Slökkviliðsmaðurinn - 01.09.1997, Page 50
Alyktun
um átak í brunamálum
starfshópur Sambands íslenskra sveitarfélaga
og Landssambands slökkviliðsmanna 27. júní 1997
Fulltrúar Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Lands-
sambands slökkviliðsmanna í
starfshópi sem ætlað er að
fjalla um fjármögnun á
starfsemi slökkviliða m.a.
með tilliti til gamals og víða
úrelts tækjabúnaðar ályktar
eftirfarandi:
Lagt er til að:
1. BÍ taki þátt í átaki og
standi að fjármögnun til
endurnýjunar tækja-
kosts slökkviliðanna í
landinu.
2. BÍ veiti styrk til for-
varnastarfa í brunamál-
um í þágu sveitarfélag-
anna s.s. árlegt Bruna-
varnaátak.
Brunabótafélag íslands hefur starf-
að að brunavörnum og tryggingum
með farsælum hætti nú í 80 ár. Það
hefur gegnt lykilhlutverki alla þá tíð.
Það er því eðlilegt að leitað sé til
Brunabótafélags íslands og það hvatt
til að koma að sérstöku átaki með því
að styrkja endurnýjun tækjakosts
slökkviliðanna í landinu. Mikil og brýn
nauðsyn er til að koma á slíku átaki.
Lagt er til að sett verði á laggirnar
sameiginleg nefnd skipuð fulltrúum frá
Brunabótafélagi íslands, Sambandi
íslenskra sveitarfélaga og Landssam-
bandi slökkviliðsmanna til að vinna að
framgangi málsins.
Ljóst er að ástandi tækjakosts
slökkviliðanna í landinu er víða veru-
lega ábótavant og á þetta ekki síst við
um bifreiðakost þeirra. Miklar lög-
bundnar skyldur hvíla á sveitar-
félögunum vegna þeirra fjölmörgu
verkefna er falla undir starfsemi
slökkviliða og lúta að grundvallar
öryggi íbúa hvers sveitarfélags og
varða líf, umhverfi og eignir sam-
borgaranna.
Eftirfarandi áhersl-
ur eru settar fram
um framkvæmd:
- Komið yrði á stöðluðu
heildarútboði vegna
bifreiða - og tækjakaupa
slökkviliða.
- Gerð verði 3ja til 5 ára
framkvæmdaáætlun.
Markmið BÍ eins og fram kemur í
lögum félagsins er að styrkja bruna-
varnamál á svæði félagsins. Það verða
því að teljast fullgild rök að verja
tilteknum hluta fjármuna BÍ til stuðn-
ings og uppbyggingar starfsemi
slökkviliðanna í landinu en rekstur og
ábyrgð þeirra heyrir undir sveitar-
félögin.
Lina Hertevig er fyrst
íslenskra kvenna til að
starfa í slökkviliði.
Hún er eldvarna-
eftirlitsmaður á Keflavíkur-
flugvelli. Hún starfar mjög
að félagsmálum og er m.a.
í varastjórn Lands-
sambands slökkviliðs-
manna. Á myndinni eru
Lína og Óli Ásmundsson
eldvarnaeftirlitsmenn með
nemendum sínum á
Keflavíkurvelli.
ltg£ ■ ,4 í* • W !». •) IBflr ' 1 - -
j 'Æf* . j
k V ■ \ |wr . 1 ’
50
SLOKKVILIÐSMAÐURINN