Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Síða 41

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Síða 41
Köfunarsveitin margsinnis kölluð út Köfunarsveitin hefur oftsinnis verið kölluð til starfa og þykir svo sannarlega hafa sannað gildi sitt og er leitað til kafara af margvíslegu tilefni. Þrisvar sinnum var óskað eftir aðstoð kafara við leit í Reykjavíkurhöfn og í tveimur þessara tilvika með tilætluðum árangri. Annars voru þess utan sex útköll vegna björgunar- köfunar hjá slökkviliðinu á liðnu starfsári af ýmsum toga, - bát hvolfdi og fólks var leitað, einu sinni var leitað í bíl sem fannst á kafi, þrisvar var óskað eftir kafara vegna fólks sem stokkið hafði í höfnina. Viðamestu aðgerðirnar voru í aprílmánuði sem stóðu í sex daga. Flugvél hrapaði í sjó og leituðu kafarar hennar. Vélin fannst ekki fyrr en á þriðja degi, en með henni fórust tveir menn. Kafarar og aðrir björgunar- menn voru um borð í varðskipinu Ægi. Flak vélarinnar náðist um síðir upp eftir töluvert erfiði. Mikið og gott samstarf var í þessum aðgerðum milli Landhelgis- gæslunnar, lögreglunnar í Hafnarfirði og Reykjavík, slysavarnafélaganna við Faxaflóa og slökkviliðanna í Hafnarfirði og Reykjavík. leitarkerfum og kenndar voru ýmsar leitir, s.s. hringleit, hálfhringsleit, zik- zakleit, kassaleit og fínleit. Það leið ekki sá dagur að einhver leit væri tekin og æfð. Langsund var þreytt einn daginn og voru syntir u.þ.b. 3 km í mikilli ágjöf og mótvindi og þegar landi var náð voru menn sammála um að þetta væri hin mesta mannraun. Eftir sex vikna námskeið skiluðu þátt- takendur inn 1100-1400 mínútum í kafi á mismunandi dýpi en dýpst var farið á 50 m. Kafað í Þjóðgarðinum Búnaðurinn sem notaður var, var fyrst og fremst þurrgallar frá Poseidon og Northen-Diver og AGA Spiromatic kútar, bitmunnstykki og heilgrímur með síma. Köfunarstaðirnir voru mjög mismunandi svo og skyggnið, en best og fallegast var að að kafa í gjánni Silfru á Þingvöllum. Gjáin er alveg kristaltær hvert sem litið er og einmitt þar var kafað niður á 40 m í fyrsta sinn. Þar var sími notaður og hægt að heyra hvernig röddin breyttist eftir því sem kafað er dýpra og varð röddin skræk eins og í Andrési Önd. Einn daginn var straumvatnsköfun fram- kvæmd við Sogsvirkjun og var ærandi vélarhljóð í kafi líkt og staðið væri við hlið stórrar dísilvélar. Oft voru þetta kaldir, Iangir og strangir dagar sem enduðu vel og í gufubaðinu seinnipartinn var allt svoleiðis gleymt. Allir nemendurnir þurftu að sjá um sitt dót, þ.e. þrífa og þurrka og passa að allt færi með á köfunarstað að morgni. Þetta reyndi á okkur sem einstaklinga og ekki síður sem hóp en þessi hópur náði mjög vel saman alveg frá fyrsta degi sem er mjög mikil- vægt á svona námskeiði. Þátturinn sem kemur síðar Einum þætti er enn ólokið en það er að æfa frjálst uppstig. Það er gert í 20 m djúpum tanki sem staðsettur er við herstöð í Karlskrona í Sví- þjóð. Tankinn nota kafarar og áhafnir kafbáta til að æfa frjálst uppstig. Þetta er framkvæmt þannig (sjá mynd) að farið er niður á botn og andað að sér úr tækjum en svo er synt upp. A leiðinni upp minnkar umhverfis- þrýstingur og loftið í lungunum þennst út, þannig að mjög mikilvægt er að anda stöðugt frá sér. Ef ekki er stöðug útöndun getur orðið lungna- sprenging við þessa þenslu aukningu. Þegar upp er komið bíður læknir á bakkanum og talar við þig og tekið er blásturspróf og blóðþrýstingur. Eng- inn má fara af herstöðinni í 24 tíma eftir svona æfingar vegna þess að innan þess tíma geta komið upp vandamál sem auðvelt er að leysa á þessari stöð þar sem allt er til staðar. Þess má geta að hingað kom sænskur kafari og slökkviliðsmaður og var leiðbeinendunum innan handar og gaf hann þeim skýrslu eftir hvern dag um frammistöðu þátttakenda en námið er að sænskri fyrirmynd og er hann annar tveggja sem hefur leyfi til að útskrifa kafara þar úti. Stækkandi hópur kafara Námskeiðinu lauk með bæði verk- legu og skriflegu prófi. Lágmarks- einkunn í heildar pakkanum var 8. Eftir þetta námskeið stækkuðu kaf- arahópar hjá slökkviliðinu og Lög- reglunni í Reykjavík til muna og hjá Landhelgisgæslunni og erum við ágæt- lega settir að svo stöddu með leitar-og björgunarköfun, a.m.k. hér í Reykjavík. Útköll eru eitthvað á annan tuginn á hverju ári hjá Slökkviliðinu. Hóp- æfingar eru ekki skipulagðar ennþá en við köfum saman einu sinni til tvisvar í mánuði. Alltaf er jafngaman að hitta félagana og kafa með þeim. Ég vil bjóða alla velkomna sem áhuga hafa á köfun að koma við á Slökkvistöðinni og skoða okkar búnað og þiggja einn til tvo kaffibolla og bera saman bækur okkar. Fyrir hönd okkar nemendanna vil ég þakka öllum leiðbeinendunum fyrir fórnfúst starf og mjög skemmtilegt námskeið. Sigurður A. Jónsson kafari og slökkviliðsmaður í Reykjavík. Stund milli stríða. Liðsmenn hressa sig við ogglotta við tönn milli krefjandi œfinga á námskeiðinu. SLOKKVI LIÐS M AÐU RI N N 41

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.