Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 42
M I N N I N G
Sigurgeir Benediktsson
Sigurgeir Benediktsson. Fæddist 16.
maí 1914. Hann var ráðinn bruna-
vörður 20. mars 1943 og skipaður 1.
júní 1944.
Hann var skipaður varðstjóri 1.
apríl 1963 og aðalvarðstjóri 1. janúar
1967.
Sigurgeir varð fyrstur til að sækja
varðstjóranámskeið í Norges Brann-
skole í Osló ásamt Tryggva Ólafssyni
árið 1967. Sigurgeir var leigubílstjóri á
yngri árum en stundaði sendi-
bílaakstur í aukastarfi á milli vakta.
Sigurgeir fór á eftirlaun 1. febrúar
1980 en starfaði í nokkur ár eftir það
hjá ríkisútvarpinu.
Sigurgeir lést þann 26. maí 1997.
Eiginkona hans var Sigríður R.B.
Bjarnadóttir
Gunnar Ólason
Gunnar Ólason fæddist 30. október
1931. Hann hóf nám í Vélsmiðjunni
Hamri og útskrifaðist þaðan sem
vélvirki. Gunnar fór síðan í Vélskólann
og útskrifaðist sem vélstjóri. Hann var
til sjós um nokkurn tíma m.a. sem
vélstjóri á olíuskipinu Hamrafelli.
Hann hóf síðan nám í tæknifræði og
réðst til starfa hjá slökkvistöðinni 8.
janúar 1966 og tók við starfi umsjóna-
manns eldvarna árið 1971 er Einar
Eyfells sagði stöðunni lausri.
Gunnar lést eftir erfið veikindi 28.
maí 1997.
Eftirlifandi eiginkona Gunnars er
Guðrún S. Sverrisdóttir, fædd 8. janúar
1933.
Þorkell Eggertsson
Þann 18. júni síðastliðinn andaðist
Þorkell Eggertsson fyrrverandi varð-
stjóri hjá Slökkviliði Akureyrar. Þorkell
fæddist á Bakkaseli í Öxnadal en ólst
upp í Skagafirði. Um tvítugt fluttist
Þorkell síðan til Akureyrar þar sem
hann bjó alla tíð. Að morgni mið-
vikudags 18. júní bárust okkur starfs-
félugum Kela en það var hann ávalt
kallaður í okkar hópi, þau tíðindi að
hann væri látinn. í gegnum hugann
þjóta á augabragði atburðir liðinna ára
og samverustunda. Það var gott að
hafa Kela, þennan stóra og sterka
mann, sér við hlið þegar barist var við
eldinn, mesta óvin slökkviliðsmanns-
ins. Þar var maður sem hægt var að
treysta. Hann stóð eins og klettur
sama hvað á gekk, þrautseigja hans og
seigla áttu sér fáar hliðstæður. Þorkell
hóf störf hjá Slökkviliði Akureyrar árið
1953 en það ár hófust fastar vaktir hjá
Slökkviliði Akureyrar. Þorkell var lag-
hentur mjög og viðgerðir á vélum virt-
ust honum meðfæddur hæfileiki og
nýttist það vel í starfi hans hjá slökkvi-
liðinu þar sem nóg er af gömlum
tækjum sem þurfa mikið viðhald og
góða umönnun. Ráðning þessara
fyrstu slökkviliðsmanna markaði tíma-
mót í sögu Akureyrarbæjar og var
mikið í húfi að þar væru traustir menn
að störfum, vinnusamir og ósérhlífnir.
Alla þessa þætti hafði Keli til að bera.
Þorkell var varðstjóri frá árinu 1973 og
gegndi þeirri stöðu þar til hann hætti
störfum hjá slökkviliðinu sökum
veikinda.
Þorkell var giftur Sigurlaugu Páls-
dóttur úr Skagafirði en hún lést 5.
ágúst 1995. Þau áttu fjögur börn sem
öll eru uppkominn.
42
SLOKKVILIÐSMAÐURINN