Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Blaðsíða 33
33
Purga-T sjálfvirkt slökkvitæki fyrir sjónvörp
Getur komið í veg fyrir stórbruna!
Purga-T er fyrsti sérsniðni slökkvibúnaður
fyrir sjónvörp. Við eldsupptök leysist efnið út
sjálfkrafa og slekkur eldinn í tækinu
Fyrsti slökkvibúnaður sinnartegundar
í heiminum í dag og er hannaðuraf
rússnesku geimferðastofnuninni.
Það hefur gífurlegan slökkvimátt, svo
lítið þarf af því miðað við önnur slökkvi-
efni á markaðnum.
Kynningartilboð
|.9yQ0,- sw-
Pantaðu búnaðinn strax í dag,^
á morgun getur það verið of seint. Sími 462-7788 og 899-7788J
Innflutningur H. Blöndal ehf • www.hblondal.com
SIEMENS
Glerárgötu 34 • Sími 462 7788 j ljosgjafinn@ljosgjafinn.is
www.ljosgjafinn.is j "m QS Raögreiöslur
Sjónvarpsbrunar eru með verstu brunum sem
upp geta komið, en fréttir af slíkum brunum
sjást oft á síðum dagblaðanna. Oft og iðulega
gerast slíkir brunar þegar fólk á þeirra síst
von, og jafnvel þegar ekki er einu sinni kveikt
á sjónvarpinu. Hægt er að koma í veg fyrir
slík óhöpp með litlu tæki sem kallast
Purga-T og er sérhannað til þess að vakta og
slökkva sjónvarpsbruna.
— Ef myndlampi í sjónvarpi springur
skjótast eldagnir um allt, í fólk, húsgögn og
gluggatjöld. Þótt einhver sé heima þá gerast
svona brunar svo hratt að það er oft ekkert
hægt að gera nema forða sér, segir Esther
Helga Guðmundsdóttir, markaðsstjóri hjá fyr-
irtækinu H. Blöndal ehf í Kópavogi, en fyrir-
tækið hóf innflutning og sölu á Purga-T sjálf-
virka slökkvitækinu um mitt síðastliðið ár.
Sjálft slökkvitækið er á stærð við botn á
litlu glasi og er 1,5 sm að þykkt. Því er
þannig fyrir komið að borað er í lokið aftan á
sjónvarpinu og tækið límt þar í. Inn í sjón-
varpið liggur þá hitanæmur þráður sem
kviknar í ef eldur kemur upp. Þráðurinn leys-
ir síðan slökkvimiðilinn úr hylkinu sem
slekkur eldinn umsvifalaust.
Alltaf á vakt
Purga-T sjálfvirka slökkvitækið er hannað af
rússnesku geimvísindastofnuninni. Slökkvi-
efnið sem notað er nefnist „Aerosol“ og er
það hættulaust mönnum og vistvænt. Það
hefur gífurlegan slökkvimátt og þarf því mjög
lítið af því til þess að slökkva í einu sjónvarpi.
- Tæki þetta hefur verið prófað af Slökkvi-
liði höfuðborgarsvæðisins að viðstöddum
fulltrúum allra trygginga-
félaganna með mjög góð-
um árangri. Það sem er
náttúrulega svo gott við
sjónvarpsslökkvitækið er
að það er á vakt allan sól-
arhringinn og ef eldur
kviknar, þá slekkur það
strax í honum. Það gefur
því augaleið hvílíkt öryggi
er fólgið í tækinu. Einnig
hentar slökkvitækið ótrú-
lega vel í sumarbústaði þar
sem sjónvörp eru og sem
myndu fuðra upp um leið
ef sprenging yrði, enda
venjulega langt í næsta
slökkvilið, segir Esther
Helga.
ísetning innifalin
Purga—T sjónvarpsslökkvi-
tækið kostar 6.900 krónur
ísett. Endingartími tækis-
ins er 15 ár.
— Við erum með um-
boðsmenn um allt land
sem fara í heimahús og
setja slökkvitækið í heim-
ilissjónvörpin. Isetningin
tekur ekki nema fimm
mínútur. Við höfum
einnig gert nokkuð af því að fara í sumarbú-
staði. Við erum til dæmis komin með um-
boðsmenn sem fara í fjölmennari sumarhúsa-
byggðirnar, upplýsir Esther Helga. Þess má
geta að þeir sem hafa áhuga á að kynna sér
búnaðinn betur geta haft samband við H.
Blöndal ehf. í síma 517 2121 eða komið við í
Auðbrekku 2 í Kópavogi.
Slökkviliðsmaðurinn