Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Side 34
Oliubill valt i Reykjavík
Mengunaróhapp í vor eins
og áminning til landsmanna.
Það þarf að vanda undir-
búning og menntun slökkvi-
liðsmanna fyrir mengunar-
slys. Bæta þarf tækjakost og
koma lögum og reglum í
nútímalegra horf
Miðvikudaginn 21. maí kl. 15.50
barst tilkynning til Slökkviliðs
Reykjavíkur um að olíubíll hefði oltið á
mótum Suðurlandsvegar og Vest-
urlandsvegar. Þegar komið var á
staðinn blasti við manni dráttarbíll
með 40 tonna tengivagni og var hann á
hliðinni á öfugum vegarhelmingi á
Suðurlandsvegi, rétt ofan við
gatnamót Vesturlandsvegar og Suð-
urlandsvegar. Díselolía lak úr full-
hlöðnum tanknum á tveimur stöðum
fyrir töluvert stórt svæði. Öku-
maðurinn lá fyrir framan bílinn og
virtist hafa farið í gegnum framrúðuna
sem hafði losnaði við veltuna, honum
var strax bjargað af svæðinu. Eftir
fyrstu skoðun á staðnum kom í ljós að
ökumaðurinn var ekki alvarlega
slasaður en þurfti þó að fara á
sjúkrahús.
Aðkoman að slysstað var glæfraleg en betur fór en á horfðist. Dráttarbíll með 40
tonna tengivagni var á hliðinni á öfugum vegarhelmingi á Suðurlandsvegi. Dísel-
olía lak úr fullhlöðnum tanknum á tveimur stöðum yfir töluvert stórt svœði og fyrst
héldu menn að ökumaður hefði stórslasast. En hann slapp og það tókst að draga
úr umhverfismengun, eld- og sprengihættu með réttum viðbrögðum.
Mynd: Motiv-mynd Jón Svavarsson.
Erlingur Lúðvíksson, aðalvarðstjóri
Slökkviliði Reykjavíkur.
(I viðtali við Ingimar Sigurðsson skrif-
stofustjóra í umhverfisráðuneytinu á bls.10-
11 er einnig fjallað um viðbrögð við meng-
unaróhöppum)
Mikil umferð var á
þessum tíma sem mótaði
fyrsta öryggissvæðið sem
erfitt var að afmarka. Froða
var lögð yfir svæðið sem
olían lak á og götum á
tanknum tókst að loka með
loftlyftipúðum. Rekstrar-
aðilar bílsins það er Olíu-
dreifing, komu fljótlega með
mikið af tækjum og mann-
afla. Dælt var af tanknum f
aðra bíla áður en reynt var
að reisa hann við. Dælubíll
sogaði einnig upp olíu af
svæðinu þar sem hægt var
að koma því við. Síðan voru
uppsogsefni notuð við að grófhreinsa
götuna en götuþvottatæki þar á eftir
til að klára verkið eins vel og mögulegt
var. Að lokum var skipt um jarðveg
meðfram veginum sem var orðinn
olíumengaður.
Eftir að búið var að stöðva lekann
og tryggja öryggi á vettvangi var haft
samband við þá aðila sem með slík
mál fara, Heilbrigðiseftirlit og Hollustu-
vernd, einnig fengum við ráðgjöf frá
Reykjavíkurhöfn. Allir lögðust á eitt að
ganga vel frá öllu og var öllum
verkþáttum lokið kl. 23.45 þ.e.a.s. átta
tímum eftir að slysið varð. í þetta
Erlingur Lúðvíksson aðalvarðstjóri stjórnaði að-
gerðum á staðnum og í því felst m.a. að veita
almenningi upplýsingar ígegnum fjölmiðla.
skipti má segja að vel hafi tekist til,
ökumaðurinn meiddist lítilsháttar og
aðeins 1-2 tonn af díselolíu láku úr
tanknum og það á svæði sem
tiltölulega þægilegt var að hreinsa.
Stjórnun í svona aðgerðum er mikil-
vægur þáttur og verður að vera á
hendi eins aðila allan tímann ef því er
viðkomið.
Viðbrögð við mengunaróhöppum
eru vaxandi þáttur í starfi slökkviliða
en oft á tíðum vanmetinn. Starfi
slökkviliða má skipta upp í þrjú megin
atriði sem eru: 1. björgun lífa, 2.
verndun umhverfis eftir mengunar-
óhöpp, og 3. björgun eigna.
Sveitarfélög leggja mikinn metnað í
sorphirðu og verndun umhverfis, en
oft ríkir óvissa um hver eigi að stjórna
fyrstu aðgerðum er slys ber að hönd-
um. Umhverfið er okkur mikilvægt og
það verður að vernda í mun ríkara
mæli með fyrirbyggjandi aðgerðum og
einnig þarf að byggja upp við-
bragðsáætlun ef eitthvað kemur fyrir.
Það verður að vera á hreinu hver á að
gera hvað og hvernig til að draga úr
tjóni af völdum mengunaróhappa. Því
miður verður ekki hjá því komist að
við lendum í óhöppum, það er ekki
spurning hvort eitthvað komi fyrir
heldur hvenær. Huga verður betur að
menntun og þjálfun slökkviliðsmanna
sem og að byggja upp öflugan
tækjakost svo allt verði tilbúið þegar
kallið kemur. Hér fór vel en það er ekki
víst að svo verði alltaf.
34
SLOKKVILIÐSMAÐURINN