Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Side 22
22
MT-bílar smíðuðu þennan sérútbúna vinnubíl fyrir Rarik.
fjarðarbæ um smíði nýs slökkvibíls fyrir
slökkviliðið hér á staðnum. Það var sem sagt
samið um hvað hann mætti kosta en ekki svo
nákvæmlega um hvernig hann skyldi verða.
Raunin varð sú að við smíðuðum ofan á
GMC pallbíl, settum í hann lausa dælu, þús-
und lítra tank og tilheyrandi búnað. Þessi bíll
hefur reynst vel og er enn í notkun. Það var
okkar leiðarljós frá upphafi að útbúa bíla sem
henta hérlendis. Bílarnir eru hannaðir með
það í huga að eigin þyngd verði sem minnst
svo þeir geti tekið meiri búnað og vatn en
venjulegir bílar, segir Sigurjón við Slökkvi-
liðsmanninn.
I framhaldi af þessu smíðaði Sigurjón
nokkra smærri dælubíla sem eru í notkun á
Ólafsfirði, Dalvík og víðar og standa vel fyrir
sínu. A árunum 1993-1994 segir Sigurjón að
nokkur óvissa hafi skapast um framtíð fram-
leiðslunnar vegna umræðu sem þá var um
sameiningu sveitarfélaga auk þess sem óvíst
var hvernig fjármunum Brunabótafélagsins
yrði ráðstafað. Sigurjón ákvað því að snúa sér
að öðru um hríð.
Eitt mót
— Ég ákvað að sjá hvernig þessi mál þróuðust
áður en lengra yrði haldið. Ég hélt hins vegar
áfram að hugsa og teikna og kynna mér
hvernig yfirbyggingu þessara bíla yrði best
fyrir komið þannig að þeir gætu borið sem
mest vatn og sem mestan búnað. Ég fór með-
al annars utan til þess að kynna mér þessa
hluti og koma mér upp samböndum. Árið
1998 byrjaði ég svo að smíða mót fyrir nýja
yfirbyggingu á slökkvibíla. Ég smíðaði fýrst
módel úr timbri sem leit út nákvæmlega eins
og bíllinn átti að líta út og þróaði út frá því
yfirbyggingu úr plasti. Síðan hef ég ekki litið
um öxl. Það tók mig sjö mánuði að smíða
mótið með því að vinna frá morgni til kvölds
alla daga. Mótið var svo tilbúið árið 1999 og
á þeirri grunnhugmynd byggir framleiðslan í
dag, hvort sem um er að ræða slökkvibíla,
vinnubíla eða aðra bíla.
- Þetta var auðvitað erfitt og dýrt. Ég fékk
hvergi fjármagn til þess að létta undir á þessu
þróunarskeiði svo ég varð einfaldlega að lifa á
vinnu konunnar á þessum tíma. Það var ekki
fýrr en árið 2000 sem mér tókst að fá Ný-
sköpunarsjóð og fleiri að fýrirtækinu sem
fjárfesta og það hjálpaði mikið. Um sama
leyti náðum við svo samningum við Ólafs-
fjarðarbæ um að smíða ofan á tíu tonna Benz
sem var staðgreiddur við undirskrift samn-
ings. Nokkru áður hafði ég smíðað á Ford
550 og Dodge Ram sem fóru til Vestmanna í
Færeyjum og til Hellu. Það munaði mikið
um þetta á sínum tíma, segir Sigurjón.
Vönduð og endingargóð vara
AIls hafa nú orðið til rúmlega 20 bílar í smiðju
Sigurjóns sem byggja allir á sömu hönnun á
yfirbyggingu. Auk dælubíla fýrir slökkvilið hef-
ur Sigurjón smíðað bíla fýrir björgunarsveitir,
snjóbíl fýrir Björgunarsveitina Súlur á Akur-
eyri og vinnubíl sem RARIK notar við vinnu á
hálendinu. Hann er meðal annars útbúinn
með sérstakri braut fýrir snjósleða.
Yfirbygging Sigurjóns er öll úr plasti. Hið
sama gildir um tankinn í bílunum. Einstakir
hlutar yfirbyggingarinnar eru límdir saman
þannig að á endanum er um að ræða eina ein-
ingu svo engin hreyfmg er á yfirbyggingunni.
Byggingarlagið og hönnunin er algerlega hug-
mynd Sigurjóns og á sér ekki sinn líka.
- Minn metnaður felst í því að framleiða
vandaða og endingargóða vöru sem hentar
þeim sem kaupa. Kaupandinn á að geta
treyst því að allt virki eins og til er ætlast. Ég
tel að þetta hafi komið á daginn. Bílarnir
hafa reynst vel og menn eru ánægðir með það
sem þeir fá frá okkur. Við leggjum til dæmis
mikið uppúr því að öll vinnuaðstaða slökkvi-
liðsmanna sé sem best, aðgengi að verkfærum
sé gott og menn geti unnið í eðlilegri vinnu-
hæð, segir Sigurjón.
Kröfuharðir kaupendur
Hann segir að framleiðslan sé farin að ganga
vel en Sigurjón vinnur við framleiðsluna
ásamt þremur öðrum starfsmönnum. Hann
segist stefna að því að halda smíði slökkvibíla
áfram en hyggst jafnframt auka umsvifin í
smíði bíla fýrir aðra björgunaraðila og leita á
ný mið, til dæmis í smíði sjúkrabíla.
- Undanfarið ár höfum við verið að átta
Sigurjón hefur smíðað nokkra bílafyrir minni slökkvilið.
Slökkviliðsmaðurinn