Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Blaðsíða 36

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Blaðsíða 36
36 Islandsmót slökkviliða í knattspyrnu og kraftlyftingum Þann 12. apríl síðastliðinn fór fram Islands- mót slökkviliða í innanhússknattspyrnu og kraftlyftingum. Mótið var að þessu sinni í umsjá Brunavarna Suðurnesja. Kraftlyftingamótið er nýjung sem ákveðið var að prófa og þótti takast vel, en keppendur hefðu mátt vera fleiri en þeir voru ekki nema sex. Engu var líkara en menn hefðu verið feimnir við að taka þátt en það lagast vonandi í framtíðinni ef mótið verður fastur Iiður og verður þá á sama tíma og knattspyrnumótið. Það voru löglegir dómarar sem sáu um að allt yrði löglegt og verður haldið utan um allar tölur og í framtíðinni verður hægt að sjá hverju menn þurfa að lyfta til að komast inn á metaskrá. Keppt var í opnum flokki með stigakeppnis- fyrirkomulagi og var keppt í réttstöðu og bekk- pressu. Einnig voru veitt verðlaun fýrir saman- lagða þyngd. Urslitin voru sem hér segir: Bekkpressa 1. JónTrausti Gylfason SHS með 145 kg. 2. Valgeir Ólafsson Sl. Keflavíkurflugv. með 140 kg. 3. Óttar Karlsson SHS með 132,5 kg. Réttstaða 1. Sævar Borgarsson Sl. Keflavíkurflugv. með 200 kg. 2. Herbert Eyjólfsson Brunavörnum Suð- urn. með 180 kg. 3. Óttar Karlsson SHS með 180 kg. Óttar lendir í þriðja sæti vegna þess að hann er aðeins þyngri en Herbert. Samanlagt 1. Sævar Borgarsson Sl. Keflavíkurflugv. með 330 kg. 2. Óttar Karlsson SHS með 312,5 kg. 3. Herbert Eyjólfsson Brunavörnum Suð- urn. með 300 kg. SHS vann sigur í knattspyrnunni Knattspyrnumótið fór að þessu sinni fram í Iþróttamiðstöðinni í Garði. Þátttökulið voru fimm, það er tvö Iið frá SHS, eitt frá Kefla- víkurflugvelli, eitt frá Brunavörnum Suður- nesja og eitt frá Slökkviliði Akureyrar sem var ÍJ i / ÆBÆ ■ [ * jfll J I ■ m Jj 'f Lið SHS sigraði í knattspyrnumótinu efiir mikla baráttu, blóð, svita og tár Sigurvegararnir í bekkpressu. Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.