Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 48
Fréttir frá Brunatæknifélagi íslands
Sex fræðslufundir á starfsárinu
Að hefðbundnum hætti voru
haldnir sex fundir á vegum félagsins á
liðnu starfsári (1996-97). Lögð var
áhersla á að hafa þar fræðandi efni.
Sérstaklega fyrir þá sem starfa á
einhvern hátt í þeim geira sem snúa
að slökkviliðum, fyrirbyggjandi
aðgerðum, hönnun, rannsóknum,
fræðslu og nýjungum í geiranum.
Fyrsti fundurinn var haldinn í
flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur-
flugvelli, 4. okt. 1996. Fundarefnið var:
Flugstöðin nú, öryggisboðunarbún-
aður, slökkvikerfi og fyrirhuguð stækk-
un stöðvarinnar.
Að fundi Ioknum áttu fundarmenn
góða kvöldstund saman yfir ánægju-
legum kvöldverði.
Kröftugir málaefnafundir
Annar fundurinn var haldinn í
húsnæði Flugmálastjórnar á Reykja-
víkurflugvelli, 13. nóvember 1996.
Fundarefni var: Efni sem leysa eiga
Halon af hólmi.
Þriðji fundurinn var haldinn á sama
stað 11. desember 1996. Fundarefnið
var: Eldvarnir og sérstakar fyrir-
byggjandi aðgerðir vegna jólahátðíð-
arinnar.
Fjórði fundurinn var haldinn á
sama stað, 15. janúar 1997.
Fundarefnið var: Helstu eldsvoðar
síðastliðins árs.
Fimmti fundurinn var haldinn 14.
febrúar 1997 og enn á sama stað á
Reykjavíkurflugvelli. Fundarefnið var:
Forsendur starfsemi neyðarlínunnar.
Fjölþættur aðalfundur
Sjötti og síðasti fundur starfsársins
var síðan aðalfundur félagsins. Hann
var haldinn í húsnæði Rafiðnaðar-
skólans, Skeifunni llb, 15. mars 1997.
Að afloknum hefðbundnum aðalfunda-
störfum ávarpaði formaður alþjóða-
samtakanna sem félagið er aðili að,
„The Institution of Fire Engineers“,
George Almond, fundinn.
Að því loknu voru haldin þrjú
fræðandi erindi: Björgun úr rústum,
mat á öryggi fólks í brennandi bygg-
ingum með líkindalegum aðferðum og
síðast en ekki síst, uppbygging slökkvi-
þjónustunnar í Englandi.
Inga nýr formaður
Tveir stjórnarmenn í félaginu höfðu
ákveðið að gefa ekki kost á sér í stjórn
félagsins áfram, það voru þeir Birgir
Ólafsson slökkviliðsstjóri á Reykja-
víkurflugvelli og Ásbjörn Björgvinsson
öryggisráðgjafi hjá VSl. Einnig varð
samkvæmt lögum félagsins að skipta
um formann. Björn Ingi Sverrisson
rafmagnstæknifræðingur sem verið
hefur formaður í tvö ár, hætti og við
tók Inga Hersteinsdóttir verkfræð-
ingur. Auk hennar sitja í stjórn
Guðmundur Gunnarsson varafor-
maður, Helgi ívarsson ritari, Halldór
Vilhjálmsson gjaldkeri (og sér um
erlend bréfassamskipti) og Björn Ingi
Sverrisson meðstjórnandi.
lukas
^-ínheim
’S’Ýií s,6kkvi,ið
[“‘eytur |r
48
SLOKKVILIÐSMAÐURINN