Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 30

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 30
stórviðri og ekld reynandi að nota brunastúta nema undan vindinum. Enda brann húsið hratt. Sem betur reyndist maðurinn ekki hafa verið í herberginu. - Á þessum tíma sem liðinn er síðan ég hóf afskipti af þessum bruna- málum hefur okkur vissulega farið fram í byggingum og í öryggismálum. Á móti kemur að svæðið hefur stækk- að mikið sem Brunavarnir Suðurnesja ná til, og húsum og fólki hefur fjölgað gífurlega. Svæðið nær nú til 15 þúsund manna, þannig að það er full þörf á öflugu atvinnuliði á svæðinu. Góður félagsskapur - liðið kvatt Brunar drógu jafnan að sér mikinn fjölda áhorfenda. svæðinu. Sem betur fer urðu sjaldan stórbrunar, en oft var eins og þetta gengi í bylgjum. Fjöldi bruna getur verið mismunandi. Það kom t.d. tímabil sem var dálítið erfitt þegar verið var að skipta frá kolakyndingu yfir í olíukyndingu. Ekki urðu heldur stórbrunar á því tímabili, en margir smábrunar. Fólk kunni ekki á þessa sjálftrekkjandi katla. í logni brann OKKARLAUSN er góður kostur Gámaþjónustan hf. býður til leigu snyrtileg og falleg E60 og 1100 lítra sorpílát úr galvanhúðuðu stáli. ílátin eru einstaklega sterk og meðfærileg og búin margvíslegum kostum sem gera þau að hagkvæmustu lausninni á sorpmálum stærri og smærri fyrirtækja: • Nýtast flestum tegundum atvinnurekstrar • Sterk og þægileg í meðförum • Eru á hjólum og hægt að staðsetja þar sem sorpið fellurtil. • Einföld að þrífa jafnt utan sem innan • Létt og þægilegt plastlok tryggir auðvelda losun á stórum sem smáum hlutum • Kerin eru læsanleg minna, skálarnar fylltust sem olían rann í og það kviknaði í. - Á því tímabili sem við erum að tala um er mikill vöxtur í bæjar- félaginu. Fjölgunin mikil. Um slökkvi- liðið ríkti yfirleitt góður friður. Áfram byggðist starfið á þjónustu manna í aukavinnu. Fyrsti maðurinn sem er ráðinn í fullt starfi er Ingiþór Geirsson og það var ekki fyrr en eftir 1970. Lárus Kristinsson var reyndar ráðinn nokkru fyrr til eldvarnaeftirlits í fullu starfi. Hafið samband við sölumenn okkar og fáið nánari upplýsingar. CÞ GAMAÞJONUSTAN HF. BÆTT UMHVEBFI - BETRIFRAMTÍÐ SÚÐARVOGI 2, 104 REYKJAVÍK, SIMI: 568 8555, FAX: 568 8534 Komist hjá slysum - Sem betur fór kom það ekki til meðan ég var slökkvi- liðsstjóri að fólk slasaðist, slökkviliðsmenn sluppu með skrámur og smámeiðsl og ekki heldur urðu slys á fólki. Þetta var heppni. - í eitt skipti urðu menn hræddir. Það var þegar eldra húsið á Vatnsnesi brann til kaldra kola. Þá leigði eldri maður í herbergi þar en við komum að logandi húsinu í suðaustan - Menn entust vel í slökkviliðinu og það var góður liðsandi meðal okkar. Þarna voru t.d. allan minn tíma menn eins og Jón Pálsson skipasmiður, Geir Þórarinsson og Sigurður Guðmunds- son sem lengi var starfsmaður hjá Keflavík. Helgi S. Jónsson var Iengi í liðinu, varaslökkviliðsstjóri og síðan arftaki minn. Sumir menn voru svo í báðum slökkviliðunum, uppi á Kefla- víkurflugvelli og hér í bænum. Þannig var t.d. um Björgólf Stefánsson og Heimi Stígsson ljósmyndara sem var í báðum liðunum og tók myndir af ýmsum viðburðum eins og sjá má á þessum síðum. - Ég leysti Kristin Jónsson af hólmi sem slökkviliðsstjóri árið 1940 og gegndi þeim starfa til 1960. Þá tók við af mér Helgi S. Jónsson sem kunnur var m.a. sem skátaforingi. - En ég var náttúrulega líka störf- um hlaðinn maður utan þessa, kominn í útgerð og fiskverkun, stússaði í bæjarpólitíkinni auk annars, þannig að í rauninni var ekki nokkur meining í að ég væri slökkviliðsstjóri öllu lengur. Ég var semsagt slökkviliðsstjóri í 20 ár og kvaddi starfið og félaga mína með feginleika - og reyndar líka söknuði. Óskar Guðmundsson. 30 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.