Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Side 31
31
reglumanna í Barcelona í sumar, fyrst ís-
lenskra kvenna.
- Ég sótti um starf hjá Slökkviliði Reykjavík-
ur árið 1999 en lenti þá í flensu og gat því
ekki farið í þrekprófin. Aðili sem tengist lík-
amsþjálfun hjá SHS hvatti mig svo til að
sækja um 2001. Ég gerði það, var kölluð í
viðtöl og próf og svo fór að mér var boðið
starf ásamt Hafdísi Björk Albertsdóttur sem
við og þáðum. Það var að mörgu leyti mjög
sérstakt að koma til starfa. Margir sögðu það
hreint út við okkur að þeim litist ekki á að
starfa með konum og sumir höfðu jafnvel á
orði að þeir myndu neita að fara í reykköfun
með okkur. Og það verður að játast að ég
hafði í upphafi dálitlar áhyggjur af reykköf-
uninni enda var okkur sagt að það væri erfið-
asti hluti starfsins. Ég hef haft á tilfmning-
unni að sumir starfsmenn bíði einfaldlega eft-
ir því að geta staðið mig að því að gera mis-
tök. Aðrir hafa tekið mér mjög vel. Ég átti í
upphafi frekar von á að hinir eldri myndu
hafa meiri efasemdir um að konur gætu spjar-
að sig en sú hefúr ekki orðið raunin, segir
Heiða Björg.
Þolinmæði og vilji
Höskuldur Einarsson, sá margreyndi slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamaður, hefur annast
þjálfun Heiðu Bjargar ásamt öðrum. Hann
segir hana alls ekki standa sig síður en karl-
kyns vinnufélagar hennar á æfingum og jafn-
vel betur í sumum tilfellum. Þar sem líkams-
burðina hafi skort vinni hún á þolinmæði og
vilja. Höskuldur segist ekkert hafa á móti
konum í slökkviliðinu ef þær geti gert það
sem til er ætlast og honum virðist að þannig
sé farið um Heiðu Björg.
Sjálf segist hún ekki hafa lent í aðstæðum í
starfi þar sem hún hafi ekki getað innt verk-
efni af hendi vegna skorts á líkamsburðum.
— En því er ekkert að neita að strákarnir
hafa líkamsburðina fram yfir mig og ég hef
oft lent í verkefnum þar sem ég hef þurft að
hafa verulega fyrir hlutunum. Hins vegar er
það þannig til dæmis í sjúkraflutningunum
að oft þarf ekki síður ákveðna tækni en kraft.
Og í mörgum tilvikum er það beinlínis kost-
ur að vera kona. Ég finn það oft í útköllum
vegna sjúkraflutninga að fólk í erfiðum að-
stæðum hallast fremur að því að ræða við mig
vegna þess að ég er kona. Þetta á til dæmis
við þar sem konur hafa verið beittar ofbeldi.
Veik börn virðast líka oft laðast meira að mér
en strákunum. Slökkvistörfin eru vissulega að
sumu leyti erfiðari, ekki síst reykköfunin. En
mín skoðun er þó sú að þar reyni meira á út-
hald en krafta. Maður þarf að geta farið spar-
lega með loftið og þolað mikinn hita og þar
held ég að ég standi mig ekkert síður en karl-
arnir, segir Heiða Björg.
Heiða Björg hefur tekið þátt í umfangs-
miklum eldsútköllum á stuttri starfsævi sem
slökkviliðsmaður. Hún stóð Ianga vakt þegar
brann í Fákafeni 9 í fyrra og var með fyrstu
slökkviliðsmönnum á vettvang eldsvoðans
við Laugaveg seint á síðasta ári. Hún segir
ekki margt hafa komið sér á óvart í starfinu,
en þá helst að slökkvistörfin hafi komið
skemmtilega á óvart. Hún segir starfið fjöl-
breytt og áhugavert og segist stefna að því að
sérhæfa sig, einkum í sjúkraflutningum.
— Ég býst við að fara á neyðarbílsnámskeið
næsta vetur og í framhaldi af því hef ég áhuga
á að fara í nám í bráðatækni. Ég hef einnig
áhuga á að taka þau námskeið sem þarf til
þess að geta starfað í landflokknum. Það er
reyndar ekki svo framandi fyrir mér því ég
hef starfað í björgunarsveit og reyndar farið í
útköll utan alfaraleiða hjá SHS. Eitt eftir-
minnilegasta útkallið var einmitt björgun
manna úr snjóflóði í Esjunni.
Þeir sem skera sig úr
- Ég get hiklaust mælt með starfi slökkviliðs-
og sjúkraflutningamanns við ungar konur.
Það getur verið erfitt en er ótrúlega skemmti-
legt. Og vilji maður þróa sig í starfi og
mennta sig á þessu sviði standa margar leiðir
opnar svo það er engin ástæða til að óttast
stöðnun í starfinu. Yfirstjórn liðsins er mjög
áhugasöm um menntun starfsmanna og end-
urmenntun og símenntun eru snar þáttur í
starfinu.
- Hins vegar er því ekki að neita að það
hefur oft verið erfitt að sætta sig við hvernig
sumir starfsmenn koma fram við þá sem af
einhverjum ástæðum skera sig úr. Ég hef orð-
ið fyrir þessu af þeirri augljósu ástæðu að ég
er kona í karlaríki. En það er langt því frá að
þetta einskorðist við mig. Margir félagar
mínir í liðinu verða af ýmsum ástæðum fyrir
barðinu á stöðugum skotum sem geta orðið
býsna illskeytt. Sumir félagar mínir geta ein-
faldlega ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að
ég er kona og leggja hlutina gjarna út með
tilliti til kynferðis míns.
- Yfirstjórnin gerði tilraun til þess að taka á
þessum sérstaka anda á vinnustaðnum með
því að senda allar vaktir á námskeið hjá vinnu-
sálfræðingi fyrr á þessu ári. Á þessum nám-
skeiðum kom fram hjá öllum vöktum að
menn eru ekki ánægðir með þennan kjafta-
gang og þessi stöðugu skot sem ganga á milli
manna. Ég er ekki frá því að þetta hafi eitt-
hvað Iagast í kjölfarið og ég vona svo sannar-
lega að okkur takist að bæta enn betur úr
þessu á komandi misserum, segir Heiða Björg.
Námstefna
í haust
LSS stefnir á að halda námstefnu í
haust með slökkvistarf, forvarnir og
stjórnun sem þema. Ymsar hugmyndir
varðandi innihald námstefnurnar hafa
verið reifaðar og má þar helst nefna
námskeið í sjálfsbjörgun slökkviliðs-
manna, heitar reykköfunaræfingar, fyr-
irlestra um forvarnir og slökkvistarf í
flugvélum svo eitthvað sé nefnt. Nám-
stefnan stendur í fjóra daga, hefst á
fimmtudegi og líkur á sunnudegi. Auk
fyrirlestra verða í boði hálfsdags, dags
og tveggja daga námskeið/kynningar
sem verða í höndum innlendra og er-
lendra leiðbeinenda. Fylgist með
heimasíðunni okkar, www.lsssamtok.is,
en frekari upplýsingar um námstefnuna
munu birtast þar innan tíðar.
Slökkviliðsmaðurinn