Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Blaðsíða 30

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Blaðsíða 30
30 Heiða Björg Ingadóttir slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður Get vel hugsað mér að gera þetta að ævistarfi Það vakti mikla athygli þegar konur voru fyrst ráðnar í útkallslið Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) snemma árs 2001. Heiða Björg Ingadóttir var önnur tveggja kvenna sem brutu blað í sögu liðsins með því að ráðast þar til starfa. Síðan hafa fleiri konur verið ráðnar en hætt og aðr- ar sótt um án þess að fá ráðningu. Heiða Björg er um þessar mundir eina konan sem starfar í útkallsliðinu. Hún lætur vel af starf- inu og segist vel geta hugsað sér að gera það að framtíðarstarfi. - Það varð vissulega dálítið uppnám í lið- inu þegar fréttist að konur hefðu verið ráðnar til starfa. Síðan þykist ég hafa sýnt fram á að ég get þetta ekkert síður en strákarnir þótt sumir virðist enn eiga frekar erfitt með að sætta sig við að kona skuli starfa í liðinu. Eg sótti um kannski fyrst og fremst vegna áhuga á sjúkraflutningum og sem leiðbeinandi í skyndihjálp vissi ég nokkurn veginn að hverju ég myndi ganga í því. En um slökkvi- þáttinn vissi ég sama og ekkert. Nú finnst mér bara gaman að fást við þann hluta starfs- ins, ekki síst reykköfunina, segir Heiða Björg í samtali við Slökkviliðsmanninn. Hún var að verða þrítug þegar hún sótti um þetta starf sem hafði verið og er í raun ennþá dæmigert karlastarf þótt fáeinar konur hafi sýnt því áhuga og náð að brjóta ísinn. Hún var hins vegar enginn nýgræðingur í að vinna karlavígi af þessu tagi því hún gekk fyrst kvenna í Flugbjörgunarsveitina í Reykja- vík árið 1993. Áhyggjur af reykköfuninni Heiða Björg er fædd og alin upp í Vest- mannaeyjum. Hún er stúdent og tækniteikn- ari frá Iðnskólanum í Reykjavík en hafði unnið ýmis störf áður en hún kom til SHS, meðal annars sem sölumaður í Intersport og sem landvörður í Skaftafelli. Hún er íþrótta- og útivistarmanneskja. Karate er hennar íþrótt um þessar mundir en hún hefur einnig lagt stund á knattspyrnu, handknattleik og júdó. Hún keppir raunar fyrir Islands hönd í karate á heimsleikum slökkviliðs- og lög- Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.