Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Side 32

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Side 32
32 Anægja með starfið í Sjúkraflutningaskólanum Samningar undirritaðir í vor Samningar fyrir hlutastarfandi sjúkraflutningamenn tókust loks í apríl síðastliðnum. Eins og ofiast við gerð samninga náðist sumtfiam en annað ekki. Það hekta er að veruleg hœkkun launaliðar náðist, greidd- ir œfingatímar og síðast en ekki síst er gildistími samkomulagsins frá apríl 2001. Mun samkomulagið verða kynnt um allt land í maí ogjúní með heimsókn formanns og fagdeildarformanns. A myndinni handsala Vemharð Guðnason og Guðmundur H. Gunnarsson nýja samninginn. I ályktun sem samþykkt var á ársfundi LSS í vor er lýst yfir ánægju með það starf sem hafið hefur verið í Sjúkraflutningaskólanum og seg- ist ársfundurinn vona að skólinn eigi eftir að eflast og verða sá skóli sem allir sjúkraflutn- ingamenn geti verið stoltir af að hafa sótt. Ársfúndur LSS var haldinn í húsi BSRB föstudaginn 21. mars síðastliðinn. Að fundin- um loknum var efnt til málþings um Bruna- málaskólann og var það gífurlega vel sótt. Á ársfúndinum var samþykkt ályktun þar sem fram koma áhyggjur af stöðu Brunamálaskól- ans, „þ.e. að ekkert nám sé hafið og engin námskeið haldin eða kynnt á vegum skólans og að sú staða hefúr staðið alltof lengi“, eins og segir í ályktuninni. Ennfremur samþykkd ársfundurinn svohljóðandi ályktun: „LSS harmar það áhugaleysi og viljaleysi sem stjórnvöld á Islandi hafa sýnt sjúkra- flutningum í dreifbýli. Með því að ætlast til þess að hlutastarfandi sjúkraflutningamenn standi bakvaktir 24 tíma á sólarhring allt árið um kring án þess að þeim séu greidd þau laun sem þeim ber. Að standa bakvakt vegna sjúkraflutninga er gífurleg skuldbinding fyrir sjúkraflutningamenn, fjölskyldur þeirra, jafnt sem atvinnuveitendur þeirra. I dag er staðan sú að nýjar kynslóðir fást ekki til starfa þar sem ríkið lítur á þetta starf sem þegnskyldu- vinnu, lítil sem engin laun fást fyrir og kvöð- in og ábyrgðin er gífurleg. Með því að neita að greiða hlutastarfandi sjúkraflutninga- mönnum þau laun sem þeim ber fyrir staðn- ar bakvaktir og þá vinnu sem þeir inna af hendi er ríkið að vinna að því að sjúkraflutn- ingar í dreifbýli leggist niður og þar með jafnframt að segja að í dreifbýli eigi íbúar og gestir Islands ekki að eiga kost á góðri sjúkra- flutningaþjónustu.“ Með kunnáttu og réttum búnaði getur þú bjargað mannslifum Þekking á einföldum grundvallaratriðum skyndihjálpar - svo og réttur skyndihjálparbúnaður í bíl - getur skilið milli Lífs og dauða eða komið í veg fyrir varanLeg örkumL þegar á reynir. Upplýsingar um námskeió i sima 570 4000 Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.