænum, allir skorsteinar hreinsaðir. Ef
ekki fékkst maður í það starf, varð ég
sjálfur að fara að sóta. Um síðir fékk ég
leyfi til að ráða sótara í starfið, það var
Sigurður Sumarliðason sem við því
tók.
Öryggisreipi í tvílyft hús
- Skólun slökkviliðsmanna var
engin, og engin námskeið að fá. Ég
reyndi að afla mér nokkurs fróðsleiks
um málin með samtölum við Erlend
Halldórsson í Hafnarfirði sem var
eftirlitsmaður og gott ef hann vann
ekki hjá vegamálastjóra. Hann var með
verkstæði í Hafnafirði og var afar lipur
og mikill áhugamaður um brunavarnir.
En það var ekki almennt.
- Jú fyrir kom að öryggismálum
væri sinnt. í jólablaði Faxa 1944 er sagt
frá því að slökkviliðsstjóri hafi tekið
ákvörðun um það að koma upp
öryggislínu í öll tvílyft hús í bænum.
Ég kom þessum öryggisreipum fyrir í
öllum tvílyftum húsum og kenndi fólki
að nota reipin. Þessu kynntist ég
einnig hjá Erlendi í Hafnarfirði. Reip-
inu var þannig komið fyrir að í öðrum
enda þess var krókur sem festur var í
gluggakarminn og kaðallinn hringaður
niður og hugsað þannig að hægt væri
að setja hann út og láta sig síga niður.
Þessari nýbreytni var afar vel tekið.
Breytingar í stríðinu
- Ég var náttúrulega líka í póli-
tíkinni og vissi hvernig fjárhag bæj-
arins var háttað, en hann var ósköp
aumur. Maður reyndi því að spara. Það
þótti bara í alltof mikið ráðist að kaupa
hjálma fyrir mannskapinn. Ég held að
hjálmar og brunakápur hafi ekki
komið til sögunnar fyrr en eftir að ég
hætti.
- í stríðsbyrjun breyttist allt. Þá
voru gefin loftvarnarmerki og við
áttum allir að koma okkur niður á
slökkvistöð. Samstarf við setuliðið var
ekki mikið alveg til að byrja með en
oddviti okkar Keflvíkinga, Alfreð Gísla-
son, átti tal við setuliðið og stóð fyrir
samkomulagi um það að við mættum
SLÖKKVI LIÐSMAÐURI NN
27