Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Blaðsíða 18

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Blaðsíða 18
18 Erling Júlínusson slökkviliðsstjóri Þurfum að takast á við nýjar aðstæður og auknar skyldur ErlingJúlínusson, nýbakaður slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar: Okkar bíða mörg mikilvœg verkefhi sem verður spennandi að takast á við. angað til starf slökkviliðsstjóra hér á Ak- ureyri var auglýst hafði ég ekki önnur áform en að starfa áfram sem stöðvarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins enda var ég ánægður í því starfi. En það er ekki oft sem starf slökkviliðsstjóra í atvinnumannaliði losnar og mér fannst ekki hægt annað en að láta reyna á þetta. Það sakaði ekki að konunni leist strax vel á að flytja norður. Eg reyndi að láta það ekki koma mér á óvart að ég skyldi verða fyrir valinu enda hefði ég ekki sótt um nema ég teldi að ég ætti raunhæfa möguleika. Slökkvilið Akureyrar er öfl- ugt og vel mannað lið og ég er mjög ánægður með að vera kominn til starfa hér. Okkar bíða mörg mikilvæg verkefni sem verður spennandi að takast á við, segir Erling Júlínusson, nýráðinn slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, í sam- tali við Slökkviliðsmanninn. Segja má að talsverð tímamót hafi orðið hjá Slökkviliði Akureyrar fyrr á þessu ári. í janúar voru liðin 50 ár frá því teknar voru upp fastar vaktir launaðra starfsmanna hjá liðinu. í febr- úar tók Erling svo við starfi slökkviliðsstjóra af Tómasi Búa Böðvarssyni sem hafði gegnt starfinu í næstum 30 ár eða frá 1974. Kona Erlings og dætur búa enn fyrir sunn- an en hyggjast flytja norður með vorinu. Fjölskyldan er búin að selja hús sitt í Reykja- vík og er staðráðin í að koma sér fyrir á Ak- ureyri til frambúðar. I miðju samtali blaðsins við Erling fær hann símtal frá fasteignasala. - Eg hef haft í mörgu að snúast síðan ég kom norður svo það hefur hentað mér ágæt- lega að búa einn. En við hlökkum auðvitað til þess að koma okkur fyrir hér og búa sam- an að nýju. Okkur líst mjög vel á að búa hér, umhverfið er fjölskylduvænt og ég hef góða tilfinningu fyrir fólkinu og öllum aðstæðum, segir Erling. Víðfeðmt starfssvæði Erling vissi býsna vel að hverju hann myndi ganga hjá Slökkviliði Akureyrar. Hann þekkti til starfsmanna og aðstöðu liðsins og ekki sakar að vaktir hjá Slökkviliði Akureyrar eru þær sömu og hjá SHS. Liðin veita að mestu leyti sams konar þjónustu en sá munur er þó á að Slökkvilið Akureyrar rekur hvorki köfunar- flokk né landflokk. Á hinn bóginn er sjúkra- flug talsvert áberandi í starfi Slökkviliðs Akur- eyrar en síður hjá sunnanmönnum. Talsverður munur er jafnframt á starfssvæði liðanna því starfssvæði Slökkviliðs Akureyrar er æði víð- feðmt. Það nær vestur á miðja Öxnadalsheiði, Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.