Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 40

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 40
Samstarf björgunaraðila við leitina að flugvélaflakinu í apríl var til fyrirmyndar. Hér eru köfunarsveitarmenn ásamt stjórnendum lögreglu og slökkviliðs um borð í Ægi. Mannraunir á köfunarnámskeiði Leitar- og björgunarkafaranámskeið vorið 1997 var erfitt en árangursríkt. Köfurum fer fjölgandi og sömuleiðis útköllum Leitar- og björgunarkafaranámskeið var haldið á slökkvistöðinni í Reykjavík í apríl og maí 1997 og voru þátttakendur frá slökkviliðinu í Reykjavík, Lögreglunni í Reykjavík og Landhelgisgæslunni. Leiðbein- endur komu einnig frá þessum sömu aðilum en hitann og þungann báru þeir Brynjar Friðriksson og Óttar Sigurðarson frá Slökkviliðinu og Ólafur Egilsson frá Lögreglunni í Reykjavík. Ströng inntökuskilyrði í upphafi gengu umsækjendur undir ströng inntökuskilyrði og æfingar og minnkaði hópurinn til muna við það. Fyrstu vikuna var farið í bóklegt fyrir hádegi en í Sundhöll Reykjavíkur eftir hádegi við ýmsar grunnæfingar. í bóklega þættinum var farið inná flest sem viðkemur köfun t.d. sjúkdóma, loftpressu, eðlisfræði, afþrýstitöflur, afþrýstikút, leitartækni, vinnu neðan- sjávar og margt fleira. Þegar þessu lauk beið sjórinn, mun flóknari verk- efni og meira dýpi. Á 10-15 m dýpi voru leyst ýmis verkefni sem mörgum þykja erfið á þurru landi. Verkefnin voru margslungin eins og dagarnir voru margir, svo sem smíða kassa og raða 2 1/2” slöngu í slöngugrind. Einnig að losa í sundur og setja saman aftur hringlaga járnflans með átta róm, skinnum og boltum þar sem gúmmíblaðka var á milli, þetta var strengt ýmist lóðrétt eða Iárétt við höfnina í misjöfnu skyggni. Einnig var kafað með loft frá yfirborði og lært að stjórna loftpanelnum sem skammtar loft til kafara sem getur verið mjög mismunandi. Mikið var lagt upp úr Það getur tekið á að velkjast í sjónum . Erfiðar æfingar geta verið forsenda góðs árangurs þegar á reynir. 40 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.