Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Síða 47
Slökkvilið Reykjvíkur heiðraði samkomuna með nœrveru sinni og sýnishorni af
bílakosti.
hefðbundni hringur. Farið var með
gestina á Þingvelli og Nesjavelli, en í
lok dagsins var svo borhola 13
könnuð. En ekki voru allir lausir þegar
heim var komið því að stjórnarfundur
NBS var þá á dagskrá. Stóð hann langt
fram á nótt. A þessum fundi voru
Færeyingar teknir inn í samstarfið sem
aukaaðilar. Einnig var rædd dagskrá
fyrir næstu námsdaga sem haldnir
verða í Kaupmannahöfn að ári en þar
verður einnig haldið upp á 100 ára
afmæli félagsslökkviliðsmanna.
Mánudagurinn var sá síðasti. Jón
Viðar Matthíasson kynnti mennt-
unarmál slökkviliðsmanna, hann kom
inn á baráttuna um fjármagn frá
yfirvöldum og að á íslandi vanti
ákveðið skipulag sem segir t.d. hve
margir menn eigi að vera í útkallsliði
slökkviliða miðað við ákveðnar
forsendur. Einnig útskýrði Jón Viðar
brunamála- og sjúkraflutningaskólana
og tengsl SR við Pittsburg í U.S.A.
Einnig kynnti hann samstarfið við
slökkviliðið í Gautaborg um köfun.
Hann sýndi einnig tengsl á milli
launa við aukna menntun þann tíma
sem starfsmaður starfar í slökkviliði.
Þar næst voru frjálsar umræður um
hlutverk slökkviliða í almanna-
varnaástandi. Þátttakendur í því voru
Bergsteinn Gizurarson brunamála-
stjóri, Hrólfur Jónson og svo einn frá
hverju landi sem voru með lauslega
kynningu á því hvernig þessum mála-
flokki er háttað í þeirra löndum.
Ekkert stórmarkvert kom fram í þess-
um umræðum.
Hrólfur sagði þó frá því að slökkvi-
liðsstjórar á Norðurlöndunum hittist
reglulega og þar væru þessi mál rædd
sem og önnur.
Bergsteinn sagði frá samvinnu milli
almannavarna og slökkviliða.
Spurningunni um hver staða
slökkviliða í almannavarnaástandi er á
íslandi er ósvarað.
Allir þekkjum við söguna um bið-
röðina á almannavarnaæfingunni við
Borgarspítalann þegar sjúkrabílar
voru sendir á ljósum. Var þeim sagt að
fara í röðina og voru nr. 17 og 18 í
henni.
Þegar þessari umræðu var lokið
kom Sven Lindgren og sagði frá til-
raunaverkefni með konur í slökkvi-
liðinu í Stokkhólmi. Þetta er mjög
áhugaverð tilraun og vonandi fáum
við að heyra meira um hana í
framtíðinni.
Sýnt var myndband frá deginum
áður þar sem menn gátu séð hvernig
þeir litu út yfir hákarlsáti og -
smökkun. Höfðu menn gaman af þeim
grettum sem komu þar á menn!
Lesnar voru upp ályktanir. Jón
Friðrik þakkaði fyrir hönd NBS-
nefndar öllum þátttakendum, fyrir-
lesurum, styrktaraðilum og öðrum
sem að námsdögunum komu. Síðan
var NBS-fáninn afhentur Dönum sem
geyma hann þar til þeir draga hann að
húni að ári.
Sverrir Björn Björnsson
formaður Brunavarðarfélags
Reykjavíkur
Afkvæmi slökkviliðsmanna
fá þjálfun á unga aldri.
Myndin er tekin í árlegri ferð
slökkviðlismanna á
Keflavíkurvelli og fjölskyldna
þeirra. Að þessu sinni var
farið í Þórsmörk og var ferðin
vel heppnuð og skemmtileg.
Guðrún, Theódór, Tara og
Einar Örn blása í glœðurnar.
SLOKKVILIÐSMAÐURINN
47