Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Side 8
8
Námskeið á vegum forvarna-
og fræðsludeildar víða um land
UM6UÐAMfi{.UN
Starfsfólk fyrirtœkja víða um land hefur fengið leiðbeiningar um hvernig bregðast á viðþegar eldur kemur upp.
Tólfta starfsár forvarna- og fræðsludeildar
LSS er runnið upp. Starfið hefur verið með
hefðbundnu sniði, eldvarnanámskeið í stofn-
unum og fyrirtækjum auk eldvarnavikunnar
margrómuðu. Algengasta námskeiðsformið
hefur verið svokallað .Almennt námskeið“
sem bæði er bóklegt og verklegt. Þar er farið
yfir meðal annars hvernig forgangsraða skuli
aðgerðum ef eldur kviknar, hvað valdi flest-
um eldsvoðum, um hvað eldvarnir snúist en
það er æði margt ef grannt er skoðað, til
dæmis greiðar flóttaleiðir, viðvörunarkerfi
sem mark er tekið á og starfsfólk sem hefur
eitthvert gripsvit á eldvörnum. Kynntar eru
helstu gerðir slökkvitækja, mikilvægi reyk-
skynjara og annarra forvarna tíundað og síð-
an útskýrt hvernig fólki beri að haga sínum
gjörðum ef það þarf að yfirgefa byggingu sem
er að reykfyllast eða brenna. I lokin er verkleg
kennsla og æfing á handslökkvitæki. Einnig
hefur verið boðið upp á styttri námskeið sem
varða rýmingu húsa sérstaklega og leiðbein-
endur hafa verið fyrirtækjum innan handar
við ráðleggingar varðandi eldvarnir. Sú vinna
hefur gjarnan verið unnin með aðstoð starfs-
manna forvarnadeildar Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins.
Fjölmörg fyrirtæki heimsótt
Að uppgötva eld á upphafsmínútum og rétt
viðbrögð starfsfólks getur haft úrslitaáhrif á
hvernig framvinda eldsvoðans verður og um
leið tilvist fyrirtækisins ef illa fer. Leiðbeinendur
hafa farið út á land til kennslu, oftast í mjög
góðu samstarfi við slökkviliðin, og hafa allir að-
ilar notið góðs af. Þeir staðir sem heimsóttir
hafa verið utan höfuðborgarsvæðisins eru: Isa-
fjörður, Akranes, Borgarnes, Egilsstaðir, Sel-
foss, Vestmannaeyjar og Akureyri. Meðal fyr-
irtækja sem heimsótt hafa verið eru: Land-
spítali — háskólasjúkrahús, Landsbanki Is-
lands, Islandsbanki, Samskip, Pharmanor,
Vírnet, Borgarleikhúsið, Listasafn Islands,
Þjóðmenningarhús, Morgunblaðið og Myll-
an, svo eitthvað sé nefnt.
Hjá deildinni starfa auk forstöðumanns
þrír leiðbeinendur, Stefnir Snorrason, Sverrir
Björn Björnsson og Sverrir Haukur Grönli
sem allir eru reyndir slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamenn hjá Slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins.
Jón Pétursson forstöðumaður
Slökkviliðsmaðurinn