Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 46

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 46
NBS 60 ára - Reykjavík 1997 Námsdagar norrænna slökkviliðsmanna á íslandi Eftir um tveggja ára undir búning var loks komið að því að halda hina árlegu Námsdaga norrænna slökkvi- liðsmanna (Nordiska brandmáns studiedagar) en þessi félagsskapur fagnar í ár merkum tímamótum. Sextíu ár eru liðin frá því komið var fyrst saman í Svíþjóð til að skiptast á þekkingu og reynslu úr starfinu. Það var okkur því mikill heiður að fá að halda Námsdagana á 60 ára afmælinu, ekki síst þar sem 40 ára afmælið var einnig haldið hér, 1977. Þetta er í fjórða sinn sem námsdagarnir eru haldnir hér á landi, en þeir voru hér fyrst 1966. Þessu er þannig komið fyrir að slökkviliðin í Osló, Stokkhólmi, Kaup- mannahöfn, Helsinki og Gautaborg skiptast á að halda dagana en Reykjavík og Bergen koma svo inní tólftahvert ár. Einnig voru Færeyingar samþykktir nú með aukaaðild að ógleymdum Bretum sem sitja dagana sem gestir. Fimmtudagurinn 22. maí kom eins og ekkert hafi í skorist nema hvað að flugi Flugleiða hafði seinkað og því var bið á að menn kæmust til Iandsins í norðri. Ekki létum við það á okkur fá enda ekki svo ströng dagskrá komudaginn. Allir skiluðu sér, alls 85 slökkviliðsmenn en vegna seink- unarinnar þurfti að fresta stjórnar- fundi sem átti að vera kl. 17 til 22. Föstudagurinn heilsaði hinum góðu gestum með sönnu Reykjavíkurveðri en kl 9:45 var blásið í lúðra. Engum varð meint af rigningarúðanum. Á slaginu tíu voru ljósin slökkt í Vinabæ (Gamla Tónabíó) og mynd- band með laginu „ísland er land þitt“ sýnt. Þetta myndband er sennilega sú besta landkynning sem hægt er að sýna á sem stystum tíma. Á meðan hinir erlendu gestir voru að losna við undrunarsvipin á and- litinu eftir hið stórfenglega mynd- band, nýtti formaður B.R. sér tæki- færið og setti dagana. Þá voru flutt ávörp gesta; Helgu Jónsdóttur borgarritari, Páls Péturs- sonar félagsmálaráðherra og Ögmund- ar Jónassonar, formanns BSRB. Arnþór Sigurðson afhenti BR gull- merki sem Geir Hallgrímssyni var veitt þegar NBS var fyrst haldið hér 1966. Þetta mun hafa verið eina merkið úr gulli og verður það vel geymt. Þakkar félagið fyrir þessa góðu gjöf. Kór Slökkviliðs Reykjavíkur fór á kostum þegar þeir félagarnir tóku nokkur létt lög við góðar undirtektir. Nú var hægt að hefja dagskrána. Það var Hrólfur Jónsson slökkviliðs- stjóri sem reið á vaðið og kynnti starfsemi SR í máli og myndum. Þegar hann lauk máli sínu var kominn sá tími þegar flestir landsmenn setjast niður, nærast og hlusta á fréttir. Eftir hádegi var svo tekið að kynna laun og vinnu, en ekki riðu allir jafn feitum hesti frá þeirri umræðu. Um klukkan fimm var gert hlé á frekari fyrirlestrum til morguns og tóku menn nú upp léttara hjal. „Vísiteruðu“ félagsmálaráðherra en eftir að hafa kvatt hann var haldið í Rafveitu- heimilið þar sem sjávarréttakræsingar voru bornar fram. Var þessu skolað niður með efnabættu Gvendar- brunnavatni, söng og hljóðfæraslætti. Hver þjóð var svo með sitt skemmti- atriði. Þessu stjórnaði Hrólfur við mikla undrun hinna erlendu gesta. Laugardagurinn var tekinn snemma því sýna þurfti gestunum hið undur- fagra Frón. Um hádegi voru menn svo komnir og tilbúnir í slaginn. Þá tók við meginþema námsdag- anna; hlutverk slökkviliða í almanna- varnarástandi. Hafþór Jónsson frá Almanna- vörnum fjallaði um skipulag almanna- varna og hlutverk slökkviliða í því kerfi. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á ísafirði, fjallaði um samstarf lögreglu, slökkviliða og björgunar- sveita í almannavarnaástandi. Hann lýsti fyrir mönnum að- stæðum, aðdraganda og afleiðingum snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri. Hann bar meðal annars saman skipulag, skilning á aðstæðum og viðhorf til verkefnisins, lögreglu og slökkvilið annars vegar og svo björgunarsveita hins vegar. Það er augljós skoðun Ólafs Helga að SR hefði verið rétti aðilinn til að takast á við stjórnun á þessum erfiðu og við- kvæmu verkefnum sem björgunar- störfin á Vestfjörðum voru. Þá var sýnt myndband frá snjóflóðunum fyrir vestan. Ágúst Oddsson, Iæknir í Bol- ungarvík, kynnti niðurstöður úr rannsókn sem hann gerði á andlegri heilsu slökkviliðsmanna samanborið við hjálparsveitafólk og voru þær niðurstöður mjög merkilegar. Sunnudagurinn var notaður til að uppfylla þá skyldu gestgafanna að sýna land og þjóð, og var það hinn Myndin er tekin í kvöldverðarboði Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Frá vinstri: Sverrir Björn Björnsson formaður Brunavarðafélags Reykjavíkur, Jan Frode Hjellvik formaður félagsins í Bergen og Hrölfur Jönsson slökkviliðsstjóri í Reykjavík. 46 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.