Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 49

Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Blaðsíða 49
Börnin fá bangsa Slökkviliðsmenn gefa börnum tuskubangsa í huggunarskyni. Færa börnum ástúð og öryggi. Góð reynsla af þessu tilraunaverkefni Eitt sérstakt slys kemur strax upp í huga kafteins Kurt Lossen. Hann og aðrir í Winona slökkviliðinu höfðu farið á slysstað þar sem bíll hafði ekið á reiðhjól. Við komuna á slysstað fundu þeir hræddan ungan strák, u.þ.b. 12 ára, sem bíllinn hafði ekið á. Þó Lossen muni ekki nákvæmlega smáatriði slyssins, man hann eftir sinni fyrstu hugsun - að gefa drengnum „Hug-A-Bear“ bangsa. Lossen minnist þess að hafa hikað í aðeins eina sekúndu, og velt því fyrir sér hvort strákurinn teldi sig of gamlan fyrir „Hug-A-Bear“ bangsa. „Ég hugsaði, að það sakaði ekki að spyrja og strákurinn greip bangsann og hélt honum þétt upp að sér, og ég hugsaði ,,vá! „Hug-A-Bear“ bangsinn gerði ótrúlegt gagn,“ sagði Lossen. Þessi bangsi og hundruð annarra voru saumaðir vandlega og af umhyggju af Marie Janikowski. Á heimili Janikowski sýnir hún tylftir af „Hug-A-Bear“ böngsum, allir í mis- munandi litum, sumir loðnir, sumir blettóttir, sumir brúnir. En allir þessir bangsar eru sætir, mjúkir og algjörlega heilir með augu, eyru, nef og ísaumað bros. Það tekur hana rétt rúmlega klukku- stund að búa til hvern bangsa, sem er talið einfalt miðað við nútíma mæli- Bangsar þekkjast líka á íslandi. Börn sem flutt voru með sjúkrabílum Slökkviliðs Reykjavíkur á árunum 1994-96 fengu bangsa að gjöf. Fyrirtœkið Max hf. gaf bangsana og nutu þeir mikilla vinsœlda. Hins vegar urðu sjúkraflutn ingsmenn uppiskroppa með bangsana sökum vinsœlda þeirra, en þeir eru vœntanlegir aftur. Á myndinni eru Lárus Petersen sjúkraflutningsmaður og Hlíf Steingrímsdóttir læknir með fangið fullt af böngsum. kvarða. Þó bangsarnir hafi hvorki rafhlöður né hreyfanlega hluta, þýða þeir ást og öryggi í augum barnsins. Janikowski hefur búið til bangsana síðustu tíu árin eða meira, fyrir hönd „Telephone Pioneers of America“. Hún útskýrir að hópurinn saman- standi af núverandi og fyrrverandi starfsmönnum símafyrirtækisins, en hún sjálf tilheyri þeim síðarnefndu. Hópurinn vinnur mörg önnur sam- félags verkefni - svo sem að greiða fötluðum aðgang að bílastæðum. Janikowski vissi að nafnið hennar var notað mikið við verkefnið. „Mér finnst gaman að sauma og mér líkar vel við börn og þetta virtist vera gott verkefni,“ sagði hún. I byrjun saumaði hún bangsa fyrir Sjúkrabílaþjónustuna í Rochester, Síðan leitaði hún til Ed Kohner, sem var þá slökkviliðsstjóri í Winona. „Mér fannst þetta myndi verða gott verkefni fyrir Winona. Ég spurði hann hvort hann myndi leyfa slökkviliðs- mönnum að gefa bangsana og honum fannst það frábær hugmynd og við höfum gert það alla daga síðan. „í hvert skipti sem ég hugsa um að hætta, heyri ég sögu frá einum slökkviliðsmanni um það hvernig einn bangsi róaði barn og gerði störf slökkviliðsmannanna auðveldari, og ég mun sauma nokkra í viðbót," sagði hún. Lossen er ánægður með að Janikowski haldi áfram að sauma. „Það sem hún er að gera með „Hug-A- Bear“ verkefninu er stórkostlegt. Börn grípa þessa hluti og gera nákvæmlega það sem heiti bangsans segir til um,“ sagði hann. „Sum barnanna gráta svo mikið að ekkert getur stöðvað tárin, en þau halda utan um bangsana og sleppa ekki takinu," sagði hann. Lossen útskýrði að bangsarnir eru hluti af súrefnispökkunum, fyrsta búnaðinum sem slökkviliðsmenn í Winona koma með á vettvang. Bangsarnir eru aldrei skildir eftir í bílunum. Janikowski segir að þó hún sendi enn nokkra „Hug-A- Bear“ bangsa til Rochester, þá sé gott að vita að þeir eru notaðir í Winona. Fyrir utan sögu Kurt Lossen, segir Janikowski að hún viti aldrei um afdrif bangsanna eða eigenda þeirra. En hún veit að bangsarnir geta verið fyrsta leikfang sumra barna sem byrja upp á nýtt eftir bruna. Fyrir aðra eru bangs- arnir huggun. Þeir gætu ekki verið verðmætari þó þeir væru fylltir með gulli. Grein eftir Deb Nahrgang / Winona Daily News - Eggert Guðmundsson þýddi. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 49

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.