Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Side 12
12
Slökkviliðið í Fremont var að endtirnýja allan bílaflota sinn þegar Haraldur og Björn voru þar á ferð.
þekkjum hér. Hvíldaraðstaðan er þannig að
allir eru saman í einum sal nema stöðvarstjór-
inn sem hefur sitt eigið herbergi. Æfingaað-
staðan er í sumum tilvikum staðsett þarna.
Stöð níu hafði það hlutverk að sjá um
reykköfunartæki og svo vel vildi til að þeir
voru að taka í notkun ný reykköfunartæki,
MSA í staðinn fyrir Scott. Skipt var um öll
reykköfunartæki á öllum stöðvum í einu og sá
okkar stöð um að koma þeim á stöðvarnar.
MSA-tækin eru með einum sex lítra fíberloft-
kút. Mælirinn er bæði með venjulegum loft-
mæli og stafrænum mæli með ýmsum upplýs-
ingum. Einnig er í mælinum hitaskynjari sem
gefur frá sér aðvörunarhljóð, til dæmis þegar
reykkafarinn er of lengi í of miklum hita.
I öndunarmaskanum er sérstakur búnaður
sem gerir það að verkum að þegar hann er
ræstur með einum hnappi heyrist skýrt í rödd
reykkafarans út úr maskanum.
Síðast en ekki síst er í þar til gerðum vasa á
öllum reykköfunartækjum loftslanga til að
tengja milli reykköfunartækja þannig að ef
annar reykkafarinn er orðinn loftlítill getur
félagi hans strax gefið honum af sínum loft-
birgðum. Það virkar þannig að loftmagnið á
milli tækjanna jafnast. Ef annar er með 50
bör en hinn með 150 bör verða 100 bör á
báðum tækjum.
Allur bílaflotinn endurnýjaöur
Slökkviliðið í Fremont var um þessar mundir
að endurnýja allan bílaflota sinn þannig að
hver stöð fékk nýjan slökkvibíl af Pierce-gerð.
Einnig voru þeir að taka í notkun nýjan, sér-
útbúinn bíl fyrir eituefnaslys og er hann
meðal annars með rannsóknastofu, veðurstöð
og jafnvel salerni. Einnig er hann með full-
kominn tölvubúnað. Reykköfunartækin í
þessum bíl eru öll með níu lítra loftkút.
Slökkviliðið var ennfremur að fá alveg eins
bíl sem var sérútbúinn sem björgunarbíll.
Stigabílarnir eru tveir, af gerðinni Americ-
an La France, og ná þeir um það bil 32 metra
hæð. Tvo menn þarf til að aka þeim því ann-
að stýri er að aftan. Við fengum leyfi til að
prófa að stýra að aftan og var það skemmtileg
upplifun. Stýrt er í öfúga átt við þá sem
beygja á í. I þessum bílum eru klippur,
glennur, loffpúðar og þess háttar.
Allir bílar liðsins eru merktir með FDNY
in Memory til minningar um slökkviliðs-
mennina sem fórust 11. september 2001.
Okkur kom verulega á óvart að allir lausir
stigar voru úr timbri. Álstigarnir höfðu verið
teknir úr notkun vegna þess að slökkviliðs-
maður lét lífið þegar hann fékk rafmagnsstuð
er hann var að leggja stiga að húsi. Hinum
megin við húsið hafði rafmagnslína slitnað,
snert húsið og leitt rafmagnið eftir þakrenn-
unni.
Golfvöllur er við hliðina á stöð níu og gaf
golfklúbburinn slökkviliðinu sérstakan
hnjaskvagn til að nota inni á vellinum ef með
þyrfti svo ekki þyrfti að fara inn á völlinn
með þunga bíla.
GI.OFAXl HF
ÁRMÚLA 42, 108 REYKJAVÍK
SÍMAR 553 4236 & 553 5336
FAX 588 8336
Eldvörn er nauðsyn
ELDVARNARHURÐIR
Slökkviliðsmaðurinn