Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Blaðsíða 38

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Blaðsíða 38
38 Landsmót LSS í golfi 2002 t>að var fallegur dagur sem heilsaði kylfingum þann 9. ágúst 2002 þegar landsmót LSS í golfi var haldið á Hvaleyrarholtsvelli í Hafn- arfirði. Völlurinn skartaði sínu fegursta og höfðu vallarstarfsmenn staðið sig glæsilega í að mæta kröfum kylfinga um góðan völl. Ræst var út frá klukkan átta og frameftir hádegi. Kylfingar áttu ánægjulegan dag og nutu fé- lagsskapsins og spilamennskunar en nokkur vandamál komu upp og eru þau til að læra af. Þau koma til af því að mótið er orðið gífur- lega stórt en því ber að sjálfsögðu að fagna. I fjölmennum mótum er erfitt að raða í rás- hópa svo allir séu sáttir. Það sem flestir eru sammála um er að spilamennskan tók of langan tíma og var sett nefnd á laggirnar eftir mótið til að fara yfir reglur og fyrirkomulag sem nýtist vonandi á næsta landsmóti LSS sem fram fer á Akureyri þann 16. ágúst 2003. Leikfyrirkomulag var höggleikur og spilað- ar voru 18 holur. I nýliðakeppninni voru spilaðar 9 holur. Glæsileg umgjörð Umgjörðin var öll hin glæsilegasta og var Brynja í veitingasölunni með heitt á könn- unni og mat allan daginn fyrir svanga og þreytta kylfinga. Síðustu þátttakendur úr mótinu voru að tínast inn langt fram eftir degi. Gert var hlé á mótinu og hittust kylfingar aftur í golfskálanum og snæddu saman kvöldmat. Að því loknu voru verðlaun afhent og í lokin var svo dregið úr skorkort- um og veittir veglegir vinningar. Við höfðum svo skálann útaf fyrir okkur fram eftir nóttu og sátu margir yfir drykk og ræddu málin. Flestir voru sammála um það að þessi dagur hafi verið hinn ánægjulegasti og okkur og okkar félagi til mikils sóma. Urslit voru sem hér segir: Sveitakeppni án forgjafar (Rauði hjálmurinn) 1. A-sveit Keflavíkurflugvallar, 256 högg. 2. A-sveit SHS, 258 högg. 3. A-sveit Akraness, 262 högg. Sveitakeppni með forgjöf 1. B-sveit SHS, 219 högg (Bergur Sigurðs- son og félagar). 2. A-sveit SHS, 219 högg 3. B-sveit Keflavíkurflugvallar, 220 högg. Einstaklingskeppni karla án forgjafar 1. Björn Halldórsson Keflavíkurflugvelli, 73 högg. 2. Kristján Björgvinsson, 82 högg. 3. Gunnar Björgvinsson, 82 falleg högg. Einstaklingskeppni karla með forgjöf 1. Jóhann Ásgeirsson SHS, 64 högg. 2. Skapti Þórisson Keflavíkurflugvelli, 70 högg. 3. Björn R. Ingólfsson fyrrv. slökkviliðsmað- ur, 71 högg. Einstaklingskeppni kvenna 1. Sæti án forgjafar: Sigríður Kristjánsdóttir, 97 högg. 1. sæti með forgjöf: Þuríður Sölvadóttir, 80 högg. Nýliðaflokkur 1. Andri Friðriksson, 45 högg. 2. Kristinn S. Kristinsson, 46 högg. 3. Kristmundur Carter, 46 högg. Nœstur holu á 4. braut: Jón Á. Ólafsson, 2,24 metrar. Nœstur holu á 6. braut: Helgi S. Harrýsson, 0,73 metrar. Næstur holu á 10. braut: Gestur D. Pétursson, 1,20 metrar. Næstur holu á 16. braut: Stefán Halldórsson, 1,73 metrar. Lengsta upphafshögg á 18. braut: Björn Halldórsson. Golfkveðjur, Gunnar Björgvinsson og Bergur Sigurðsson. Heimsleikarnir í Barcelona 2003 Dagana 24. júlí til 7. ágúst 2003 mun 19 manna hópur á vegum Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) fara á heimsleika lögreglu- og slökkviliðs- manna, World Police & Fire Games, í Barcelona á Spáni. Þessir leikar eru þeir 10. í röðinni en þeir eru haldnir á tveggja ára fresti og skiptast borgir víðsvegar í heiminum á um að halda leikana. Áætlað er að þátttakendur í ár verði um tíu þúsund og að auki talsvert af aðstandendum. Keppt verður í um það bil 64 greinum bæði karla og kvenna og eru þetta allar þær helstu íþróttagreinar sem og greinar sem tengjast okkar starfi. í ár sendum við lið til keppni í lyftingum, pílukasti, innanhúss- fótbolta, karate og sjómanni. Undirbúningur fyrir leikana byrjaði strax upp úr áramótum. Reynt var eftir fremsta megni að skipta verkefnum á sem flesta en meðal verkefna er að útvega flug og gistingu, útvega keppnistreyjur og utanyfirgalla og svo söfnun auglýsinga og styrkja á búninga og í blað LSS. Lið frá Islandi var síðast sent á leikana árið 1999 en það var jafnframt í fyrsta skipti sem hópur frá íslandi var sendur á heimsleikana sem þá voru haldnir í Stokkhólmi í Svíþjóð. Sá hópur samanstóð af 20 slökkviliðsmönn- um frá Brunavörnum Suðurnesja, Slökkviliði Keflavíkurflugvallar og Slökkviliði Reykjavík- ur. Þá komu t hús tveir verðlaunapeningar; Gunnlaugur Jónsson (SR) vann silfur í pílu- kasti og Herbert Eyjólfsson (BS) náði bronsi í sjómanni. Fyrir hönd utanfara, Hörður J. Halldórsson. Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.