Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Blaðsíða 14

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Blaðsíða 14
14 Umfangsmikið brunavarnaátak í kjölfar Laugavegsbrunans Ikjölfar brunans við Laugaveg 40 og 40a þann 19. október 2002 var á fundi slökkvi- liðsstjóra með yfirmönnum forvarnadeildar ákveðið að kanna möguleika á að framkvæma ítarlega skoðun á húsum í þeim hverfum þar sem byggð gamalla húsa er hvað þéttust. Það sem helst hvatti til þessara ákvarðana var sú staðreynd að eldur náði til tveggja húsa í Laugavegsbrunanum og mikil mildi að þriðja húsið skyldi ekki verða eldinum að bráð líka. Hverfið sem tekið er fyrir núna afmarkast í grófum dráttum þannig: Snorrabraut að aust- an, Lækjargata að vestan, Hverfisgata að norð- an og Grettisgata að sunnan. Samtals er um að ræða u.þ.b. 300 hús. Til viðbótar koma síðan þau sambýlishús sem skoðuð verða þannig að heildarfjöldi húsa gæti verið um 350. Á þessu svæði eru margar af eldri bygging- um Reykjavíkur sem margar hverjar voru byggðar fyrir tíma reglugerða og samþykktra teikninga. Að auki hafa verið reist bakhús og viðbyggingar sem ekki koma fram á teikning- um. Af þessu mætti skilja að í heildina sé um ófremdarástand að ræða en svo er þó ekki. Þó eru þarna nokkrir kjarnar sem nauðsynlega þarf að fá lagfærða. Um er að ræða sam- byggðar byggingar án eldvarnaveggja og byggingar sem standa það þétt að sambruna- hætta er fyrir hendi. Einnig hafa verið gerð göt í eldvarnaveggi. I mörgum tilfellum er um blandaða notkun að ræða. Við Laugaveginn og aðliggjandi götur eru yfirleitt verslanir á jarðhæð og á efri hæðum skrifstofur eða íbúðir. Mörg íbúðarhús eru á baklóðum á þessu svæði, flest þeirra eru ein- býlishús. Undirbúningur og aðferðir Akveðið var að senda eigendum atvinnuhús- næðis bréf og bjóða þeim að vera viðstaddir skoðun bygginganna. Einnig voru send bréf til íbúðaeigenda/íbúa fjölbýlishúsa og þeim boðin eldvarnaskoðun á sameign án kvaða um úrbætur, en þetta er sá háttur sem hafður er á varðandi skoðun fjölbýlishúsa almennt. Við gerum okkur vonir um að takast megi með þessum hætti að fá fólk til að hugsa um brunavarnirnar. Úttektirnar eru því sem næst á hefðbundnu formi forvarnasviðs. Skipulags- Algengt er að gerðar séu athugasemdir við hvernig staðið er að geymslu á sorpi. stofa útbjó fyrir okkur kort af svæðinu með sérmerktum öllum þeim húsum sem innihalda atvinnustarfsemi. Byggingafulltrúaembættið sá svo um að ljósrita fyrir okkur byggingarnefnd- arteikningar af öllum þessum húsum. Einnig lét byggingarfulltrúi okkur hafa gát- lista með þeim atriðum sem hann vill leggja áherslu á og verða þeir útfylltir og afhentir honum. íbúðarhús verða ekki skoðuð að inn- an nema eigendur óski eftir því, en umhverfið verður skoðað og teknar verða myndir til glöggvunar fyrir þá sem að málinu koma. Kröfur um úrbætur Eftir skoðun er kröfubréf sent til eigenda á sambærilegu formi og venja er í öðrum skoð- unum. f húsum þar sem bæði eru íbúðir og atvinnustarfsemi er hluti athugasemda settur fram sem ábendingar og hluti sem kröfur. í fjölbýlishúsum eru skilin eftir útfyllt skoðun- arblöð, þau sömu og í öðrum fjölbýlishúsa- skoðunum. Þegar gerðar eru kröfur á gömul hús þarf að taka tillit til aldurs þeirra því oft og tíðum er útilokað að ætlast til þess að þau geti uppfyllt kröfur um brunavarnir sem gerðar eru til húsa í dag. Því hefur verið tekið tillit til þessa við kröfúgerðina og frekar reynt að benda á mót- vægisaðgerðir til að auka öryggi. Með mót- vægisaðgerðum er oftast lagt til að setja upp viðvörunarkerfi til að stytta viðbragðstíma. Staðan eftir þrjá mánuði Fyrsta skoðun fór fram 17. janúar 2003. Um mánaðamót apríl/maí var búið að skoða um 50 hús og gera um 120 skýrslur því hver eignarhluti er skoðaður sérstaklega. Athuga- semdalistar byggingarfulltrúa eru fylltir út og fjölmargar myndir teknar af byggingunum innan sem utan og einnig af nánasta um- hverfi þeirra. Á sama tíma hafa níu sambýlis- hús verið skoðuð á svæðinu. Nokkurn tíma til viðbótar þarf til að ljúka verkefninu en reiknað er með að því ljúki á þessu ári. Þeir sem hafa unnið við verkefnið telja að það hafi skilað ágætum árangri en spurning er hvort niðurstöðurnar gefi ástæðu til að halda þessu áfram með sama hætti og verið hefur eða hvort breyta ætti fyrirkomulaginu. Niðurstöður Segja má að þær niðurstöður sem liggja fyrir komi ekki svo mjög á óvart. í flestum tilfell- um er um að ræða frekar hefðbundnar at- hugasemdir. Helstu niðurstöður eru í 11 flokkum og raðað eftir þeim. Flokkunin var í samræmi við neðangreinda töflu: Ágallar á hólfunum að stigahúsum 33 Ágallar á hólfunum milli eignarhluta 25 Ágallar á klæðningum lofta og veggja 20 Sambrunahætta milli húsa 18 Ágallar á rýmingarleiðum 40 Ágallar á viðvörunarkerfum (reykskynjurum) 39 Ágallar á geymslu á sorpi 30 Umgengni um sameign ábótavant 16 Ágallar á rafbúnaði 8 Ágallar á gasbúnaði 6 Ágallar á slökkvibúnaði 35 Slökkviliösmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.